Morgunblaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
19. maí 1981
Belgíska meistaraliðið And-
erlecht kaupir Pétur Pét-
ursson landsliðs-
mann í knatt-
spyrnu af Feye-
noord í Hollandi
og semur við
hann til tveggja
ára. Fram kem-
ur í Morgun-
blaðinu að Dortmund, Werder
Bremen og Köln í Vestur-
Þýskalandi og Espanyol á
Spáni hafi öll verið með Pétur
í sigtinu.
19. maí 1984
Ásgeir Sigurvinsson skorar
glæsilegt mark í mikilvægum
útisigri Stuttgart á Werder
Bremen í vesturþýsku knatt-
spyrnunni, 2:1. Hans 12. mark
á tímabilinu og meistaratitill-
inn blasir við Stuttgart fyrir
lokaumferð deildarinnar en
liðið er með tveggja stiga for-
ystu á Hamburger SV.
19. maí 1994
Íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu sigrar Bólivíu,
1:0, í vináttu-
landsleik á
Laugardals-
velli en Ból-
ivíumenn eru á
leið í loka-
keppni HM í
Bandaríkj-
unum. Þorvaldur Örlygsson
skorar sigurmarkið þegar
hann fylgir eftir stangarskoti
Sigurðar Jónssonar. Þetta er
fjórði leikur Íslands gegn
HM-þátttökuþjóðum á einum
mánuði og útkoman er tveir
sigrar og tvö töp.
19. maí 1996
Guðrún Arnardóttir setur Ís-
landsmet í 100 metra grinda-
hlaupi kvenna
þegar hún
hleypur á 13,18
sekúndum í
Lexington í
Bandaríkj-
unum og bætir
ársgamalt met
sitt um 14/100 úr sekúndu.
Þetta met hennar stendur enn.
Guðrún var þegar búin að
tryggja sér keppnisrétt á Ól-
ympíuleikunum í Atlanta um
sumarið.
19. maí 2011
Margrét Lára Viðarsdóttir
skorar fjögur mörk þegar Ís-
land sigrar Búlgaríu, 6:0, í
fyrsta leiknum í undankeppni
Evrópumóts kvenna 2013 í
knattspyrnu á Laugardalsvell-
inum. Sara Björk Gunn-
arsdóttir og Hólmfríður Magn-
úsdóttir skora hin tvö mörkin.
Á ÞESSUM DEGI
Þýskaland
Werder Bremen – Leverkusen............... 1:4
Staðan:
Bayern M. 26 18 4 4 75:26 58
Dortmund 26 16 6 4 72:33 54
Mönchengladb. 26 16 4 6 52:31 52
RB Leipzig 26 14 9 3 63:27 51
Leverkusen 26 15 5 6 49:31 50
Wolfsburg 26 10 9 7 36:31 39
Freiburg 26 10 7 9 35:36 37
Schalke 26 9 10 7 33:40 37
Hoffenheim 26 10 5 11 35:46 35
Köln 26 10 3 13 41:47 33
Hertha Berlín 26 8 7 11 35:48 31
Union Berlin 26 9 3 14 32:43 30
E.Frankfurt 25 8 4 13 39:44 28
Augsburg 26 7 6 13 37:54 27
Mainz 26 8 3 15 36:55 27
Düsseldorf 26 5 8 13 27:50 23
Werder Bremen 25 4 6 15 28:59 18
Paderborn 26 4 5 17 30:54 17
27. umferð verður leikin 22.-24. maí, 28.
umferð 26.-27. maí og 29. umferð 29. maí til
1. júní. Þá verður fimm umferðum ólokið en
lokaumferðina á að leika 27. júní.
KNATTSPYRNA
STJARNAN
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Karlalið Stjörnunnar í körfuknatt-
leik er stórhuga fyrir næstu leiktíð,
en þau Danielle Rodriguez og Ingi
Þór Steinþórsson voru ráðin aðstoð-
arþjálfarar Arnars Guðjónssonar á
blaðamannafundi liðsins í Sjálandi í
Garðabænum gær.
Danielle hefur verið einn besti
leikmaður Íslandsmótsins undan-
farin ár og Ingi Þór er á meðal sigur-
sælustu þjálfara landsins frá upp-
hafi.
Garðbæingar urðu bæði deildar-
og bikarmeistarar tímabilið 2018-19
og 2019-20 en liðið hefur aldrei orðið
Íslandsmeistari og er stefnan sett á
þann stóra á næstu leiktíð.
„Það var ákveðið að ráðast í breyt-
ingar á þjálfarateyminu þegar Hörð-
ur Unnsteinsson hætti sem að-
stoðarþjálfari,“ sagði Arnar í samtali
við Morgunblaðið á blaðamanna-
fundi Stjörnunnar í Sjálandi í Garða-
bæ í gær. „Ég fékk að kynnast Dani-
elle Rodriguez þegar hún spilaði
með Stjörnunni tímabilið 2018-19
undir stjórn Péturs Más Sigurðs-
sonar og hún hefur marga frábæra
kosti. Hún er mjög körfuboltaþenkj-
andi og svo er hún líka harðdugleg.
Það lá því beinast við að taka stöð-
una á henni eftir að hún ákvað að
hætta að spila.
Þegar það kom svo í ljós að Ingi
Þór væri á förum frá KR ákvað ég að
heyra í honum hljóðið enda er hann
einn af sigursælustu þjálfurum okk-
ar frá upphafi. Hann kemur inn með
mikinn þunga í yngri flokka starfið
og það er frábært að vera með svona
góðan þjálfara þar. Þegar kemur að
meistaraflokknum er hann í fyrsta
lagi afar sigursæll, hann er gríð-
arlega hvetjandi og góður að tala við
fólk. Við pössum vel saman og ég er
mjög spenntur að fá hann inn í
þetta.“
Leikmönnunum til góða
Arnar segist fyrst og fremst þakk-
látur forráðamönnum Stjörnunnar
að fá tvo aðstoðarþjálfara til þess að
vinna með, en Arnar hefur stýrt
Garðbæingum frá 2018.
„Þetta er fyrst og fremst frábært
teymi sem mun vinna bæði náið og
mikið saman. Við höfum öll okkar
styrkleika og þetta verður leikmönn-
unum fyrst og fremst til happs, held
ég. Það er styttra síðan Danielle
hætti að spila en við Ingi, og ég er
gríðarlega þakklátur félaginu fyrir
að gefa okkur þetta tækifæri að geta
myndað þriggja manna þjálfara-
teymi.
Það er ekkert sjálfgefið á Íslandi í
dag og það er erfitt að ætla að sjá
einn um hlutina í nútíma körfubolta í
dag. Ég er kominn með tvo frábæra
þjálfara með mér í teymi núna og ég
er mjög spenntur að vinna með þeim.
Við stefnum að því að verða Íslands-
meistarar á næstu leiktíð, það er
ekkert flóknara en það. Við erum
með mjög þéttan leikmannakjarna
hérna og ég á von á því að við þurfum
að bæta við okkur tveimur leik-
mönnum til viðbótar svo við getum
náð markmiðum okkar.“
Lært mikið í Garðabænum
Garðbæingar voru á miklu skriði
þegar tímabilinu var aflýst vegna
kórónuveirufaraldursins. Arnar
viðurkennir að það hafi verið skrítin
tilfinning að klára ekki tímabilið en
hann segist njóta sín afar vel í
Garðabænum og að það sé gaman að
mæta í vinnunna.
„Tilfinningin eftir að síðasta tíma-
bili lauk var ansi skrítin. Það var
ákveðið tómarúm í manni og ein-
hvern veginn allt tekið frá manni.
Við vorum búnir að ná einu af mark-
miðum okkar, sem var að vinna bik-
arkeppnina en við ætluðum okkur að
verða Íslandsmeistarar líka, sem
gekk ekki eftir og maður var svekkt-
ur vegna þessa.
Mér líður hrikalega vel í Garða-
bænum og það er gaman að starfa
hérna. Ég hef lært mikið síðan ég
kom hingað og ég vinn mikið með
bæði fótboltanum og handboltanum í
félaginu. Ég á mjög gott samstarf
við Patrek Jóhannesson, Rúnar Pál
Sigmundsson og Kristján Guð-
mundsson sem dæmi og ég tel mig
hafa lært ákveðna hluti hérna sem
ég hefði sem dæmi ekki lært í öðrum
félögum.
Á tíma mínum í Danmörku var ég
eingöngu að vinna með körfubolta-
fólki en núna fæ ég allt öðruvísi
vinkla á hlutina, sem er algjörlega
frábært. Að sama skapi hefur Ís-
landsmeistaratitillinn aldrei komið í
Garðabæ og það truflar okkur að-
eins,“ bætti þjálfarinn við.
Mikið álag á þjálfara
Danielle Rodriguez greindi frá því
í samtali við Morgunblaðið í síðustu
viku að skórnir væru komnir á hill-
una í bili, þar sem hún vildi einbeita
sér að þjálfun, en hjá Stjörnunni fær
hún tækifæri til þess.
„Markmiðið okkar í ár er fyrst og
fremst að verða Íslandsmeistarar.
Persónulega ætla ég mér að gefa
eins mikið af mér og ég get til liðsins
og að sama skapi ætla ég mér að
læra eins mikið og mögulegt er af
þeim Arnari og Inga í leiðinni. Ég er
mjög hungruð í að sanna mig og ég
tel að ég geti gert gott þjálfarateymi
enn betra,“ sagði leikmaðurinn fyrr-
verandi.
Danielle, sem lék með kvennaliði
Stjörnunnar á árunum 2016-2019 og
hefur þjálfað yngri flokka hjá félag-
inu síðan 2016, telur að það muni
mikið mæða á þjálfarateymi Stjörn-
unnar á næstu leiktíð.
„Úrvalsdeild karla verður sterkari
með hverju árinu sem líður, sér-
staklega eftir fjölgun erlendra leik-
manna í deildinni. Það er miklu meiri
taktík í gangi en fyrir nokkrum ár-
um, það þarf að horfa á fleiri mynd-
bandsupptökur af leikjum og það er
mikið um leikgreiningar þannig að
það er nóg að gera hjá þjálfurum í
dag. Verandi þrjú í þjálfarateyminu
gefur það okkur aðstoðarþjálf-
urunum meira svigrúm til þess að
sjá hlutina í nýju ljósi, sérstaklega í
leikjunum sjálfum, þar sem hraðinn
er oft mikill og það er mikið í gangi.“
Tækifæri til að rísa upp
Ingi Þór Steinþórsson stýrði KR
til sigurs á Íslandsmótinu árið 2019.
Þá gerði hann liðið einnig að Íslands-
meisturum árið 2000. Hann gerði
karlalið Snæfells að Íslands- og
bikarmeisturum árið 2010 og
kvennaliðið að Íslandsmeisturum ár-
in 2014 til 2016. Þá gerði hann
kvennalið Snæfells að bikarmeist-
urum 2016.
„Maður þekkir ágætlega til í
Garðbænum enda búinn að kort-
leggja liðið nokkuð vel undanfarin
ár. Maður ætti því að geta komið inn
með einhverja veikleika og styrk-
leika hjá liðinu sem ættu að nýtast
vel í baráttunni sem fram undan er.
Við sem teymi ætlum að vera eins vel
undirbúin og hægt er þannig að það
verður yfir litlu að klaga hjá okkur á
næstu leiktíð. Markmiðin eru mjög
skýr í Garðabænum og við erum „In
it to win it“ ef svo má segja.“
Inga Þór var óvænt sagt upp
störfum hjá KR í byrjun mánaðarins
en hann þótt hann hafi verið aðal-
þjálfari undanfarin ellefu ár þekkir
hann það ágætlega líka að vera að-
stoðarþjálfari.
„Ég hef verið aðstoðarþjálfari áð-
ur og ég var til dæmis með Benna
hjá KR. Það er öðruvísi hlutverk en
að vera aðalþjálfari. Þetta er nokkuð
sem maður þarf að gíra sig upp í og
ég ætla fyrst og fremst að njóta
þessa hlutverks. Það var ákveðið
högg að vera rekinn frá KR og þetta
er frábært tækifæri fyrir mig til þess
að rísa aftur upp sem þjálfari í
Garðabænum,“ sagði Ingi Þór.
Meistaratit-
illinn truflar
Garðbæinga
Ingi Þór og Danielle verða Arnari til
aðstoðar á næsta keppnistímabili
Morgunblaðið/Hari
Stjarnan Með Ægi Þór Steinarsson og Hlyn Bæringsson áfram í sínum röð-
um mæta Garðbæingar firnasterkir til leiks á næsta keppnistímabili.
Morgunblaðið/Bjarni Helgason
Samvinna Arnar Guðjónsson, Danielle Rodriguez og Ingi Þór Steinþórsson
vinna saman í þjálfarateymi karlaliðs Stjörnunnar á næsta tímabili.
Danska knattspyrnufélagið FC
København framlengir samning
landsliðsmiðvarðarins Ragnars Sig-
urðssonar til 31. júlí, hið minnsta,
og líklega mánuði lengur. Þetta
staðfestir Daniel Rommedahl,
framkvæmdastjóri hjá FCK, við
bold.dk í gær. Samningur Ragnars
á að renna út 30. júní en ákveðið
var í gær að allir samningar skyldu
framlengjast um mánuð, ef leik-
menn óskuðu eftir því. FCK á fyrir
höndum Evrópuleik eða -leiki í
ágúst og ætlar því að bjóða Ragnari
að framlengja til ágústloka.
FCK vill halda
Ragnari lengur
Morgunblaðið/Eggert
Danmörk Ragnar Sigurðsson mun
allavega ljúka tímabilinu með FCK.
Nýliðar Gróttu sem leika í fyrsta
sinn í úrvalsdeild karla í fótbolta í
ár hafa fengið hinn 18 ára gamla
Karl Friðleif Gunnarsson lánaðan
frá Breiðabliki. Karl á að baki þrjá
leiki með Blikum í deildinni, undir
stjórn Ágústs Gylfasonar, núver-
andi þjálfara Gróttu. Þá hefur hann
leiki 27 leiki með yngri landsliðum
Íslands. Karl er fyrsti leikmaðurinn
sem hefur spilað í efstu deild sem
Grótta fær til sín fyrir þetta tímabil
en annars eru Seltirningar með
nánast óbreyttan hóp frá síðasta
tímabili.
Grótta bætir við
18 ára lánsmanni
Ljósmynd/Grótta
Grótta Karl Friðleifur Gunnarsson
er lánsmaður frá Breiðabliki.