Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.05.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. MAÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI KOMIN AFTUR Í BÍÓ TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN ! GÓÐ GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI. Eggert Benedikt Guðmundsson, for- stöðumaður Grænvangs og formað- ur Karlakórs Reykjavíkur, mælir með verkum til að njóta innan veggja heimilisins á tímum kórónu- veirufaraldurs. „Páll Pampichler Pálsson varð 92 ára á laugardaginn. Hann var mest- ur áhrifamaður í íslensku tónlistar- lífi þegar ég var að alast upp. Ég var svo heppinn að hitta hann fyr- ir tveimur árum þegar Karlakór Reykjavíkur heimsótti hann í Graz í Austurríki á níræðisafmæl- inu og var það einstök upplifun. Nú er nýútkomin bókin Ljáðu mér vængi eftir Moniku Gschiel í íslenskri þýðingu Sigurðar I. Snorrasonar, Rutar Ingólfsdóttur o.fl. Bókin er minningabrot úr lífi Páls og ég er að smjatta á henni þessa dagana. Borgarleikhúsið hefur verið með öfluga streymisdagskrá allt kófið. Að öllu öðru ólöstuðu verð ég að minnast á gullmolann Jesú litla. Ég sá þetta verk á sínum tíma og hafði ótrúlega gaman af því að endurnýja kynnin við þennan snilldarlega gáskaleik. Bubbi Morthens hefur haldið nokkra tónleika, aleinn á sviðinu í beinni, og leikarar hússins hafa stigið fram og sungið lög úr leikritum og söngleikjum. Rík- harður þriðji var þarna líka í flottri upptöku Borgarholtsskóla af verð- launasýningunni í leikstjórn Bryn- hildar Guðjónsdóttur. Þetta er verð- mæt dagskrá sem enn er hægt að skoða á vef leikhússins. Þráinn Árni Baldvinsson, Skál- maldar-virtúósó, heldur úti fésbók- arhópnum Vinylvaktin. Hann hefur gefið manni innblástur til að grafa upp gamlar vínylplötur, sem maður var búinn að gleyma. Trilogy með Emerson, Lake & Palmer er ein þeirra og út af fyrir sig nægileg réttlæting fyrir stofnun hópsins. Þráinn Árni hefur líka verið með lif- andi útsendingar frá því þegar hann flettir í gegnum sitt safn og fjallar um hverja plötu af ástríki og innsæi. Mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Margt fleira áhugavert hefur á fjörur rekið, en ég nefni þetta þrennt af handahófi.“ Mælt með í kófinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rokkari Þráinn Árni Baldvinsson á tónleikum með Skálmöld í Hofi. Páll, Jesús og plötusafn Þráins Morgunblaðið/Kristinn Gullmoli Trúðarnir Barbara og Úlfar fluttu Jesú litla á sínum tíma. Eggert Benedikt Guðmundsson Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Óvenjulegir tímar kalla á óvenju- legar lausnir. Þar sem ekki er mögu- legt að bjóða nema örfáum gestum í sal að hlusta á próftónleika nemenda MÍT þetta vor, bregður skólinn á það ráð að streyma öllum tónleikunum til þess að fleiri getið notið þeirra,“ seg- ir Freyja Gunn- laugsdóttir, aðstoðarskóla- meistari Mennta- skóla í tónlist (MÍT). Allar nánari upplýsingar um tíma- setningar tónleikanna og vefhlekki til áhorfs má nálgast á vefnum menton.is. Frá 15. maí til 27. maí verður samtals boðið upp á 24 tón- leika, þar af 13 í rytmísku deildinni og 11 í klassísku deildinni. Þar koma fram nemendur sem eru að útskrif- ast með stúdentspróf, burtfararpróf eða framhaldspróf frá Menntaskóla í tónlist nú í vor. Stór áfangi í lífi nemenda „Lengi vel vissum við ekki hvernig við gætum klárað önnina og út- skrifað nemendur,“ segir Freyja og bendir á að í venjulegu árferði séu tónleikar útskriftarnemenda öllum opnir og haldnir í sölum víðs vegar um bæinn. „Tveggja metra reglan þýðir að aðeins er pláss fyrir samtals 16 hverju sinni á tónleikum í klass- ísku deildinni og 30 í rytmísku deild- inni,“ segir Freyja og bendir á að það séu töluvert færri áhorfendur en í meðalári. Klassísku tónleikarnir fara fram í sal skólans í Skipholti 33 en þeir rytmísku í sal skólans í Rauða- gerði 27. „Okkur langaði að útfæra tón- leikana þannig að sem flestir gætu engu að síður hlustað og þá lá beint við að streyma tónleikunum. Með þessum hætti fá nemendurnir líka góða faglega upptöku af tónleik- unum sem þeir geta átt og notað seinna,“ segir Freyja og tekur fram að hún viti til þess að útskriftarnem- endur séu að skipuleggja streymis- partí fyrir vini sína og ættingja. „Lokatónleikar úr skólanum er stór áfangi í lífi nemenda og í flestum tilvikum eru þetta fyrstu opinberu heilu tónleikarnir sem þau halda. Það liggur ótrúlega mikil vinna að baki þessum tónleikum,“ segir Freyja, en oftast nær eru tónleikarn- ir um 60 mínútur að lengd. Eru reynslunni ríkari Að sögn Freyju spannar efni tón- leikanna 24 alla tónlistarsöguna. „En nemendur setja saman efnisskrá sem endurspeglar þeirra áhuga og styrkleika. Í skólanum er mjög breitt námsframboð af tónlistargreinum á ólíkum sviðum tónlistar og þau geta mótað námið að miklu leyti eftir sínu áhugasviði og hæfileikum. Á tónleik- unum koma fram fjölbreyttir kamm- erhópar og hljómsveitir og í rytm- ísku deildinni er flutt mikið af frumsömdu efni.“ Að sögn Freyju hafði samkomu- bannið þau áhrif að öll starfsemi skólans hafi með mjög stuttum fyrir- vara færst yfir á netið. „Nemendur fengu hljóðfæratíma og bóklega tíma í fjarkennslu,“ segir Freyja og tekur fram að allt hafi þetta gengið vonum framar. „Langflestir nemendurnir hafa nýtt tímann alveg ótrúlega vel til tónlistariðkunar og æfinga. Það var gaman að sjá hvað margir nem- endur hafa tekið miklum framförum í samkomubanninu,“ segir Freyja. Spurð hvort reynsla síðustu vikna muni nýtast í framhaldinu svarar Freyja: „Ég held að við höfum öll lært mjög mikið af þessari reynslu. Ég veit að nemendur voru miklu meira að taka sjálfa sig upp og hlusta á upptökurnar með gagnrýnu hug- arfari. Ég veit líka að margir fóru að æfa sig meira en þeir höfðu nokkru sinni áður gert. Þannig tileinkuðu margir nemendur sér sjálfstæðari vinnubrögð. Við kennaranir lærðum að fara aðrar leiðir og hugsa hlutina upp á nýtt, þótt auðvitað hafi verið krefjandi að kenna tónlist í gegnum fjarfundabúnað,“ segir Freyja og tekur fram að það hafi verið gaman að upplifa hversu samhentir kenn- arar og nemendur voru í því að finna góðar lausnir. „Það hefur verið magnað að finna samhuginn í skól- anum þar sem allir voru innstilltir á að komast sem best í gegnum þetta tímabil saman.“ Streymi Útskriftarnemendur Menntaskólans í tónlist virða tveggja metra regluna við Kjarvalsstaði. Vegna hennar er tónleikum þeirra streymt í ár. „Óvenjulegar lausnir“ Freyja Gunnlaugsdóttir  Próftónleikum nemenda MÍT streymt í ár vegna sam- komutakmarkana  Nemendur skólans nýttu tímann vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.