Morgunblaðið - 18.05.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir nokkr-um vikumvar vakin
athygli á því, að
Kínverjar hefðu
farið mikinn í
samskiptum sín-
um við aðrar þjóðir, í þeirri
von að þeir gætu sannfært
þær um að upphaf heimsfar-
aldursins mikla væri ekki kín-
verska kommúnistaflokknum
að kenna, og jafnvel að kór-
ónuveiran sjálf hefði ekki
sprottið fyrst upp í Wuhan-
borg.
Svo mjög bar á þessum
þrýstingi, að utanríkismála-
deild Evrópusambandsins
ákvað að sleppa úr reglulegri
skýrslu sinni um áróður ann-
arra ríkja að nefna það að
Kínverjar stæðu nú í sér-
stakri herferð til að dreifa
röngum upplýsingum um
veiruna. Hafði sú aðgerð
raunar þveröfug áhrif, því
hún staðfesti einfaldlega
hversu langt kínverski komm-
únistaflokkurinn væri
reiðubúinn að ganga til þess
að koma í veg fyrir að réttar
upplýsingar kæmust til al-
mennings.
Enn verra var, að Evrópu-
sambandið hafði látið tilleið-
ast að taka þátt í þessum leik
með Kínverjum, en fregnir
bárust af því að kínversk
stjórnvöld hefðu hótað því að
samskipti þeirra við ESB
yrðu á pari við ísköld sam-
skipti Bandaríkjamanna og
Kínverja ef þessi tiltekna
setning, sem var ekki einu
sinni harðorð, yrði ekki numin
á brott. Sannleikurinn fékk
því að víkja fyrir viðskipta-
hagsmunum sambandsins.
Mögulega væri hægt að líta
framhjá þessari yfirsjón sam-
bandsins ef hún væri eins-
dæmi. Svo er ekki
því fyrr í mán-
uðinum rituðu
sendiherrar ESB
og aðildarríkjanna
27 í Kína sérstaka
hátíðargrein, þar
sem fagna átti því að 45 ár eru
liðin frá því að Evrópusam-
bandið og Kína tóku upp
formleg samskipti. Greinin
var ætluð til birtingar í mál-
gagni kínverskra stjórnvalda,
China Daily, en þar fékkst
hún ekki prentuð, nema fjar-
lægð væri setning um að kór-
ónuveiran hefði átt upptök sín
í Kína og dreifst þaðan um
heiminn.
Setningin var sárasaklaus
og einföld staðreynd. Greinin
vék í engu að hegðun kín-
verskra stjórnvalda í upphafi
faraldursins, þar sem þau
reyndu að þagga niður í öllum
sem vildu vara við veirunni í
næstum mánuð eftir að fyrstu
tilfellin lágu fyrir, eða því
hvernig þau reyndu að sann-
færa Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unina, með góðum árangri,
stofnuninni til mikillar minnk-
unar, um að veiran gæti ekki
smitast milli manna.
En þrátt fyrir það mátti
greinin ekki standa óbreytt,
og Evrópusambandið sam-
þykkti í annað sinn á stuttum
tíma að setja upp í sig múl í
þágu kínverska kommúnista-
flokksins. Josep Borrell, ut-
anríkismálastjóri sambands-
ins, sagði í liðinni viku að það
hefðu verið mistök að gefa
eftir og að það mundi ekki
endurtaka sig. Hversu trúlegt
er það? Það, hversu auðveld-
lega sambandið hefur, í það
minnsta í tvígang á stuttum
tíma, vikið frá yfirlýstum gild-
um sínum í þágu stundarhags-
muna, er mikið áhyggjuefni.
Hvers vegna heldur
ESB áfram að láta
undan þrýstingi
Kínverja?}
ESB ritskoðar sig aftur
Bergþór Ólasonþingmaður
átti fyrr í mán-
uðinum orðastað
við forsætisráð-
herra og hvatti
hana til að „uppá-
leggja ráðherrum sínum það
að taka einn snúning á mála-
skrá sinni með það í huga að
leggja ekki viðbótarálögur á
atvinnulífið frá því sem nú er.
Nóg er nú samt.“
Forsætisráðherra kaus að
skilja ekki athugasemdina og
fór í óþarflega mikla vörn.
Staðreyndin er þó sú að at-
hugasemd þingmannsins á
fullan rétt á sér. Það líður ekki
svo þing nú orðið hér á landi að
fyrirtæki verði ekki fyrir aukn-
um kostnaði vegna
ýmiskonar aukins
eftirlits og fyrir-
mæla í lögum og
reglum sem hægt
væri að komast af
án. Og það er fylli-
lega réttmæt ábending á tím-
um þegar ríkisvaldið er að seil-
ast djúpt í vasa skattgreiðenda
til að halda atvinnulífinu gang-
andi, að rétt sé að huga að því á
sama tíma að létta kostnaði af
atvinnulífinu eða í það minnsta
að auka hann ekki.
Um slíka hluti ætti að geta
náðst góð samstaða á þingi og
engin ástæða fyrir nokkurn
mann að grípa til varna fyrir
síaukið eftirlit og annað
íþyngjandi skrifræði.
Allir ættu að
sameinast í baráttu
gegn auknu eftirliti
og skrifræði}
Óþarfi að fara í vörn S
ú staða er nú uppi að Vinstri grænir
hafa komið í veg fyrir framkvæmdir
við varnarmannvirki án rökstuðn-
ings. Áður hafði forysta sama flokks
hrakið sjálfstæðismann úr embætti
dómsmálaráðherra, en áratuga hefð er fyrir því
að samstarfsflokkar í ríkisstjórn hafa haft for-
ræði yfir skipan ráðherraembætta sinna. Eins
hafa ráðherrar hingað til haft forræði yfir málum
á sínum vegum. Þetta virðist ekki lengur eiga
við. Forysta VG sýnist hafa neitunarvald um
hverjir skipa ráðherrastóla Sjálfstæðisflokksins
og komast upp með að leggja bann við varnar-
framkvæmdum þótt þær séu í samræmi við
þjóðaröryggisstefnu sem í stjórnarsáttmála er
sögð liggja til grundvallar samstarfi flokkanna.
Skemmdarverk Vinstri grænna
í skjóli sjálfstæðismanna
Umfang varnarframkvæmda er talið hlaupa á 12-18 millj-
örðum króna, en lítils mótframlags var krafist frá íslenska
ríkinu. Hefði tilheyrandi starfafjöldi komið sér vel þar syðra
þar sem atvinnuleysi mælist nálægt 30%. Að sögn bæjar-
stjóra Reykjanesbæjar hefði í framkvæmdunum falist mikil
innspýting fyrir samfélagið á Suðurnesjum. Ráðuneytin
lögðu öll til tillögur að innviðauppbyggingu, en á þessu stigi
varð ekkert af mínum hugmyndum. Það er í raun ekkert
annað um það að segja, segir utanríkisráðherra. Að sögn
formanns utanríkismálanefndar kallar afstaða Vinstri
grænna á rökstuðning. Það er ábyrgðarhluti ef menn ætla
að hverfa frá þjóðaröryggisstefnunni með þessum hætti og
hunsa þannig mögulegar þarfir í varnarsamstarfi okkar,
segir Sigríður Á. Andersen. Forsætisráðherra
kveðst mótfallin hernaðaruppbyggingu og
sagði: Mér finnst óviðeigandi að blanda aukinni
hernaðaruppbyggingu inn í efnahagsaðgerðir
stjórnvalda. Þessi afstaða hefur ekki verið rök-
studd. Virðist ráðherra telja nægja að skipta út
orðinu varnarframkvæmdir fyrir orðið hern-
aðaruppbygging til að skýra kenjar og kreddur
VG gegn nauðsynlegri uppbyggingu varna og
borgaralegra innviða í landinu.
Málið í sögulegu ljósi
Margir muna gagnrýni í leiðara þessa blaðs á
Kristján Eldjárn, forseta Íslands, fyrir að fela
Lúðvík Jósepssyni umboð til stjórnarmyndunar
1978. Mikilvægt þótti einnig að gæta að embætti
dómsmálaráðherra, yfirmanns lögreglu, í ljósi
eldri flokkskenninga um valdbeitingu. Nú hefur
flokkur sem í beinan flokkslegg er kominn af Komm-
únistaflokknum með forvera í Alþýðubandalagi og Sósíal-
istaflokki stöðvað framkvæmdir á sviði varnarmála gegn
eindregnum mótmælum Sigríðar Á. Andersen formanns ut-
anríkisnefndar sem kallar eftir skýringum. Já, þeirrar sömu
Sigríðar Á. Andersen og forysta Sjálfstæðisflokksins sýnist
möglunarlaust hafa látið víkja úr embætti dómsmálaráð-
herra að kröfu forystu VG. Ýmsir hljóta að spyrja þessa
dagana hvort ekki sé það manntak í Sjálfstæðisflokknum
sem dugi til að hrinda af sér þessari ráðstjórn VG á flokkn-
um.
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkur-
kjördæmi norður. olafurisl@althingi.is
Ólafur
Ísleifsson
Pistill
Spurningar vakna um
stöðu Sjálfstæðisflokksins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen BAKSVIÐ
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Miklar breytingar hafa orð-ið á sölu áfengis á síðustuvikum í kjölfar kór-ónuveirufaraldursins.
Samkomubann og lokun landamæra
hafa breytt neyslu og hegðun lands-
manna. Morgunblaðið greindi frá því á
dögunum að sala hefði aukist í Vínbúð-
unum um tæp 28% í apríl miðað við
sama mánuð í fyrra. Á sama tíma dróst
sala í komuverslun Fríhafnarinnar
saman um 98%.
Þegar horft er til veitingamark-
aðarins er óhætt að tala um hrun.
Mikill meirihluti veitinga- og
skemmtistaða hefur verið lokaður og
stórir birgjar hafa þurft að taka á móti
endursendingum áfengis til að styðja
rekstur staðanna. Áætla má að í
venjulegu árferði fari um fjórðungur
af áfengissölu fram á veitingamarkaði.
Tilfærsla á markaðinum
Í samtölum við forsvarsmenn
tveggja stærstu birgjanna, Ölgerð-
arinnar og CCEP, kemur fram að sal-
an hafi vissulega hrunið á veitinga-
markaði og í Fríhöfninni en bjartari
tímar séu fram undan.
„Í heild sinni og frá samkomu-
banni má segja að um algjört hrun sé
að ræða. Það má áætla um 85-90%
samdrátt á þessu tímabili. Við höfum
verið að sjá ákveðinn hluta veit-
ingamarkaðar koma eitthvað til baka
en þetta er ennþá mjög lítið til
samanburðar við fyrra ár. Inni í
þessu eru hótel en þau hafa verið að
kaupa töluvert af áfengi en það er
auðvitað lítið að fara þangað í því
ástandi sem nú ríkir,“ segir Gunnar
B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri
Ölgerðarinnar.
Undir þetta tekur Áki Sveins-
son, markaðsstjóri áfengra drykkja
hjá CCEP á Íslandi. „Bjórsala er að-
eins undir í ár ef við berum saman t.d.
mars og apríl í ár miðað við sömu
mánuði í fyrra en áhrifin eru enn nei-
kvæðari ef við skoðum sölu á léttu og
sterku víni. Áfengissala í ÁTVR hefur
vissulega tekið ákveðinn kipp en á
móti vantar alveg söluna í Fríhöfninni
og svo hefur salan minnkað mikið og
jafnvel hrunið á veitingamarkaði. Það
er alveg ljóst að vöntun ferðamanna
hefur líka töluverð neikvæð áhrif á
söluna, sérstaklega á veitingamark-
aði,“ segir hann.
„Heilt yfir er um ákveðna til-
færslu að ræða, áður keypti fólk
áfengi á veitingastöðum og í Fríhöfn-
inni en vegna samkomubanns og sótt-
varnaraðgerða hefur salan færst til
Vínbúðanna.
Við sjáum klárlega aukinn
áhuga á ákveðnum vörum, t.d. hefur
sala á kassavíni aukist töluvert sem
og á íslenskum bjór. Þegar frá líður
munum við örugglega sjá enn meiri
aukningu í sölu á ódýrari kostum en
það sáum við t.d. í fjármálahruninu
þegar neytendur leituðu í gæði á
góðu verði,“ segir Áki ennfremur.
Landið tekið að rísa á ný
Þeir segja að erfitt sé að spá
hvernig staðan verði þegar árið verð-
ur gert upp. Ljóst er þó að sam-
dráttur verður í sölu.
„Við höfum séð að salan er aðeins
að koma til baka núna síðustu vikur en
hægt. Barir og stórir skemmtistaðir
selja auðvitað töluvert af áfengi og enn
er mikil óvissa um það hvernig þeir
munu starfa. Þá má einnig minnast á
að það er óvíst hversu mikið verður
um viðburði á árinu en þegar er búið
að aflýsa mörgum stórum viðburðum.
Að teknu tilliti til þessa og mikillar
fækkunar í komum ferðamanna er
ljóst að það verður samdráttur í sölu
áfengis á árinu,“ segir Gunnar hjá Öl-
gerðinni.
Áki segir að jákvætt skref hafi
verið stigið þegar tilkynnt var í síð-
ustu viku að opna mætti bari og
skemmtistaði 25. maí með takmörk-
unum. Óvíst sé þó hver efnahagsleg
áhrif síðustu vikna verði og hversu
hratt ferðamannaiðnaðurinn taki við
sér. „Við erum þó ágætlega brött,
byrjað er að opna veitingastaði aftur
og maímánuður fer vel af stað í sölu í
ÁTVR.“
Samdráttur í áfengis-
sölu allt að 90 prósent
Þegar tölur fóru að birtast um aukna sölu í Vínbúðunum eftir að kórónu-
veirufaraldurinn og samkomubann skall á fóru margir á flug og lýstu
áhyggjum af aukinni áfengisneyslu landsmanna. Sérfræðingar á markaði
taka ekki undir þetta og telja raunar að neyslan hafi minnkað frekar en
hitt. Þannig geti 49% aukning á sölu á rauðvíni í Vínbúðunum í apríl ein-
faldlega verið til marks um hversu mikið Íslendingar kaupa af léttvíni í
Fríhöfninni.
„Við höfum skoðað þetta vel og þegar við höfum tekið tillit söluhruns á
hótel- og veitingamarkaði þá sjáum við að áfengissala er minni í ár en í
fyrra. Við höfum líka reynt að meta neysluna hjá Íslendingum. Það vantar
auðvitað erlenda ferðamenn en á móti eru Íslendingar ekki að ferðast til
útlanda. Við metum það sem svo að neysla Íslendinga sé minni en í
fyrra,“ segir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar.
Neyslan hefur minnkað
STAÐAN Á MARKAÐINUM
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Skál Hrun hefur orðið í áfengissölu á veitingastöðum á liðnum vikum.