Morgunblaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 9. M A Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 117. tölublað 108. árgangur
SÖFNIN NÆRA,
FRÆÐA, SKEMMTA
OG AUÐGA
FUNDU Á
FJÓRÐA TUG
FORNGRIPA
PRAKTÍSKIR
SMÁJEPPAR Í
PRUFUAKSTRI
Í ÞJÓRSÁRDAL 10 BÍLAR 16 SÍÐURSAFNAVERÐLAUN 29
Minnisvarði um Stjörnu-Odda
Helgason verður afhjúpaður á
Grenjaðarstað á sólstöðum, 20. júní
næstkomandi. Er tíminn viðeigandi
því Oddi var talinn merkur vísinda-
maður miðalda og reiknaði meðal
annars út hvenær sólstöður yrðu á
sumri og vetri.
Eitt merkasta framlag Íslend-
inga á miðöldum til viðfangsefna
raunvísinda er svokölluð Odda tala
sem er eignuð norðlenska vinnu-
manninum Stjörnu-Odda, skrifar
Þorsteinn Vilhjálmsson, fyrrver-
andi prófessor í eðlisfræði og vís-
indasögu, í svari á Vísindavefnum.
Þorsteinn segir við Morgunblaðið
að merkur boðskapur sé í þessu riti
sem er frá miðri tólftu öld, og allt
það sem þar komi fram sé í aðal-
atriðum rétt, miðað við aðstæður á
þeim tíma. »4
Morgunblaðið/Ómar
Víkingaskipasafn Þekkingin sem Oddi
aflaði og skráði nýttist við siglingar.
Minnisvarði um
höfund Odda tölu
reistur í Aðaldal
Netsala hjá Hagkaupum hefur dreg-
ist saman eftir að takmörkunum
vegna kórónuveirufaraldursins var
aflétt. Sigurður Reynaldsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaupa, segir í
samtali við Morgunblaðið í dag að
netsala fyrirtækisins hafi náð há-
marki um páskana en dalað talsvert
eftir þá.
Segir Sigurður ljóst að landinn
vilji frekar fara út í búð en fá vörur
sendar heim. Engu að síður hlaupi
heimsendingar enn á tugum viku-
lega. Þá geri félagið ráð fyrir að net-
verslun Hagkaupa verði stærri og
öflugri í framtíðinni og bjóði þá með-
al annars upp á fatnað og snyrtivör-
ur.
Uppgjör Haga hf., sem á Hagkaup
m.a., fyrir nýliðið rekstrarár var birt
í gær. Hagnaðist félagið um ríflega
þrjá milljarða króna á milli mars
2019 og febrúar 2020, eða um 700
milljónum króna meira en á rekstar-
árinu þar á undan.
Í ársreikningnum kemur einnig
fram að starfslok forstjóra og fram-
kvæmdastjóra félagsins muni kosta
það um 314,5 milljónir kr.
»4 og 12
Netsala náði hámarki fyrir páska
Vilja frekar út í búð en fá sent heim 3 milljarða kr. hagnaður hjá Högum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hagkaup Dregið hefur úr netsölu.
Álftin Svanhildur og maki hennar létu fara
vel um sig í Hólmanum við Elliðaárnar í gær,
en hjónin eru með fimm egg í hreiðri sínu.
Svanhildur hefur verið dugleg að halda hita á
eggjum sínum, en gera má ráð fyrir að ung-
arnir klekist á næstu vikum. Eflaust verður
þá glatt á hjalla hjá hinum nýbökuðu for-
eldrum, þegar ungarnir fara að hlaupa um.
Morgunblaðið/Eggert
Álftaparið bíður þess að ungarnir klekist úr eggi
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Útlit er fyrir að fólki á hlutabótum
muni fækka hraðar en áætlað var.
Þetta segir Karl Sigurðsson, sér-
fræðingur hjá Vinnumálastofnun.
Stofnunin birti síðastliðinn föstu-
dag spá um atvinnuleysið. Sam-
kvæmt henni mun atvinnuleysi sem
tengist hlutabótaleiðinni minnka úr
10,3% í apríl í 7,6% í maí.
Út frá nýrri áætlun Karls má ætla
að síðari talan muni reynast lægri.
Rúmur fimmtungur þeirra sem
fóru á hlutabætur starfaði í verslun.
Það gæti því vegið þungt að versl-
unin hefur komið vel undan vetri, að
sögn Samtaka verslunar og þjón-
ustu. Hins vegar liggur ekki fyrir
hversu margir fara aftur í fullt starf.
Þá störfuðu um 18% þeirra sem
fóru á hlutabætur í iðnaði, sjávarút-
vegi og skyldum greinum. Það gæti
haft áhrif á atvinnustigið í þessum
greinum ef erlendir markaðir opnast
á ný, ekki síst markaðir í Evrópu, en
þar er veirufaraldurinn víða í rénun.
Um 11% þeirra sem fengu hluta-
bætur í apríl voru starfandi í opin-
berri þjónustu, hjá félögum og í
menningu. Undir hópinn heyra m.a.
hárgreiðslufólk, sjúkraþjálfarar og
starfsfólk íþróttafélaga og leikhúsa
sem var tímabundið án vinnu.
Að sögn Karls má ætla að 30-40%
þeirra fari af hlutabótum í maí, flest-
ir í fullt starf. Batinn verði hægari
hjá þeim sem séu í hinu hefðbundna
kerfi atvinnuleysistrygginga.
Spá fækkun bótaþega
Þróun síðustu daga bendir til meiri fækkunar á hlutabótaskrá en áður var spáð
Spáð er 30-40% fækkun í opinberri þjónustu, hjá íþróttafélögum og í menningu
MFækkun á hlutabótaskrá … »12
Atvinnuleysi í apríl
Skipting eftir greinum
Ýmis
þjónusta
Verslun Opinber
þjónusta
Iðnaður Ferða-
þjónusta
24%
17%
26%
14%
19%
Heimild: VMST