Morgunblaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020 DUKA.IS – SMÁRALIND – KRINGLAN Stockholm 11 cm verð frá 3.590,- 17 cm verð frá 5.290,- Salt & pipar kvarnir Hægt að nota undir alls kyns þurrkaðar jurtir og krydd Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Viðar Már Matthíasson, fyrrverandi dómari við Hæstarétt, var á meðal 50 stærstu hluthafa Landsbankans þegar bankinn féll og hafði hann keypt hlutabréf upp á tæplega eina milljón króna í febrúar árið 2008, sem ekki hafði verið greint frá áður. Hafði hann því keypt í bankanum fyrir samtals um 16 milljónir þegar bréfin urðu verðlaus í október 2008. Þetta kom fram í málflutningi fyr- ir Hæstarétti í gær, en þar var tekist á um hvort taka ætti upp tvö mál þar sem stjórnendur Landsbankans höfðu verið dæmdir fyrir umboðs- svik og markaðsmisnotkun í aðdrag- anda falls bankans. Í fyrra málinu, svokölluðu Ímon- máli, voru bæði Sigurjón Þ. Árna- son, fyrrverandi bankastjóri Lands- bankans, og Sigríður Elín Sigfús- dóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, sakfelld fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Fékk Sig- urjón 3,5 ára dóm en Sigríður Elín 18 mánaða dóm. Í seinna málinu, svokölluðu markaðsmisnotk- unarmáli Landsbankans, var Sig- urjón, ásamt þremur öðrum starfs- mönnum deildar eigin fjárfestinga, fundinn sekur um markaðs- misnotkun. Hlaut Sigurjón þar 18 mánaða dóm í Hæstarétti og var þar með kominn upp í fimm ára refsi- hámark. Fram kom við málflutning- inn að Sigurjón hefði ekki hafið af- plánun dómanna. Fallist á ósk um endurupptöku Endurupptökunefnd féllst í maí á síðasta ári á beiðni Sigurjóns um að taka málin upp. Var í niðurstöðu nefndarinnar byggt á því að einn þá- verandi hæstaréttardómari, Viðar Már, hefði keypt bréf í bankanum fyrir 15 milljónir króna og að „telja verður að þeir fjármunir sem fóru forgörðum hjá dómaranum hafi ver- ið slíkir að atvik eða aðstæður voru til að draga óhlutdrægni dómstólsins með réttu í efa,“ eins og sagði þar. Fyrir réttinum í gær upplýsti Helgi Magnús Gunnarsson vara- ríkissaksóknari að hlutabréfaeign Viðars væri í raun meiri en komið hefði fram. Hefði þetta komið í ljós eftir að Sigurjón benti á að útreikn- ingar um hlutabréfaeign Viðars gengju ekki upp. Var þá kafað dýpra ofan í málið og kom í ljós að Viðar hafði ekki bara keypt bréf árið 2007 eins og hann hafði áður greint frá, heldur hafði hann keypt bréf fyrir 990 þúsund krónur í febrúar 2008. Benti Sigurður G. Guðjónsson, verj- andi Sigurjóns, á að með þessu hefði Viðar keypt bréf í bankanum á sama tímabili og ákært var fyrir markaðs- misnotkun. Þrátt fyrir hlutabréfaeignina tók Viðar sæti í dóminum og taldi sig ekki vanhæfan. Fyrr á þessu ári komst svo Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að brot- ið hefði verið á Sigríði Elínu við málsmeðferð Ímon-málsins. Féllst Mannréttindadómstóllinn á að hlutabréfaeign Viðars hefði verið það mikil að hægt væri að taka undir með Sigríði Elínu að seta hans í dóminum hefði valdið hlutdrægni. Átti Viðar samkvæmt dóminum 428 þúsund hluti í bankanum, sem nú hefur komið í ljós að eru nær 462 þúsund hlutum, en verðmæti hlut- anna 428 þúsund var um 8,5 millj- ónir miðað við síðasta skráða gengi bankans. Tapaði árslaunum Sigurður sagði í málflutningi sín- um að til að setja upphæðina í sam- hengi hefðu tekjur Viðars á því tíma- bili sem hann tapaði hlutabréfunum verið um 17 milljónir fyrir skatt og 11 milljónir eftir skatt. Starfaði hann þá sem prófessor við Háskóla Ís- lands. „Það var því um verulegt fjár- hagstjón að ræða,“ sagði Sigurður og spurði í kjölfarið hvort það væri trúverðugt að dómari sem tapaði árslaunum sínum sæti í dómi þar sem því væri haldið fram að lánveit- ingar Sigurjóns og Sigríðar Elínar hefðu verið ólögmætar og valdið hluthöfum, stórum og smáum, veru- legu fjárhagstjóni. Skúli Magnússon, héraðsdómari og setudómari við Hæstarétt í þessu máli, spurði Helga við málflutning- inn út í gögnin sem ákæruvaldið setti fram. Vakti hann athygli á því að vísað væri í skjal sem heitir „50 stærstu“ þegar hlutabréfaeign Við- ars var skoðuð. Spurði hann hvort skilja mætti það sem svo að Viðar hefði verið einn af 50 stærstu hlut- höfum bankans. Helgi svaraði því til að svo væri og að Helgi hefði jafnframt verið í hópi 1% af stærstu hluthöfum bankans. Staðfesti hann svo að hlutirnir væru um 462 þúsund en ekki 428 þúsund eins og áður hafði komið fram. Hefði í greinargerð verjanda Sigurjóns til endurupptökunefndar verið vakin athygli á ónákvæmum útreikningum. „Við fórum að gramsa í þessu og þetta kom þá í ljós,“ sagði Helgi. Tók hann fram að Viðari hefði ver- ið boðið að skýra þetta misræmi, en að hann ekki talið þess þurfa. Hann hefði á sínum tíma verið að rifja upp gömul mál. Skúli spurði jafnframt hvort sak- sóknari væri með nákvæma tölu um hverjir hagsmunir dómara hefðu verið þegar hann keypti hlutina og svo þegar þeir töpuðust. Helgi sagði svo ekki vera, en að Viðar hefði keypt fyrir 990 þúsund í febrúar 2008. Kom síðar við málflutninginn fram að við fall bankans hefði verð- mæti hlutanna verið um 685 þúsund krónur. Ýtarlegri frásögn af málflutn- ingum er að finna á mbl.is. Tekist á um endurupptöku  Dómari við Hæstarétt var meðal 50 stærstu hluthafa Landsbankans áður en bankinn féll  Málflutn- ingur fór fram í gær um hvort taka ætti upp tvö dómsmál gegn fyrrverandi stjórnendum bankans „Þetta hefur gengið rosalega vel,“ segir Sara Magnúsdóttir um verk- efnið „Knús í kassa“ sem hún hleypti af stokkunum í lok apríl, þar sem yngri kynslóðin var hvött til þess að teikna fallegar myndir handa vistmönnum á hjúkrunar- heimilum landsins. Alls söfnuðust tæplega 800 myndir að hennar sögn í verkefninu. „Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum, það var mikið af knúsi og fallegum skila- boðum til eldri kynslóðarinnar okkar og mikil umhyggja í mynd- unum,“ segir Sara, en stefnt er að því að sýna teikningarnar á hjúkr- unarheimilunum til að gleðja heim- ilismenn sem hafa ekki getað feng- ið heimsóknir með hefðbundnum hætti síðustu vikur og mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Er nú unnið að því að flokka mynd- irnar áður en þeim verður síðan dreift á hjúkrunarheimili, þar sem þær verða til sýnis fyrir heimilis- fólkið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Knúsin tekin upp Systurnar Sara og Selma Rut Magnúsdætur tóku upp myndirnar í verslun Pennans/Eymundssonar í Kringlunni í gær. Knúsin í kössunum líta dagsins ljós  Tæplega 800 teikningar söfnuðust Hæstiréttur ætti að vísa frá báðum endurupptökumálunum þar sem réttaráhrif af ákvörð- unum endurupptökunefndar ganga í berhögg við lög um meðferð sakamála og ekki er hægt að endurupptaka mál að nýju nema fyrri dómur hafi ver- ið ógiltur. Þetta kom fram í máli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara fyrir rétt- inum í gær. Sigurður G. Guðjónsson, lög- maður Sigurjóns Þ. Árnasonar, sagði hins vegar að endur- upptökunefnd hefði metið hvort skilyrði til að hefja nýja máls- meðferð væru til staðar. „Og hér kom fram að svo væri,“ sagði hann. Vísa ætti málunum frá VARARÍKISSAKSÓKNARI Morgunblaðið/Þorsteinn Málsgögn skoðuð Sigurður G. Guðjónsson, Sigurjón Þ. Árnason og Helga Melkorka Óttarsdóttir í Hæstarétti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.