Morgunblaðið - 18.05.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020
Ívar Pálsson furðar sig á því ípistli á blog.is að „afturhalds-
kommahluti VG, sem er kannski
studdur 7% kjós-
endanna,“ skuli
geta komið í veg
fyrir „að varn-
arbandalagið
NATO byggi
varanlega hafnar-
aðstöðu og fleira
fyrir fjölda millj-
arða króna, skapi störf hér og
tryggi betur stöðu Íslands í eft-
irliti og vörnum Norður- Atlants-
hafsins.“
Ívar heldur áfram: „Hver hefðitrúað því að Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur í
ríkisstjórn beygi sig svona í duft-
ið fyrir argasta „Ísland-úr-
NATO,-herinn-burt“ sósíalista-
íhaldinu? Hér hlýtur að þurfa að
draga línuna, að gangast við
þessu samstarfi við NATO eða að
rjúfa þessa stjórn ella. Þjóðar-
hagsmunir krefjast þess.“
Loks segir hann: „Sósíalistarbörðust gegn aðild Íslands
að NATO, en höfðu sem betur fer
ósigur. Keflavíkurflugvöllur, sem
er að verulegum hluta frá NATO,
hefur fært Suðurnesjum og Ís-
lendingum öllum mikla gæfu.
Kynslóð forsætisráðherra hættir
til að taka þeirri uppbyggingu
allri sem sjálfsögum hlut. Að
sama skapi myndu hafnir og önn-
ur aðstaða á svæðinu hafa var-
anleg jákvæð áhrif á efnahags-
lífið og þjóðlífið.
Þjóðaröryggisstefnu verðurekki framfylgt með blómum í
hárinu. Öryggiseftirliti í norður-
höfum er best fyrir komið hér og
samstarf NATO-þjóða greiðir fyr-
ir uppbyggingu þess. Við eigum
ekki að færa öðrum þessi gæði á
silfurfati, sérstaklega núna þegar
vel sverfur að.“
Ívar Pálsson
Hver hefði
trúað því?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
SÆNSK GÆÐI Í 90 ÁR
Sænska fyrirtækið Mora hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 90 ár.
Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Mora.
Lárus Sigfússon er lát-
inn, 105 ára að aldri.
Hann lést 13. maí síð-
astliðinn. Lárus var
undanfarin ár elstur ís-
lenskra karla og næst-
elstur Íslendinga.
Lárus fæddist á
Stóru-Hvalsá í Stranda-
sýslu 5. febrúar 1915,
sonur Sigfúsar Sigfús-
sonar bónda og Krist-
ínar Gróu Guðmunds-
dóttur. Hann hóf
búskap á Kolbeinsá í
Hrútafirði árið 1937,
var landpóstur, flutti til
Reykjavíkur 1956, vann hjá Sam-
bandinu, var leigubílstjóri og síðar
ráðherrabílstjóri og var með ökurétt-
indi fram undir hundrað ára afmælið.
Lárus eignaðist fyrsta bílinn 1933 og
þann síðasta 2015.
Kona Lárusar var Kristín Hann-
esdóttir, en hún lést fyrir rúmum ell-
efu árum. Þau voru gefin saman í
Prestbakkakirkju haustið 1939. Börn
Lárusar og Kristínar voru sex og eru
fjögur þeirra á lífi. Afkomendurnir
voru á annað hundrað. Síðustu árin
bjó Lárus í Hvassaleiti í Reykjavík
með sambýliskonu sinni, Kristínu
Gísladóttur.
Lárus varð langalangalangafi
sumarið 2019 þegar barnabarna-
barnabarn hans eignaðist dóttur en
aðeins fjórum sinnum áður er vitað
um sex ættliði hér á
landi á lífi á sama tíma.
Systkini Lárusar
voru tólf og náðu mörg
þeirra háum aldri. Lár-
us og Anna systir hans,
sem dó í byrjun þessa
árs, urðu samanlagt
206 ára og 202 daga,
sem er Íslandsmet.
Nokkur viðtöl birtust
við Lárus í Morgun-
blaðinu síðustu ár. Þar
kom meðal annars fram
að hann mundi fyrst eft-
ir sér árið 1918, frosta-
veturinn mikla. „Ég
þakka 104 árin því að ég hef alltaf haft
nóg að hugsa um og gera. Ég hef haft
ánægju af að vinna og taka þátt í sem
flestu. Ég hef tekið þátt í æði mörgu
öll þessi ár og þau eru næstum því
óteljandi störfin sem ég hef haft með
höndum,“ sagði Lárus árið 2019.
Hann gekkst fúslega við því að
hafa bíladellu. „Ég hef eignast marga
bíla um dagana; yfir hundrað skilst
mér, lögreglan lét mig vita af því.
Samt var ég aldrei sektaður. Ég held
að það sé þokkalega af sér vikið en ég
hætti ekki að keyra fyrr en ég var
orðinn hundrað ára. Ég var alltaf að
kaupa bíla og gera þá upp, mér til
ánægju og yndisauka. Ég seldi síð-
asta bílinn að verða hundrað ára.
Hann fór til kaupfélagsstjóra norður
á Ströndum.“
Andlát
Lárus Sigfússon
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Fasteignafélagið Salteyri ehf. hefur
gert eigendum Kaffivagnsins á
Granda tilboð í húsnæði veitingastað-
arins, sem eigendur íhuga nú að
ganga að. „Það barst álitlegt tilboð í
eignina sem við erum að meta,“ segir
Jóhann Þórarinsson, forstjóri Food-
Co, sem á og rekur Kaffivagninn.
„Það er ekki búið að selja húsið.“
FoodCo keypti Kaffivagninn árið
2017. Á vefsíðu staðarins er hann
sagður elsti samfleytt rekni veitinga-
staður á Íslandi en hann hefur verið
starfandi frá 1935, þó ekki á sama
stað alla tíð. Eigendaskipti hafa verið
nokkur á öldinni en eigendurnir fyrir
FoodCo höfðu átt hann frá 2013.
Faxaflóahafnir, sem eiga forkaups-
rétt á mörgum eignum á hafnarsvæð-
inu, féllu á fundi sínum fyrir helgi frá
réttinum á húsnæði Kaffivagnsins.
FoodCo, sem rekur mikinn fjölda
veitingastaða um allt land og samein-
aðist nýlega Gleðipinnum, hefur skilj-
anlega ekki átt sjö dagana sæla í kór-
ónuveirufaraldrinum. Í samkomu-
banninu höfðu þeir fyrst um sinn opið
en 24. mars tilkynntu þeir að sumum
veitingastöðunum yrði lokað tíma-
bundið. Þar á meðal var Kaffivagninn
og ólíkt öðrum veitingastöðum á veg-
um félagsins var ekki boðið upp á
heimsendingu þaðan.
Vilja kaupa Kaffivagninn á Granda
„Álitlegt tilboð“ sem verið er að meta Sagður elsti veitingastaður landsins
Kaffivagninn Rekinn frá 1935.