Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ERTU TIL Í AÐ HAFA EKKI SVONA HÁTT! VIÐ ERUM MEÐ PARTÍ.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hugsa til þín yfir morgunkaffinu. HVAÐA DAGUR ÆTLI SÉ Í DAG? ÓKEI ÉG ER NÝFARINN AÐ GANGA TIL SÁLFRÆÐINGS. MYNDIR ÞÚ GERA SLÍKT HIÐ SAMA? NEI, ÉG TALA BARA VIÐ EINAR BARÞJÓN! ER HANN HÆFUR TIL ÞESS AÐ HJÁLPA ÞÉR? EINAR VARÐ EFSTUR Í KEPPNI BARÞJÓNA Á SÍÐASTA ÁRI! ALGJÖRLEGA „GERIST ÞETTA AÐEINS ÞEGAR ÞÚ ERT VEIKUR EÐA UPPLIFIRÐU ÞIG ALLTAF SEM NAFLA ALHEIMSINS?” vogi. Móðir þeirra var Sóley Guðrún Höskuldsdóttir, f. 1.1. 1955, d. 25.7. 1996. Foreldrar: Oddný Theodórsdóttir Laxdal, f. 18.3. 1948, d. 13.9. 1990, starfsleiðbeinandi á Iðjulundi, vernd- uðum vinnustað, bjó á Akureyri; og Bjarni Baldursson, f. 2.1. 1949, blikk- smiður, búsettur á Akureyri, giftur Steinunni Guðrúnu Rögnvaldsdóttur, f. 12.7. 1951. Stjúpfaðir: Pétur Ás- geirsson, f. 21.12. 1949, vinnuvéla- stjóri, búsettur á Akureyri. Sam- býliskona hans í dag er Kristín Björg Alfreðsdóttir, f. 24.5. 1954. Pétur og Oddný, móðir Margrétar, gengu í hjónaband 21.12. 1979, en Pétur ól Margréti upp frá tveggja ára aldri. Margrét Líney Laxdal Bjarnadóttir Jón Guðmundsson símstöðvarstjóri og ljóðskáld í Garði Kristrún Einarsdóttir ljósmóðir í Garði Baldur Jónsson hreppstjóri og kennari í Garði Margrét Jakobsdóttir húsfreyja í Garði í Þistilfirði og á Akureyri Bjarni Baldursson blikksmiður á Akureyri Jakob Sigurðsson óðalsbóndi í Kollavík Kristjana Jónsdóttir húsfreyja í Kollavík í Þistilfirði Silja Bára Ómarsdóttir dósent í stjórnmálafr. í HÍ Lilja Laxdal fv. starfsm. Landhelgisgæslunnar Bernharð Laxdal klæðskeri Hlynur Birgisson knattspyrnumaður Ragnheiður Brynjólfsdóttir kennari Freydís Laxdal ljósmóðir á Akureyri Helgi Laxdal fv. formaður Vélstjórafél. Kristrún Baldursdóttir ljósmóðir á Akureyri Logi Þór Laxdal, tamningam. og fv. heimsmeistari í 250 m skeiði Grímur Laxdal b. í Nesi í Höfðahv. Oddný Laxdal frkvstj. á Akureyri Brynjólfur Sveinsson kaupm.og stöðvarstj. Pósts & síma í Ólafsfirði. Guðný Laxdal húsfr. á Grund í Höfðahverfi Halldór Halldórsson úrsmiður á Akureyri Kristín BjörkGunnarsdóttir verkefnastjóri hjá Símey Þröstur Laxdal barnalæknir Gunnar Jónsson (Gunni Hær) rútubílstjóri Jón Laxdal b. í Meðalheimi á Svalbarðsströnd Jóhannes Laxdal hreppstjóri og bóndi í Tungu Helga Níelsdóttir húsfreyja í Tungu á Svalbarðsströnd Theodór Laxdal vörubílstjóri og bóndi í Túnsbergi Líney Sveinsdóttir húsfreyja í Túnsbergi á Svalbarðsströnd Sveinn Bergsson bóndi í Skeggjabrekku Lilja Árnadóttir húsfreyja í Skeggjabrekku í Ólafsfirði og á Hærings- stöðum í Svarfaðardal Úr frændgarði Margrétar L. Laxdal Oddný Th. Laxdal starfsleiðbeinandi á Akureyri Björn Gunnarsson frá Arnarnesisendi mér tölvupóst þar sem hann gerði athugasemd við, að í Vísnahorni hefði staðið „lengi“ í staðinn fyrir „löngum“ í vísunni al- kunnu eftir Stephan G. Stephans- son „Löngum var ég læknir minn“. Skýringin er sú, að ég vitnaði í grein Guðmundar á Sandi um Stephan G. í Skírni árið 1907 en á þeim tíma urðu menn að treysta á minni sitt og vísur flugu frá manni til manns. Síðan endurskoðaði Guð- mundur greinina og þar segir svo: „Hann elskar landrýmið og frelsið og leggur alla krafta sína í sölurnar til þess að njóta þeirra. Og mér er svo þungt til þín, þrengsli og húm, því þið eruð lífsfjendur mínir. En ljósþrengslum geðfelldra myrkrið er mér ef myrkrið er einungis rúmt. Auðvitað er það, að þessi hugsun og orð eru komin frá stórmennissál. Og þegar lifað er samkvæmt þessari skoðun, getur rekið að því auðveldlega, að einstaklingurinn verði að lifa eins og Stephan segir um sjálfan sig í þessari vísu: Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur, smiður, kóngur, kennarinn, kerra, plógur, hestur. Það fer að vonum, að slíkur mað- ur kæri sig litið um Hjálpræðisher- inn og gangi fram hjá guðshúsinu, sem alltaf er „í skuld“. Það kemur víða fram í kvæðum Stephans, að hann álítur frelsið í Ameríku fósturbarn óbyggðar- innar, en ekki mannfélagsskipunar- innar. – Ég skal benda á þetta er- indi: Þú öræfanna andi sem átt hér ríki og völd, ei þekkist þræll af bandi í þínu frjálsa landi né greifi af gylltum skjöld.“ Við þetta er því einu að bæta, að orðaskipti þeirra Stephans og Guð- mundar eru athyglisverð eins og lesa má í heildarútgáfum þeirra. Pétur Stefánsson segir á Leir, að hann sé sólginn í grillmat: Eldamennska er mitt fag, oft ég henni flíka. Ég grillaði bæði í gær og dag og grilla á morgun líka. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Löngum var ég læknir minn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.