Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 11
Ratsjármynd/Aðsend Ís Eyjan er á þessari ratsjármynd lituð daufbrún, en ísinn er ljós grátónn. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Talsvert mikinn hafís er að finna djúpt fyrir norðan land en um er að ræða ís sem nær til eyjunnar Jan Mayen, að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, dósents í landfræði við Háskóla Íslands. „Ég tók eftir því að það væri talsvert mikill ís djúpt fyrir norðan land og í ljós kom að það er ís sem nær alveg í kringum Jan Mayen,“ segir Ingibjörg. Samkvæmt gögnum norsku veðurstofunnar þarf að leita aft- ur til 1996 til að finna hafís við Jan Mayen í maímánuði, og jafn- vel enn lengra til að sjá hafís austan við eyjuna á þessum tíma. „Þetta er því frekar sérstakur atburður. Ef litið er til hafís- þekjunnar á norðurhveli í heild, er hins vegar frekar lítill hafís, eða álíka og á undanförnum ár- um sem teljast mjög íslítil,“ seg- ir Ingibjörg. Áhrif vinda og strauma Spurð hvað geti skýrt þessar sérstöku aðstæður segir Ingi- björg: „Þetta sýnir hvernig stað- bundin áhrif vegna vindafars og strauma geta verið mikil. Allt í einu er eitthvað þarna sem hefur ekki sést í áratugi.“ Ísinn sem nú umkringir eyj- una nær frá Grænlandi en er ekki alveg heill heldur er um að ræða spangir af ís, að sögn Ingi- bjargar. Jan Mayen er um 550 kíló- metra norðaustur af Íslandi. Hún er norsk eldvirk eyja í Norður-Íshafi. Á norðausturhluta eyjarinnar er risavaxið eldfjall sem ber heitið Beerenberg. Það er nyrsta virka eldfjall heims og gaus til- tölulega nýlega á jarðsögulegan mælikvarða eða árið 1985. Allt í einu eitthvað sem hefur ekki sést í áratugi  Ís nær til Jan Mayen í fyrsta sinn í maímánuði síðan 1996 FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Garðtraktorar í miklu úrvali Gerir sláttinn auðveldari Cub Cadet sláttutraktorarnir eru afar vandaðir og vel útbúnir sláttutraktorar sem mæta þörfum og kröfum vandlátra garðeiganda og annarra sláttumanna. Hjá okkur er eitt mesta úrval landsins af garðtraktorum í mörgum stærðum og verðflokkum. ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is „Þetta er komið langleiðina og verð- ur klárt fyrir fyrsta leik í móti,“ seg- ir Gunnlaugur Jónsson, íþrótta- og verkefnastjóri Íþróttafélagsins Gróttu. Stúka við knattspyrnuvöll félagsins er óðum að taka á sig mynd eftir framkvæmdir síðustu mánuði. Við stúkuna verður bætt 225 sætum, en áður rúmaði hún 300 áhorfendur. Samtals mun fullgerð stúka því geta tekið við um 525 áhorfendum í sum- ar. Að sögn Gunnlaugs eru fram- kvæmdir nú vel á veg komnar, en þær hófust skömmu áður en heims- faraldur kórónuveiru barst hingað til lands. „Þetta byrjaði febrúar og var því byrjað áður en veiran kom. Hún riðlaði þessu örlítið en þetta er á góðri leið,“ segir Gunnlaugur. Stúkan verður tilbúin 20. júní nk. þegar Grótta tekur á móti Val í fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi Max- deild karla í ár. aronthordur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Stúka Framkvæmdir við stúkuna hafa staðið yfir undanfarna mánuði. Ný stúka farin að taka á sig mynd Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Sveitarstjórnin á Vopnafirði ætlar að sjá hvernig núverandi eigendum verslunarinnar Kauptúns, sem er eina verslunin sem selur nauðsynja- vörur á Vopnafirði, gengur að finna nýja rekstraraðila áður en mögulegt inngrip verður. Þetta segir Sara Elísabet Svans- dóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðar- hrepps. Kjörbúðin á Þórshöfn er meðal annarra að skoða kaup á rekstrinum, að sögn Söru. Eins og Morgunblaðið greindi frá í síðustu viku hefur Árni Róbertsson, kaupmaður og eigandi Kauptúns og sjoppunnar Robbans, ákveðið að hætta verslunarrekstri 1. júlí næst- komandi. Synir Árna, Nikulás og Steingrím- ur, leita nú að nýjum rekstraraðilum að sögn Söru en sveitarstjórnin er í góðu sambandi við þá. „Þeir eru að tala við einhverja aðila veit ég og svo erum við bara tilbúin á kantin- um. Þeir létu okk- ur vita þegar þeir ákváðu að hætta og svo erum við bara alltaf að taka stöðuna á þeim. Það er ekkert form- legt inngrip hafið hjá okkur en við ætlum að bíða og sjá hvort það gangi hjá þeim að finna nýja rekstrar- aðila.“ Aðspurð segir Sara að það myndi vissulega hafa neikvæð áhrif á Vopnafjörð ef ekki finnast nýir rekstraraðilar. „Það verður að vera búð hérna. Við höfum ekki áhyggjur af þessu en erum að fylgjast með.“ „Bíða á kantin- um“ ef illa fer  Sveitarstjóri segir verslun nauðsyn Sara Elísabet Svansdóttir Færri beiðnir um gjaldþrotaskipti hafa verið lagðar fram það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þetta kem- ur fram í tölum sem dómstjórar Hér- aðsdóms Reykjavíkur og Héraðs- dóms Reykjaness tóku saman fyrir Morgunblaðið. Þótt umræðan í þjóðfélaginu sé á þá leið að mörg fyrirtæki eigi í mikl- um vandræðum endurspeglast það ekki enn í gjaldþrotameðferðum. Raunar segir Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, að hægt og rólega hafi dregið úr inn- komnum beiðnum um gjaldþrota- skipti hjá dómstólnum eftir að samkomubannið var lagt á. Frá 1. janúar og fram til 15. maí voru skráð inn 322 gjaldþrotamál hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Á sama tíma í fyrra voru þessi mál 337. Sama er uppi á teningnum hjá Héraðsdómi Reykjaness. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Höskuldssyni dómstjóra bárust 213 beiðnir um gjaldþrotaskipti frá 1. janúar í ár fram til 15. maí. Á sama tíma í fyrra bárust 257 samskonar mál. Gjaldþrotabeiðnum fækkar á milli ára Morgunblaðið/Þór Héraðsdómur Reykjavíkur Færri gjaldþrotamál í ár heldur en í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.