Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 40 ára Gunnþórunn ólst upp í Reykjavík en býr á Patreksfirði. Hún er með BS í ferða- málafræði, BA í spænsku og MS í al- þjóðasamskiptum, allt frá Háskóla Íslands. Gunnþórunn er framkvæmdastjóri og einn eigenda Westfjords Adventures. Maki: Páll Heiðar Hauksson, f. 1976, eig- andi Bílaverkstæðisins Smur og dekk. Börn: Tómas, f. 2011, og Telma, f. 2014. Foreldrar: Sólrún Andrésdóttir, f. 1954, vinnur á Foldabæ, búsett í Reykjavík, og Þorlákur Bender, f. 1956, prentari og vinnur í sundlauginni á Patreksfirði, bú- settur á Patreksfirði. Gunnþórunn Bender Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu ekki deigan síga þótt menn sýni hugmyndum þínum takmarkaðan áhuga. Dekur er því miður ekki í boði í dag, það er allt of mikið að gera. 20. apríl - 20. maí  Naut Það eru ýmsar breytingar sem þig langar til að ná fram. Teldu upp að tíu áður en þú segir eitthvað. Þér verður boðin stöðuhækkun. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þig langar helst til þess að vera heima í dag, kannski væri ekki vitlaust að bjóða gestum í mat. Nú er ekki tíminn til að efast um hvað þú vilt! 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú er tækifæri til þess að ná þeim markmiðum sem þú settir þér um ára- mótin. Minntu þig á það svona um það bil hundrað sinnum á dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gættu þess að taka engu sem sjálf- sögðum hlut. Ef þú leyfir þér að lofa öðrum að ráða ferðinni stundum ertu í góðum málum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Mundu að það geta orðið miklar og góðar breytingar í vinnunni hjá þér á þessu ári. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Rómantík, ástarævintýri og skemmt- anir höfða til þín þessa dagana. Biddu ein- hvern að kenna þér það sem þú vilt læra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að gefa þér tíma til samskipta við vini þína og njóta lífsins aðeins. Þér finnst sem allir vilji þekkja þig og að þú sért umvafin/n ástúð. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér er alveg óhætt að njóta þess því þér hefur tekist að ljúka við vandasamt verkefni á tilsettum tíma. Fram undan er góður tími vináttu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Geturðu ekki fundið þér ein- hverja örlitla tilbreytingu, þótt ekki væri nema nýja leið til og frá vinnu? Horfðu svo bjartsýn/n fram á veginn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu ekki ummæli annarra í þinn garð skemma fyrir þér daginn. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur í dag mun heppnast. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er erfitt að neita ef einhver bið- ur mann sárlega um hjálp. Láttu hrakspár lönd og leið og treystu eðlisávísun þinni. kennsluréttindi í framhaldsskóla árið 2010 og hóf störf við Menntaskólann á Tröllaskaga haustið 2011, þar sem hún hefur kennt íslensku síðan. Margrét hefur verið virk í Slysa- varnafélaginu Landsbjörg, hún var kjörin í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar vorið 2009 og hætti þar 2015, og var m.a. varaformaður fé- lagsins í fjögur ár, fyrst kvenna. „Ég gekk í Slysavarnadeildina hér á Dal- vík 2001 og var strax gripin í stjórn- ina þar. Ég gekk síðan í Björg- unarsveitina Dalvík 2012 og er virk þar enn þann dag í dag.“ Auk þessa hefur Margrét starfað í ýmsum nefndum á vegum Slysavarnafélags- ins Landsbjargar og tekið þátt í margvíslegum verkefnum og er enn að. Hún tók m.a. þátt í að stofna Bakvarðasveit SL á vordögum 2013 og að setja upp tekjuskiptakerfi fyrir slysavarnadeildir innan SL í takt við björgunarsveitirnar vorið 2015. „Sjálfboðaliðastarf hefur alltaf gefið mér mikið og fólkið í Slysavarna- félaginu Landsbjörg stendur mjög nærri hjarta mínu.“ Göngur, útivist og almenn hreyfing eru helstu áhugamál Margrétar. „Ís- lensk tunga, orðaleikir og -grín höfða og tók síðan við stöðu hennar við Dal- víkurskóla um haustið.“ Margrét kenndi við Dalvíkurskóla 1995-2011 á unglingastigi, aðallega ís- lensku en einnig náttúrufræði og lífs- leikni. „Eftir langt og erfitt kenn- araverkfall árið 2004 ákvað ég að fara í meistaranám og verða mér úti um kennsluréttindi í framhaldsskóla.“ M.Paed í íslensku var tekið samhliða vinnu frá 2005-2009, Margrét fékk M argrét Líney Laxdal Bjarnadóttir er fædd 22. maí 1970 á Akureyri og ólst þar upp. „Ég átti fyrst heima í Stórholti 6, í Þorpinu, á Akur- eyri með stórfjölskyldunni, þ.e. móðurafa mínum Theodóri, mömmu og tveimur systkinum hennar, Lilju og Svavari Páli, og síðar bætast við fósturfaðir minn Pétur, sem ól mig upp sem dóttur sína, og sonur Lilju, Logi Þór Laxdal, sem ég leit á eins og bróður minn þessi fyrstu ár. Þegar ég var sex ára fluttum við mamma og pabbi í nýbyggt einbýlishús þeirra í Eikarlundi 16, á Brekkunni á Akur- eyri, og ári síðar eignaðist ég systur mína, Jóhönnu Helgu Laxdal, eða Jóku Pé eins og flestir þekkja hana.“ Margrét æfði fótbolta með KA á sínum yngri árum enda flutt á KA- svæðið, þar sem hún starfaði einnig eitt sumarið við gerð fótboltavallar á svæðinu. Hún æfði einnig blak á sín- um yngri árum og þá fyrst með KA og ÍMA á menntaskólaárunum ásamt því að vera í blakráði ÍMA 1987-1990. Á háskólaárunum flutti Margrét suð- ur, þar sem hún æfði blak með Vík- ingi samhliða námi, en eftir að hún flutti á Dalvík æfði hún öldungablak með Rimum, sem er blakliðið þar í bæ, en segist nú vera búin að leggja blakhlífunum. Hún hefur þó stundum látið yngsta soninn draga sig með í strandblak svo hún er nú ekki alveg hætt að leika sér með blakbolta. Margrét gekk í Lundarskóla á Akureyri og Gagnfræðaskóla Akur- eyrar og varð stúdent af málabraut frá Menntaskólanum á Akureyri 1990. Hún fór í Kennaraháskóla Ís- lands 1991 og útskrifaðist þaðan 1994 með B.Ed.-próf með íslensku og líf- fræði sem aðalgreinar. Margrét vann í Sporthúsinu á Akureyri 1990-1991 áður en hún fór í háskólanám og vann á sumrin sem flokksstjóri við Vinnuskólann á Akur- eyri og leysti einnig af við ýmis störf hjá Búgarði samhliða kennaranám- inu. Hún flutti til Dalvíkur 1994 og eignaðist fyrsta barn sitt tveim vik- um síðar. „Ég leysti síðan Svanfríði Ingu Jónasdóttur af í kennslu þegar hún datt inn á þing undir vorið 1995 líka mikið til mín og er ég þekkt fyrir að snúa út úr og nýta mér margræðni orða ef þess er einhver kostur enda er ég ekki Laxdal fyrir ekki neitt.“ Það hefur líklega verið þessi áhugi Margrétar á orðum og leikjum sem fékk hana til að taka þátt í Útsvari fyrir hönd Dalvíkurbyggðar veturinn 2017-2018 en aðspurð segist hún elska að safna ævintýrum og þetta hafi einmitt verið mikið og skemmti- legt ævintýri. Þá telur hún að það hafi líklega verið sams konar þörf sem fékk hana til að segja já við því að keppa í stafsetningu á Landsmóti UMFÍ á Egilsstöðum 2011, þar sem hún afrekaði að komast á verðlauna- pall. „Af öllum verðlaunapeningum mínum í gegnum tíðina þykir mér þessi einna skemmtilegastur,“ segir Margrét hlæjandi. Fjölskylda Eiginmaður Margrétar er Gísli Bjarnason, f. 20.7. 1963, sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála í Dal- víkurbyggð. Foreldrar hans: Hjónin Bjarni Gíslason, f. 6.6. 1937, rafvirki hjá Kassagerðinni, búsettur í Mos- fellsbæ, og Þórey Jarþrúður Jóns- dóttir, f. 14.6. 1940, d. 30.3. 2013, starfsstúlka á Reykjalundi. Börn: 1) Árni Theodór Gíslason, stjúpsonur Margrétar, en móðir hans er Ólafía Andrésdóttir, f. 25.11. 1985, matráður, búsettur í Moss í Noregi. Maki: Ine Storstein Jønsson, kennari; 2) Bjarni Þór Gíslason, f. 6.9. 1994, starfsmaður ÁTVR, búsett- ur í Hveragerði. Maki: Ásthildur María Árnadóttir, nemi í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri; 3) Pétur Geir Gíslason, f. 27.7. 1998, starfs- maður Íþróttamiðstöðvar Dalvík- urbyggðar, búsettur á Dalvík; 4) Oddur Freyr Gíslason, f. 6.12. 2005, nemi. Systir Margrétar sammæðra: Jó- hanna Helga Laxdal Pétursdóttir, f. 1.4. 1977, kokkur, búsett í Kongsberg í Noregi; systkini samfeðra: Ágúst Þór Bjarnason, f. 16.7. 1974, kokkur, búsettur á Akureyri; Þröstur Már Bjarnason, f. 28.4. 1978, viðskipta- fræðingur, búsettur í Kópavogi; Oddný Elva Bjarnadóttir, f. 8.1. 1991, snyrtifræðingur, búsett í Kópa- Margrét L. Laxdal, framhaldsskólakennari og íslenskufræðingur – 50 ára Fjölskyldan Bjarni Þór, Ásthildur María, Gísli, Oddur Freyr, Margrét og Pétur Geir.á Fiskideginum mikla á Dalvík árið 2018. Sjálfboðaliðastarf er gefandi Sjálfboðaliðinn Margrét á góðum degi í Björgunarsveitinni Dalvík. 30 ára Agnar ólst upp á Kópaskeri en býr í Reykjavík. Hann er vélfræðingur frá Vél- skóla Íslands (Tækni- skólanum) og er vél- virki og lærði á Vélaverkstæði Jó- hanns Ólafs. Agnar hefur verið vélstjóri á ýmsum skipum og er með smábáta- útgerð. Hann situr í stjórn VM. Börn: Arnar Þórarinn, f. 2015, og Eldey Ida, f. 2018. Foreldrar: Óli Björn Einarsson, f. 1963, húsasmiður hjá SS Byggi/Tak innrétt- ingum, og Kristbjörg Sigurðardóttir, f. 1968, ferðamálafræðingur og skrif- stofumaður hjá Ferðafélagi Akureyrar. Þau eru búsett á Akureyri. Agnar Ólason Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.