Morgunblaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 11
Sjávarflóð yfir Skarðseyri á Sauðárkróki Útbreiðsla sjávarflóðs 13. og 14. janúar 2020 S K A RÐS E Y R I Unnið er að lokahönnun að frekari sjóvörnum á Sauðárkróki, að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitar- stjóra í Sveitarfélaginu Skagafirði. „Við leggjum mikla áherslu á að framkvæmdir verði boðnar út sem fyrst svo þeim verði lokið fyrir fyrstu haustlægðir,“ segir Sigfús Ingi. Þrívegis í vetur flæddi sjór yfir Skarðseyrina á Sauðárkróki á jafn mörgum mánuðum og flæddi m.a. inn í fyrirtæki. Einnig flæddi yfir sjóvörn við Strandveg og skemmdist hún talsvert við það. Þá skemmdist sjóvarnargarður á norðanverðri eyr- inni að hluta í desemberveðrinu. Á nýliðnum vetri voru sjávarflóð á norðanverðu landinu óvenju tíð og há. Tíðni atburða minnki Samkvæmt skýrslu hafnadeildar Vegagerðarinnar þarf að gera tölu- verðar breytingar á sjóvörnum við höfnina á Sauðárkróki til að minnka líkur á slíkum flóðum. Vegagerðin hefur greint atburðina sem áttu sér stað dagana 10. til 12. desember 2019, 11. til 13. janúar 2020 og 10. febrúar 2020, og metið endurkomu- tíma þeirra, það er hversu líklegt er að atburðirnir gerist aftur. Í mati Vegagerðarinnar á sjóvörn- um og hættu á sjávarflóðum á Sauð- árkróki kemur fram að til þess að meðalágjöf í atburðum svipuðum þeim sem urðu í vetur verði einn tí- undi hluti þess sem í raun varð þá þurfi að hækka sjóvörnina norðan á Skarðseyrinni um tæpan metra í +4,9 metra. Þannig breytist tíðni at- burða sem nú koma að jafnaði á árs fresti, yfir í það að koma á 10 til 30 ára fresti. Þá þurfi að hækka sjóvarnir við Strandveg um 40 til 60 cm þannig að hæð þeirra verði á bilinu 4,2 til 4,3 metrar, lægst vestast næst höfninni en hærri austar til að uppfylla kröfur um ágjöf. aij@mbl.is Sjóvarnir hækkaðar á Sauðárkróki  Framkvæmdum ljúki fyrir haust- lægðir  Þrívegis flæddi á Skarðseyri FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Kíktu á verðið Your shoes Herrasandalar úr leðri Tilboðsverð 3.599 Verð áður 11.995 Stærðir 40-45 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nautgriparæktarmiðstöð Íslands (Nautís) er að hefja innflutning á sæði úr aberdeen angus-holda- nautum frá Noregi til að nota á arf- hreinar kvígur af þessu kyni í ein- angrunarstöðinni á Stóra-Ármóti í Flóahreppi. Hingað til hafa aðeins fósturvísar verið fluttir inn. Tilgang- urinn er að reyna að flýta því að koma gripum til notkunar á býlum sem eru með holdagripi í ræktun. Innflutningur á nýju holdakyni hefur til þessa grundvallast á inn- flutningi á fósturvísum frá Noregi sem settir hafa verið upp í íslenskar kýr. Hefur það verið gert í þrjú ár í röð og næsta kynslóð angus-kálfa fæðist í einangrunarstöðinni nú í júní. Erfiðlega hefur gengið að láta íslensku kýrnar festa fang og komu aðeins 8 angus-kálfar á síðasta ári út úr um 40 fósturvísauppsetningum og von er á svipuðum fjölda í ár. Sigurður Loftsson, formaður stjórnar Nautís, segir að ekki hafi fundist skýringar á lágu fanghlutfalli þrátt fyrir töluverðar athuganir. Hann segir að þetta tengist ekki erfðaefninu frá Noregi heldur ís- lensku kúnum sem notaðar eru við fósturvísauppsetninguna og bendir um leið á að vandamál hafi verið með frjósemi í íslenska mjólkurkúa- stofninum. Vinnubrögðum hafi þó verið breytt lítillega og sé vonast til að það skili betri árangri í næstu um- ferð. Sæði í stað fósturvísa Einangrunarstöðin fullnægir nú skilyrðum sem sett eru fyrir inn- flutningi sæðis til notkunar þar og hefur fengist leyfi fyrir honum. Von er á 50 sæðisskömmtum frá Noregi og 25 fósturvísum að auki. Segir Sig- urður að ætlunin sé að draga smám saman úr fósturvísauppsetningu og nota sæðingar í staðinn. Gert er ráð fyrir því að sæðisinnflutningur verði viðvarandi til að viðhalda stofninum og nýta þann aðgang sem fengist hefur að norsku ræktuninni. Jafn- framt er verið að huga að innflutn- ingi fleiri holdakynja en lengra er í það, að sögn Sigurðar. Sæðið verður notað á arfhreinar angus-kvígur sem voru í fyrsta hópn- um sem fæddist á Stóra-Ármóti. Væntir Sigurður þess að fanghlut- fallið verði mun betra við sæðingar en verið hefur með fóstuvísauppsetn- ingu enda sé þá verið að vinna með sama erfðaefnið. Reynt verður að sæða í júlí til að flýta ferlinu þannig að einangrun gripanna ljúki fyrr en áður og nautin komist á hentugri tíma. Sigurður segir að allt starfið snúist um að fjölga sem mest arfhreinum gripum úti á búunum og vonast til að innflutningur á sæði stuðli að því markmiði. Fyrsti nautkálfahópurinn fór út á búin síðastliðið haust, eftir að einangrun lauk og sæði hafði verið tekið úr þeim. Við uppboð á kálf- unum kom í ljós að mikil eftirspurn er eftir þessum gripum. Næsti hópur lýkur einangrun í haust. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Holdastofn Biksvartur angus-kálfur með fósturmóður sinni íslenskri í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti. Hefja innflutning á sæði úr angus-holdanautum  Reynt að flýta því að koma nautum í notkun í hjörðunum Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umsóknarfrestur vegna fyrra inn- tökuprófs við Jessenius-læknaskól- ann í Slóvakíu rennur út á morgun, miðvikudag. Vegna ferðabanns þurftu kennarar við skólann að fella niður inntökupróf á Íslandi. Fer prófið því fram á netinu. Fyrra inntöku- prófið fer fram 13. júní og hið síð- ara 15. ágúst. Um 160 Íslend- ingar eru við nám í Jessenius- læknaskólanum og um 10 í lækna- deild SDU-háskóla í Danmörku sem tóku fyrstu þrjú árin í Jessenius- læknaskólanum. Skólinn, sem er í borginni Martin í Slóvakíu, er deild innan Comenius-háskóla, helsta há- skóla Slóvakíu. Ríflega 50 hófu nám sl. haust Að sögn Runólfs Oddssonar, ræðismanns Íslands í Slóvakíu og umboðsmanns Comenius-háskóla á Íslandi, hófu 53 Íslendingar nám við Jessenius-læknaskólann sl. haust. Alls hafa 30 íslenskir nemendur útskrifast frá skólanum, fjórir árið 2018 og 26 árið 2019. Þá hafa fimm nemar sem tóku fyrstu þrjú árin í Jessenius-læknaskólanum síðar út- skrifast í Danmörku. Skólagjöld eru 10.900 evrur, eða um 1,6 milljónir ís- lenskra króna á núverandi gengi. Runólfur bendir jafnframt á að Menntaskólinn á Akureyri og Jesse- nius-læknaskólinn hafi gert sam- starfssamning sín á milli. Samstarf við MA „Það er mikill áhugi á að koma á samstarfi milli Martin í Slóvakíu og Akureyrar. Járn Danko, bæjarstjóri í Martin og fv. forseti Jessenius- læknaskólans, heimsótti Akureyri í október og átti fund með Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra og nokkr- um bæjarfulltrúum. Þá heimsótti hann Menntaskólann á Akureyri og átti fund með Jóni Má Héðinssyni skólameistara,“ segir Runólfur. Þeir sem eru áhugasamir um nám- ið í Slóvakíu geta sent tölvupóst á kaldasel@islandia.is. Inntökuprófið núna á netinu  Nám í boði í læknaskóla í Slóvakíu Runólfur Oddsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.