Morgunblaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 10
Ljósmynd/aðsend
Kléberg Tveir smáir snældusnúðar úr norsku klébergi fundust á staðnum
og auk þess brot úr unnum munum úr klébergsgrýtum.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki hafa verið nein hús á fornleifa-
svæði í Þjórsárdal sem kennt er við
Bergsstaði. Ragnheiður Gló Gylfa-
dóttir, fornleifafræðingur hjá Forn-
leifastofnun Íslands, segir að við
fyrstu sýn virðist þetta hafa verið
vinnustaður, svokölluð útstöð.
Fornleifastofnun fékk styrk úr
fornminjasjóði til að rannsaka minj-
ar sem kenndar eru við Bergsstaði í
Þjórsárdal. Fornleifafræðingar sem
voru við fornleifaskráningu í Skeiða-
og Gnúpverjahreppi á árinu 2018
fengu ábendingu um bæjarstæði í
Þjórsárdal. Þegar þeir komu á stað-
inn fundu þeir nokkra muni lausa í
jarðvegi, meðal annars þórshamar
úr sandsteini sem þótti ákaflega
merkilegur fundur. Þar höfðu áður
fundist munir.
Hola með fuglabeinum
Talið var að þarna væru tveir
öskuhaugar varðveittir og voru þeir
kannaðir í síðustu viku. Haugurinn
sem munirnir höfðu fundist í reynd-
ist vera aðeins nokkurra sentímetra
jarðlag. Undir hinum reyndust vera
þrjár soðholur. Þær hafa verið not-
aðar til að hita steina til að fara með
inn í bæ eða elda mat. Þar voru kol
og bein. Ein holan var hálffull af
fuglabeinum, óbrenndum. Ragn-
heiður segir að eftir sé að athuga
aldur beinanna og tegund en hún
gengur út frá því að þetta séu bein af
rjúpu. Þá komu fornleifafræðing-
arnir niður á ummerki um járngerð.
Við uppgröftinn nú fundust á fjórða
tug gripa, til dæmis þrír snældu-
snúðar, nokkur lítil brýni, hlutir úr
þremur hnífum og töluvert af klé-
bergi.
Ljóst er að ekki er pláss fyrir
stórar byggingar á þessum bletti. Þó
var talið líklegt að finna mætti bygg-
ingu á einum stað. Það reyndist ekki
vera.
Mannvistarleifarnar eru allar of-
an við gjóskulag úr Eldgjá frá árinu
939, sem þýðir að þarna hefur verið
fólk að störfum fljótlega eftir land-
nám, en engar minjar eru fyrir ofan
Heklugoslagið frá 1104. Segir Ragn-
heiður að starfsemin hafi samkvæmt
þessu verið á um 170 ára tímabili.
Ragnheiður segir erfitt að ráða í
þessar brotakenndu minjar. Landið
hafi blásið upp og auk þess hafi graf-
ist utan úr svæðinu í giljum sem
liggja að því. Hún telur helst að
þetta hafi verið útstöð, einhvers kon-
ar vinnusvæði.
Aldrei grafið í vinnusvæði
„Nei, alls ekki. Við fáum áhuga-
verða mynd þarna. Vinnusvæði af
þessu tagi hefur aldrei verið grafið
upp og við vitum því ekki hvernig
þau hafa verið byggð upp á víkinga-
öld,“ segir Ragnheiður Gló þegar
hún er spurð að því hvort hún hafi
orðið fyrir vonbrigðum með afrakst-
ur rannsóknanna. Hún telur líklegt
að hluti af þeim bæjum sem fóru í
eyði á svipuðum tíma í Þjórsárdal
hafi verið sams konar útstöðvar, sem
áhugavert væri að skoða. Minnir hún
á að enginn bær í Þjórsárdal hafi
verið rannsakaður niður í kjölinn.
Minjarnar
taldar vera af
vinnustað
Fornleifarannsókn í Þjórsárdal
Munir tengjast vinnu á landnámsöld
Ljósmynd/Ragnheiður Gló Gylfadóttir
Úr Þjórsárdal Minjarnar á Bergsstöðum eru á þröngri tungu sem mikið hefur blásið upp og kvarnast úr.
Í samantekt
Fiskistofu um
grásleppuveiðar í
vor kemur fram
að alls var landað
4.655 tonnum frá
upphafi vertíðar
til loka apríl.
Heildarafli grá-
sleppu á tíma-
bilinu var tæplega 4.085 tonn og
meðafli því um 570 tonn, en 157 bátar
lönduðu þessum afla. Þorskur, skar-
koli, rauðmagi, steinbítur og ufsi
voru algengar meðaflategundir. Ekki
liggur fyrir hversu mikið var af sel
og sjófugli í meðafla á grásleppu-
veiðum.
Hafnir með flesta báta, landanir og
afla voru Bakkafjörður, Ólafsfjörður
og Siglufjörður. Hæst hlutfall með-
afla var hins vegar á Árskógssandi,
Ólafsvík og Keflavík. Nokkrar hafnir
eru ekki með neinn skráðan meðafla,
en þær eru Djúpivogur, Eskifjörður,
Hvammstangi, Neskaupstaður og
Norðurfjörður.
Einn bátur var með nánast jafn
mikið af grásleppu og öðrum fiskafla
eða 49,92% og sex bátar með 30-50 %
af meðafla. 19 bátar voru með nánast
engan meðafla, eða innan við 1%.
Meðafli á grá-
sleppu 570 tonn
Einn með jafnt af grásleppu og öðrum fiski
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
Bionette
ofnæmisljós
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is
Bionette ofnæmisljós er byltingakennd
vara semnotar ljósmeðferð
(phototherapy) til að draga úr
einkennumofnæmiskvefs (heymæðis)
af völdum frjókorna, dýra, ryks/
rykmaura og annarra loftborinna
ofnæmisvaka.
FÆST Í NÆSTA APÓTEKI
Ársfundur 2020
fimmtudaginn 4. júní
- Heildareignir: 269 milljarðar
- Skráðir sjóðfélagar: 49 þúsund
- Hæsta nafnávöxtun 2019: 17,6%
- Hæsta raunávöxtun á ári sl. 10 ár: 5,7%
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn á Hilton
Reykjavík Nordica fimmtudaginn 4. júní 2020 kl. 17:15
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur 2019 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
3. Kynning á fjárfestingarstefnu.
4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
7. Ákvörðun um laun stjórnar.
8. Önnur mál.
Framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðs-
frestur rennur út þann 28. maí 2020.Hægt er að senda inn framboð á netfangið
almenni@almenni.is.
Ársreikningur, tillögur um breytingar á samþykktum og nánari upplýsingar um
ársfundinn eru á heimasíðu sjóðsins. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.
Nánar á:
www.almenni.is
- A.m.k. 1/3 skyldusparnaðar í séreign
- Hagstæð lífeyrisréttindi
- Daglegt gengi ávöxtunarleiða á heimasíðu
- Sjö ávöxtunarleiðir í boði
Almenni í hnotskurn