Morgunblaðið - 18.05.2020, Page 13

Morgunblaðið - 18.05.2020, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Sambandsþing Þjóðverja samþykkti fyrir helgi útvíkkun á hegningar- lögum sínum. Þegar ný lög taka gildi getur það varðað allt að þriggja ára fangelsi að svívirða með einum eða öðrum hætti fána Evr- ópusambandsins, til dæmis með því að brenna hann. Sama refsing mun liggja við því að svívirða Evrópu- sönginn svonefnda. Hingað til hefur hið sama gilt um svívirðingu ann- arra þjóða fána og er vernd yfir þeim yfirleitt tvíhliða skuldbinding á milli ríkja. Nú nýtur Evrópufáninn þeirrar sömu helgi. Lagabreyting- unni mótmælti aðeins þjóðernis- flokkurinn AfD, sem sagði hana vega að tjáningarfrelsi fólks. Þess er að geta að sama bann er í gildi um svívirðingu Evrópufánans á Íslandi. Bannað verði að brenna fána ESB ESB Svívirðing fánans orðin ólögleg. ÞÝSKALAND SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandaríska geimferðastofnunin NASA kynnti á föstudaginn áætl- anir sínar um að gera tvíhliða samn- inga við önnur ríki um samvinnu við að koma upp fótfestu á tunglinu, sem aftur muni aðstoða við að koma fyrsta manninum til Mars. NASA stefnir nú að því að koma fyrstu konunni til tunglsins fyrir ár- ið 2024, og er tunglferðaáætlunin nýja kennd við Artemis, tvíburasyst- ur Apollo í grískri goðafræði, en áætlunin sem kom fyrsta manninum á tunglið 1969 var nefnd eftir hon- um. Fyrirhugaðir samningar NASA verða einnig kenndir við Artemis, en þeir eiga að meginstofni að byggjast á Útgeimssamningunum frá 1967. Í fréttatilkynningu NASA um Artemis-samningana segir að í ljósi þess að fjöldi ríkja og einkafyrir- tækja sé að starfa í geimnum milli tungls og jarðar sé nauðsynlegt að setja fram sameiginlegar megin- reglur sem muni gilda um könnun geimsins, en þar er meðal annars kveðið á um leiðir til að koma í veg fyrir árekstra á milli ríkja í geimn- um, sem og hvernig eigi að nýta þær auðlindir sem felast í geimnum. Auðlindir leynast undir hrjóstrugu yfirborðinu Það síðastnefnda er það sem vakið hefur mesta athygli, en þegar fyrstu fregnir af Artemis-samningunum láku út í næstsíðustu viku einblíndu þær nánast allar á það, hvernig Bandaríkjastjórn hygðist hefja námugröft á tunglinu og öðrum fyrirbærum í sólkerfinu. Var þá einkum horft til þess að 8. apríl síðastliðinn undirritaði Donald Trump Bandaríkjaforseti tilskipun sem opnaði á að bandarísk fyrirtæki gætu nýtt sér auðlindir tunglsins, en gagnrýnendur tilskipunarinnar, meðal annars rússnesk stjórnvöld, sögðu þá tilskipun stangast á við þau yfirlýstu markmið Útgeimssamn- inganna að geimurinn tilheyrði öllu mannkyni. En eftir hverju er að slægjast á tunglinu? Fyrir það fyrsta er áætlað að undir hrjóstrugu yfirborðinu sé nokkuð af málmum eins og gulli, járni, magnesíum, áli og títan. Þá standa vonir til þess að þar sé að finna umtalsvert magn af sjaldgæf- um jarðmálmum, sem svo eru nefnd- ir, en þeir eru notaðir í sífellt meiri mæli í ýmsum af þeim tækninýj- ungum sem rutt hafa sér til rúms á 21. öldinni, eins og snjallsímum og rafknúnum bifreiðum. Aðgangur að slíkum málmum skiptir því nú þegar gríðarmiklu máli, en í dag er horft til þess að Kína ræður um 85% af framleiðslu þessara fágætu málma. Kínversk stjórnvöld hafa notfært sér þá stað- reynd í nýlegum viðskiptarimmum sínum við Bandaríkjastjórn. Nýting þeirra auðlinda sem leyn- ast á tunglinu gæti því reynst þeim ríkjum sem þar ná fótfestu mikil bú- bót. Á sama tíma horfir NASA einn- ig á næsta skref, því að áætlanir stofnunarinnar um mannaðar geim- ferðir til Mars velta að miklu leyti á því að hægt verði að koma upp bæki- stöð á tunglinu, en fyrstu skrefin að því eiga að vera hafin fyrir árið 2028. Í ljósi þeirra erfiðleika sem fylgja geimferðum er talið ólíklegt að hægt verði að koma upp varanlegum stöðvum á tunglinu, nema auðlindir þess verði nýttar. Sitja ekki auðum höndum Og Bandaríkjamenn eru ekki ein- ir um hituna, hvorki þegar kemur að tunglinu né Mars, því Kínverjar hafa þegar tekið stór skref út í geim- inn. Í fyrra náði kínverskt geimfar að lenda á myrku hlið tunglsins, og var það í fyrsta sinn sem maðurinn náði þeim áfanga. Þar um borð var könn- unarþjarki, en fréttir þá hermdu að eitt verkefni hans væri að rannsaka jarðlög tunglsins, meðal annars til þess að kortleggja hvar auðlindir væri að finna. Þá skutu Kínverjar í næstsíðustu viku nýrri eldflaug á loft, Chang- zeng 5B, sem á að geta borið könn- unarför, allt að sex geimfara og vist- ir á sporbaug um jörðu og lent svo á ný. Tilraunin þótti velheppnuð og færa Kínverjum nær geimferðagetu bæði Bandaríkjamanna og Rússa, en Kínverjar stefna nú að því að reisa geimstöð á sporbaug árið 2022 og í framhaldinu er stefnt til bæði tunglsins og síðar Mars. Samvinna eða átök? Kínverjar ætla sér því ekki að sitja eftir þegar kemur að könnun tunglsins eða nýtingu auðlinda þess. Ekki hefur hins vegar komið fram hvaða augum Kínverjar líta á drög Bandaríkjamanna að Artemis- samningunum, en þegar fyrstu fregnir bárust af þeim mátti skilja þær sem svo, að Bandaríkjamenn ætluðu sér eingöngu að ræða við vinaþjóðir sínar, en skilja helstu keppinauta sína í geimferðakapp- hlaupinu, Kínverja og Rússa, eftir. Tóku Rússar þeim tíðindum mjög illa og sagði Dímítri Rogostín að ein- hliða tilraunir Bandaríkjamanna til að ráðskast með geiminn hlytu að enda með hörmungum á borð við innrásirnar í Írak og Afganistan. Forsvarsmenn NASA báru þær fréttir hins vegar til baka á föstu- daginn, sérstaklega hvað varðaði Rússa. Michael Gold, einn af for- svarsmönnum Artemis-áætlunar- innar, sagði að Bandaríkjamenn gerðu ráð fyrir góðu samstarfi við Rússa um könnun og nýtingu tunglsins, en ríkin tvö stefna nú þeg- ar að samstarfi um byggingu geim- stöðva sem eiga að gera ferðalög til tunglsins auðveldari. Þá sagðist Gold telja að engin þjóð ætti að geta sett sig upp á móti þeim meginreglum sem fælust í Artemis-samningunum. Vísaði hann þar til Star Trek-sjónvarpsþáttanna, sem gerast í framtíð þar sem mann- kynið hefur tekið höndum saman. „Með Artemis-samningunum von- umst við til þess að framtíðin verði líkari Star Trek en Stjörnustríði þar sem tekið er á þessum álitamálum áður en þau koma upp.“ Keppt um auðlindir tunglsins  Ný áætlun NASA um samvinnu og nýtingu auðlinda á tunglinu var kynnt fyr- ir helgina  Varanleg bækistöð á tunglinu talin vera stökkpallurinn til Mars AFP Út í geim Changzeng 5B-eldflaug Kínverja tekst á loft í næstsíðustu viku. COVID-19 smitast ekki aðeins á milli manna þegar þeir hósta og dreifa þannig sýklum, heldur einnig einfald- lega við að tala. Bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að aðeins með því að mæla fram eina setningu getur smit- aður einstaklingur skilið eftir dropa- agnir í lofti sem eru á sveimi lengur en í tíu mínútur. Grein birtist á mið- vikudaginn um málið í tímariti banda- rísku vísindaakademíunnar PNAS. Samkvæmt rannsókninni gætu samtöl verið ein helsta smitleið sjúk- dómsins. Við framkvæmdina var sýktur einstaklingur látinn endur- taka setninguna „Stay healthy“ (í. farðu vel með þig) í 25 sekúndur sam- fleytt. Leysir var síðan látinn greina munnvatnsagnirnar sem lágu í loft- inu og í ljós kom að kórónuveirusmit- aðir munnvatnsdropar voru að með- altali í tólf mínútur á sveimi eftir að einstaklingurinn hafði talað. Vísindamennirnir ganga út frá því að með því að tala hátt í eina mínútu geti manneskja framleitt meira en 1.000 smitberandi dropa. Þeir geti síðan legið í loftinu í að minnsta kosti átta mínútur eftir að talað var. Sömu vísindamenn komust að sögn þýska blaðsins Welt að þeirri niðurstöðu að með því að tala lægra færu færri dropar á flug. Ef frekari rannsóknir renna stoð- um undir smithættuna sem felst í töl- uðu máli gæti það útskýrt að sumu leyti óútskýrða öra útbreiðslu veir- unnar hingað til. Sömuleiðis gætu það verið frekari rök fyrir tilmælum yfirvalda víða um heim til borgara sinna um að bera grímu á almanna- færi, eins og er skylda víðast hvar í Þýskalandi. Á Íslandi hefur verið lögð mjög lítil áhersla á slíkar ráð- stafanir. AFP Grímur Samtöl manna á milli geta verið ein helsta smitleið COVID-19. Samtöl gætu verið helsta smitleiðin  Smitberandi munnvatnsdropar liggja lengi í loftinu eftir að fólk talar Sendiherra Kín- verja í Ísrael, Du Wei að nafni, fannst látinn á heimili sínu um helgina í Herz- liya, rétt utan við Tel Aviv. Ekkert fannst á vett- vangi sem benti til að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti, sagði á vef breska ríkis- útvarpsins. Ónefndir heimildar- menn sjónvarpsstöðvarinnar Kes- het 12 segja Wei hafa dáið í svefni af náttúrulegum orsökum. Wei hafði verið sendiherra í land- inu síðan í febrúar og áður verið sendiherra Kínverja í Úkraínu. Hann hafði talað opinskátt gegn Bandaríkjamönnum sem ásaka Kín- verja um að hafa valdið kórónu- veirufaraldrinum. Kínverski sendiherr- ann fannst látinn Du Wei ÍSRAEL Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.