Morgunblaðið - 18.05.2020, Page 28

Morgunblaðið - 18.05.2020, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Opið mán.-fös. 10-18 | Við sérsmíðum gluggatjöld sem passa fullkomlega fyrir þig og þitt heimili Z-Brautir og gluggatjöld Allt fyrir gluggana á einum stað Íslensk framleiðsla Íbókinni Hreyfing rauð oggræn – saga VG 1999 til2019 er sögð saga hreyfingar„sem umbreyttist frá því að vera lítill, áberandi andófsflokkur í að verða sá næststærsti á Alþingi og leiðandi í ríkisstjórn,“ segir á vefsíðu VG. Sagnfræðingurinn Pét- ur Hrafn Árnason skráði söguna og segist hann hafa fengið „fullt frelsi við ritun og efnisöflun, þ.m.t. óheft aðgengi að fundargerðum og öðr- um skjölum úr starfi VG, stjórnar og þingflokks“. Þá segir að í sög- unni sé ekkert dregið undan og hún sé „á köflum átakasaga“ – þar er ekki orðum aukið. Bókin (347 síður) kom út í stóru broti og ríkulega myndskreytt í desember 2019. Er glæsilega að útgáfunni staðið og ekk- ert til sparað. Bókin skiptist í átta megin- kafla með mörgum undirköflum. Þá fylgja viðaukar með úrslitum þing- og sveitarstjórnarkosninga, listum yfir kjörna fulltrúa VG og stjórnir hreyfingarinnar auk þing- málaskrár VG. Í bókinni eru heim- ilda- og nafnaskrár auk heilla- óskalista. Á milli kafla eru litaðar síður, rauðar og grænar, á sumum þeirra má kynnast „röddum úr VG“, það er sjónarmiðum ein- staklinga sem starfað hafa í flokkn- um og sumir fallið fyrir borð. Lýsing á flokksstarfinu samrým- ist ekki alltaf litfagurri umgjörð bókarinnar. Verst er ástandið þeg- ar „hrein vinstristjórn“ Jóhönnu Sigurðardóttur situr og flokks- formaðurinn Steingrímur J. Sigfús- son er fjármálaráðherra. Glímt er við mörg stórmál en þyngst vega ESB-aðildarumsóknin og Icesave- málið. „Á fundi 13. apríl [2011] var, samkvæmt tillögu Katrínar Jak- obsdóttur, ákveðið að fá vinnu- staðasálfræðing til að aðstoða hóp- inn [þingflokk VG] við að bæta andrúmsloftið. En því var „tekið misvel í þingflokknum og óttaðist ég að viðkomandi hafi sjálfur þurft að leita sér aðstoðar eftir að hafa kynnst þingflokki VG,“ sagði Katr- ín Jakobsdóttir við bókarhöfund í maí 2018 (s. 232). Og enn hafði for- maður VG þessi orð um ástandið: „Þetta líktist einna helst langri spennusenu úr Indiana Jones- mynd þar sem einn rúllandi steinn- inn á eftir öðrum sótti að manni“. VG-trúnaðarmönnum er tamt að lýsa sér sem fórnarlömbum skoð- ana eða stjórnmálaafla sem þeir verði nauðbeygðir að lúta til að ná völdum. Við lestur bókarinnar vaknar oft spurningin: Til hvers var barist? Af hverju að halda í kreddur ef þeim er alltaf fórnað þegar völd eru innan seilingar? Margir heltast úr lestinni eins og til dæmis Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir sem varð um tíma þing- flokksformaður VG en vék síðan nauðbeygð fyrir Árna Þór Sigurðs- syni sem tók sæti hennar á meðan hún var í fæðingarorlofi. Stein- grímur J. sagði henni við komuna úr orlofinu í apríl 2011 að Árni Þór gæti ekki hugsað sér að víkja úr formannsstólnum en hún ætti að segja út á við að hún vildi heldur sinna börnunum betur! Um þetta segir bókarhöfundur: „Þessi gjörn- ingur [að fella Guðfríði] vakti mikil viðbrögð bæði innan flokks og í samfélaginu og fannst mörgum súrt að kyngja því að flokkur sem kenndi sig við kvenfrelsi skyldi ekki hafa í heiðri anda fæðingar- orlofslaganna.“ (S. 231.) Guðfríður Lilja hætti afskiptum af stjórnmálum í árslok 2012 en í tölvubréfi til bókarhöfundar í mars 2019 segir hún „en mér finnst við hafa gert eins og við gátum til að standa okkar plikt.“ (S. 233.) Í jan- úar 2013 varð Jón Bjarnason, fyrrv. ráðherra VG, utanflokka. Hann birtir nú greinar til að sanna að hann hafi staðið sína plikt í flokknum með því að spilla fyrir ESB-aðildinni með afstöðu sinni í makrílmálinu. Hjörleifur Gutt- ormsson, einn þeirra sem réðu úr- slitum um stofnun VG, sagði sig úr flokknum 8. janúar 2013 vegna ESB-aðildarumsóknarinnar frá 2009 og leyfa til olíuleitar á Dreka- svæðinu. Hér hafa verið nefnd þrjú grund- vallarmál sem höfð voru að engu af forystu VG á þessum árum: kven- frelsi, ESB-aðild og olíuleit. Öllu var ýtt til hliðar til að geta setið undir forsæti Jóhönnu sem kallaði fólk fyrir sig og hótaði til að halda stjórnarsamstarfinu á lífi. Sagan af því hvernig samstarf fjandflokkanna Samfylkingar og VG hófst er ekki síður forvitnileg en greining á ástæðum fylgishruns flokkanna í kosningunum 2013. Haustið eftir hrun bankanna á meðan Samfylkingin sat í stjórn með Sjálfstæðisflokknum undir for- sæti Geirs H. Haarde hófu Össur Skarphéðinsson, ráðherra Samfylk- ingarinnar, og Ögmundur Jónas- son, þingmaður VG, laumuspil. Þeim er í bókinni lýst sem öðrum öxlinum í stjórn Jóhönnu og Stein- gríms J., minnihlutastjórninni sem forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, skipaði 1. febrúar 2009 enda taldi hann að Jóhanna væri „eini stjórnmálamaðurinn sem gæti skapað ró í samfélaginu“. Þessi minnihlutastjórn tveggja flokka þurfti þriðja flokkinn til að verjast falli og tók Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson, nýkjörinn for- maður Framsóknarflokksins, af skarið um að þingmenn framsóknar skyldu gera það. Hann sat ekki sjálfur á þingi. Steingrími J. var falið að ræða við Sigmund Davíð um hvernig hann vildi standa að samstarfinu „ætti að gera aukalega samstarfsyfirlýsingu milli flokk- anna þriggja?“ spurði Steingrímur J. og sagðist Sigmundur Davíð „til í að skoða það og var þá ráðist í að semja uppkast að henni. Þegar tveir dagar voru eftir af viðræðun- um var þetta orðið að einni blað- síðu í nokkrum tölusettum liðum, þ.e. að oddvitar stjórnarinnar myndu funda vikulega með Sig- mundi, myndu senda framsókn stjórnarfrumvörp fyrirfram til skoðunar á sama tíma og eigin þingflokkum, Sigmundur fengi að fylgjast með samstarfinu við AGS [Alþjóðagjaldeyrissjóðinn] og Ice- save-viðræðum, komið væri á stjórnlagaþingi til að endurskoða stjórnarskrána og tekið á skulda- vanda heimila og fyrirtækja. Daginn fyrir ríkisráðsfundinn á Bessastöðum, þar sem ný stjórn tæki formlega við völdum, þ.e. laugardaginn 31. janúar, hringdi Steingrímur í Sigmund til að at- huga hvort ekki ætti að handsala þetta samkomulag. Þá hafði honum hins vegar snúist hugur og vildi ekki lengur neina yfirlýsingu og ekkert undirrita …“ (s. 165 til 166). Nú voru góð ráð dýr en fyrir snarræði Steingríms J. og kynn- ingu hans á samþykki þingflokks framsóknarmanna að kvöldi laug- ardags 31. janúar 2009 tókst að bjarga stjórnarmynduninni. Þannig hófst rúmlega fjögurra ára sam- starfsferill vinstri flokkanna. Fyrsta þingverkefnið í skjóli fram- sóknar Sigmundar Davíðs var að bylta yfirstjórn Seðlabanka Ís- lands. Síðan leiddi Valgerður Sverrisdóttir, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins, án árangurs tillögu Jóhönnu um stjórnar- skrárbreytingu. Jafnframt var tím- inn notaður til að leggja á ráðin um ESB-aðildarumsóknina sem sam- þykkt var að loknum kosningum 2013 þvert á loforð Steingríms J., formanns VG. Í maí 2018 leggur Steingrímur J. mat á stjórnarmyndunina í lok jan- úar í samtali við bókarhöfund og segir: „Þetta var nú dæmigerður Sig- mundur Davíð, þá var að renna upp fyrir honum að með því [handsal- inu] tæki hann meiri ábyrgð og gæti ekki haft opinn glugga á bak við sig eins og honum er tamt. Ég spurði hvort hann vildi ekki einu sinni koma til vikulegra funda með okkur og hann svaraði, „jú við get- um svo sem haldið þá.“ (S.166.) Þetta sögulega dæmi á enn er- indi í íslenskar stjórnmálaumræður eins og margt fleira í bókinni. Sumt efnið er ekki annað en þurrar upp- talningar, annað er safaríkara og varpar birtu í VG-skúmaskot sem vert er að skoða við mat á sam- tímasögunni. Það er helsti styrkur bókarinnar. Morgunblaðið/Ómar Átök Aðildarumsókn að ESB var umdeild innan Vinstri grænna og nokkrir kjósenda VG mættu á Austurvöll til að brýna fyrir þingmönnum að hafna aðildarviðræðum þegar atkvæðagreiðsla um umsóknina stóð yfir í ágúst 2009. Stjórnmálasaga Hreyfing rauð og græn bbbbn Eftir Pétur Hrafn Árnason, Vinstrihreyfingin – grænt framboð gefur út, Rvk. 2019. 347 bls. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Ljósi brugðið í VG-skúmaskot Félagið Íslensk grafík fagnar nú 50 ára afmæli og í tilefni þess var á laugardag opnuð sýning á verkum 46 félagsmanna í Norræna húsinu. Sýningarstjóri er Birta Guðjóns- dóttir. Sýningin stendur til 9. ágúst og er aðgangur ókeypis. Opið er alla daga nema mánudaga. Á meðal listaverka á sýningunni eru verk eftir heiðursfélaga Ís- lenskrar grafíkur. Verkin eru unn- in með ýmsum aðferðum grafíklist- arinnar og er sýningunni ætlað að fagna starfsemi félagsins og þeirri breidd í aðferðum og tækni sem fé- lagsmenn hafa unnið með á löngum og farsælum starfstíma félagsins. Norræna húsið fylgir tilmælum um 50 manna fjöldatakmörkun og biður fólk að virða tveggja metra regluna. Á efri hæð hússins verður hægt að prófa aðferðir grafíklistamanna í ókeypis vinnustofu og kaupa góð- ar veitingar. Þá er minnt á að í artóteki, listlánadeild bókasafns Norræna hússins, er með lánþega- skírteini hægt að fá lánuð allt að þrjú grafíkverk í þrjá mánuði en í safninu er úrval grafíkverka eftir norræna listamenn. Afmælissýning Íslenskrar grafíkur Fjölbreytileg Á sýningunni í Norræna húsinu er fjöldi verka eftir félagsmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.