Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Eggert Icelandair Flugfélagið ætlar að sækja um 30 milljarða króna. Taka ekki afstöðu til áhrifa á komandi hlutafjárútboð  Óformlegur vinnufundur hjá flugfreyjum og Icelandair Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hittust á óformlegum vinnufundi í gær í húsa- kynnum ríkissáttasemjara. Ekki var um formlegan sáttafund að ræða heldur vettvang fyrir minni hópa til að koma saman og finna sameigin- lega fleti. Síðasti sáttafundur fór fram á miðvikudag í síðustu viku og lauk honum án árangurs. Hafa báðir aðilar sent frá sér tilboð sem miða að því að ná ásættanlegri niðurstöðu, án árangurs. Skammt er nú þar til hlut- hafafundur Icelandair fer fram og hefur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagt að tíminn sé að renna frá félaginu. Taka ekki afstöðu á þessu stigi Að sögn forsvarsmanna Icelandair er á þessu stigi ekki hægt að taka af- stöðu til þess hvaða áhrif það mun hafa á hlutafjárútboð félagsins ef samningar nást ekki við flugfreyjur fyrir hluthafafund á föstudag. Þetta kemur fram í skriflegu svari flug- félagsins við fyrirspurn Morgun- blaðsins. Ekki fengust skýrari svör þegar eftir því var leitað. aronthordur@mbl.is 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil óánægja er meðal margra eig- enda og rekstraraðila veitinga- og skemmtistaða í miðborg Reykjavík- ur með samskipti sín við fasteigna- félög sem þau leigja húsnæði af. Leiguverð hefur verið hátt og litlar sem engar tilslakanir fást hjá fast- eignafélögunum þegar engar tekjur koma í kassann hjá mörgum. „Við upplifum þetta sem algeran hrottaskap í viðskiptum,“ segir Þór- hallur Viðarsson, einn eigenda skemmtistaðarins B5 í Bankastræti, um viðskipti sín við Eik fasteigna- félag. Tíðar hækkanir leiguverðs Rekstur B5 hefur verið stopp eins og annarra skemmtistaða síðan samkomubann var sett á um miðjan mars. Félagið sem rekur staðinn hefur þurft að standa skil á leigu- greiðslum eins og í venjulegu árferði þó tekjurnar hafi þurrkast upp. Eins og komið hefur fram á síðum Morg- unblaðsins hafa stóru fasteignafélög- in á markaði ekki viljað lækka eða fella niður leigu viðskiptavina sinna til að bregðast við umræddu tekju- falli. B5 leigir húsnæði af Eik fast- eignafélagi og hið eina sem þar stóð til boða var að fresta greiðslu á 50% leigunnar fyrir apríl og maí. Óánægja Þórhalls og viðskipta- félaga hans ristir þó dýpra en bara vegna ástandsins sem skapast hefur af kórónuveirufaraldrinum. Telja þeir sig hafa neyðst til að fallast á tíðar hækkanir leigu, ellegar myndi Eik gera breytingar á skilmálum leigunnar sem myndu leiða til þess að forsendur rekstur B5 væru brostnar. B5 er sem kunnugt er skemmtistaður og megnið af tekjun- um kemur inn eftir miðnætti tvo daga vikunnar. Þórhallur segir að forsvarsmenn Eikar hafi viljað setja inn í viðauka við leigusamning ákvæði þess efnis að í húsnæðinu yrði aðeins rekinn veitingastaður sem væri opinn til eitt á nóttunni. Gegn því að fallast á hækkun leigu hafi tekist að fresta gildistöku ákvæðisins til 31. mars 2024. Þurfa að skuldsetja félagið Umræddur viðauki við leigusamn- ing um húsnæðið í Bankastræti 5, sem Morgunblaðið hefur undir hönd- um, sýnir raunar að leiga hefur verið hækkuð hratt síðustu misseri. Á ár- unum 2017 og fram í september 2019 nam hún rétt tæpri einni og hálfri milljón fyrir utan virðisaukaskatt. Í september á síðasta ári hækkaði leigan svo í 1,9 milljónir fyrir virð- isaukaskatt. Hinn 1. apríl síðastlið- inn, eftir að samkomubann var sett á og staðnum lokað, var enn og aftur hækkað, nú í rúmar 2,4 milljónir króna. Auk þess bættist við samn- ingsbundin hækkun vegna breyting- ar á vísitölu neysluverðs. Þá stóð leigan í tæpum 2,8 milljónum og þeg- ar virðisaukaskattur bætist ofan á eru forsvarsmenn B5 rukkaðir um ríflega 3,4 milljónir króna í leigu á mánuði. Ef sameiginlegum rekstrar- kostnaði húsnæðins er bætt við fer upphæðin yfir 3,5 milljónir króna í hverjum mánuði. „Við höfum ekki átt annarra kosta völ en að fallast á þessar hækkanir. Spurningin sem við höfum staðið frammi fyrir er hvort við viljum setja félagið í þrot eða borga það sem þeir fara fram á. Fyrir mér er þetta ekk- ert annað en ofbeldi,“ segir Þórhall- ur. Samkvæmt upplýsingum blaðs- ins eru fá dæmi um svo háa leigu hjá skemmtistöðum í miðbænum, ef nokkur. Raunar virðist hægt að full- yrða að leigan hjá B5 sé talsvert hærri en gerist og gengur í þessum bransa. Þórhallur segir að 2019 hafi reynst þungt í rekstrinum eins og hjá mörg- um í veitingabransanum. Tilraunir til að fá leiguskilmálum breytt þá um haustið hafi engan árangur borið. Nú syrtir enn frekar í álinn og þó fé- lagið hafi verið skuldlaust gangi hratt á sjóði þess og sér Þórhallur fram á að steypa þurfi því í skuldir, eigi það að lifa. Hann tekur fram að á leigutímanum hafi eigendur skemmtistaðarins varið tugum millj- óna króna í endurbætur á húsnæð- inu. Því hafi verið farið fram á það við Eik að hækkanir á leigu frá því í haust og aftur nú á vordögum verði endurskoðaðar, að minnsta kosti þar til fyrirséð er að reksturinn standi undir þeim. Hann segir að í þessu ljósi hafi hafi lögmaður félagsins sett sig í samband við Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóra Eikar, og Eyjólf Árna Rafnsson stjórnarfor- mann en engin svör fengið. Segja að brugðist hafi verið við Garðar Hannes sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi óviðeig- andi að tjá sig um mál einstakra við- skiptavina. Hann sagði að brugðist hefði verið við vandræðum leigutaka vegna kórónuveirufaraldursins og þeim veitt aðstoð sem þess þurftu. Við það hefði félagið notið liðsinnis Deloitte. Hvert tilvik væri metið fyr- ir sig og þannig yrði það áfram þegar áhrif kórónuveirunnar fjara út. Saka fasteignafélag um „hrottaskap“  Eigendur skemmtistaðarins B5 segja fasteignafélag þvinga fram hækkanir á leiguverði  Leigan hækkaði um hálfa milljón eftir að staðnum var lokað í samkomubanni  Borga 3,5 milljónir á mánuði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon B5 Einn vinsælasti skemmtistaðurinn í miðbænum undanfarinn áratug. Staðnum var lokað þegar samkomubann var sett á um miðjan mars. Vinna við tvöföldun Reykjanes- brautar á 3,2 km kafla frá Kaldársel- svegi að Krýsuvíkurvegi hefur gengið vel undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir kórónuveirufaraldur. Þar sem íbúðabyggð er mikil í kringum vegarkaflann og umferðin þung sem liggur í gegnum mitt framkvæmda- svæðið er allt undirlagt af hjáleiðum og öryggisráðstöfunum. Á myndinni er horft frá Reykja- nesbraut inn í Hafnarfjörð við Þor- lákstún á Völlunum. Sjá má glæsi- lega nýja göngubrú sem kom til landsins frá Póllandi í febrúar og er nú komin í gagnið. Önnur eins verð- ur sett upp við Ásland en það bíður til hausts, ef marka má Vegagerð- ina. Þá er verið að breikka brúna yf- ir Strandgötu. Unnið er nótt sem nýtan dag við tvöföldunina og að jafnaði hafa verið í kringum 45 starfsmenn á svæðinu í gegnum heimsfaraldurinn. Fyrsta malbikun sumarsins hófst 28. apríl og heldur enn áfram. Tvöföldun vegar ekki einfalt mál Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verktaki á vegum Veitna kom niður á mannvirki í jörðinni sem ekki var vitað af við framkvæmdir í Elliðaám í vik- unni. Þetta var nánar til tekið við Raf- stöðvarveg, skammt frá lagna- stokknum sem liggur neðarlega í dalnum. Talið er að um gamlan steypt- an olíutank sé að ræða og þar var mik- ill olíumengaður jarðvegur í aðeins 15 til 20 metra fjarlægð frá árbakka Ell- iðaáa. „Vitað var að á þessu svæði gæti mögulega fundist mengaður jarðvegur en ekkert í líkingu við það magn er fannst,“ segir í tilkynningu á vef Veitna. Þar segir jafnframt að olíuslys á þessum stað geti verið grafalvarlegt mál fyrir viðkvæmt lífríkið í dalnum og ánum og að því hafi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur verið kallað á staðinn. Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, sem á ríkra hagsmuna að gæta í Elliðaám, var gert viðvart um fundinn sem og Fiskistofu og Hafrannsóknastofnun. Á fimmtudag var unnið að því að koma olíumenguðum jarðveginum frá svæðinu undir stjórn Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur sem stýrir að- gerðum á vettvangi. Innihaldi tanksins verður fargað í Sorpu. Olíumengaður jarð- vegur í Elliðaárdal  Lífríkið í dalnum og ánum viðkvæmt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.