Morgunblaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Spurningin erekki hvortheldur hve-
nær næsta bylgja
kórónuveirunnar
skellur á Evrópu,
segir dr. Andrea Ammon, stjórn-
andi Sóttvarnastofnunar Evr-
ópu. „Spurningin er hvenær og
hve stór,“ sagði hún, og bætti
við: „Nú er ekki tíminn til að
slaka algerlega á.“ Þetta er
fjarri því uppörvandi spádómur
og full ástæða fyrir þá sem utan
meginlands Evrópu standa að
taka tillit til hans, líka þá sem
búa á eyju í norðanverðu Atl-
antshafi. Og ekki síst þá; þeir
eiga meiri möguleika en flestir
aðrir að haga málum þannig að
næsta bylgja, geri hún vart við
sig, skelli ekki á af óbærilegum
þunga.
Fyrir ríki Evrópusambands-
ins og jafnvel sjálft sambandið
og tilveru þess hlýtur spádómur-
inn að vera gríðarlegt áhyggju-
efni. Miklar umræður eiga sér
nú stað í ríkjum Evrópusam-
bandsins um stöðu þess og þróun
og umræðurnar fara gjarnan út í
það hvort sambandið kemst yf-
irleitt í gegnum þau ósköp sem
nú ganga á í efnahagsmálum og
hafa komið mjög illa við mörg
ríki þess og sambandið í heild.
Meðal þeirra sem fjallað hafa
um þetta er The Economist, sem
að vanda er áhugasamt um sam-
bandið en sér þá miklu erfiðleika
sem það stendur nú frammi
fyrir. Lausnin sem það tímarit
sér, líkt og margir aðrir, er að
þörf sé á meiri samruna, ekki
minni. Ríkin sem haft hafi mest-
ar efasemdir um að sambandið í
heild sinni eigi að taka á sig
ábyrgð á skuldum þeirra sem
verst standa þurfi að skipta um
skoðun. Þau þurfi að átta sig á að
sjálf framtíð sambandsins bygg-
ist á því að ganga lengra í sam-
runaátt. Rímar þetta mjög við
þau sjónarmið sem koma frá
höfuðstöðvum sambandsins í
Brussel.
Merkel kanslari og Macron
forseti náðu í byrjun vikunnar
saman um tillögu um 500 millj-
arða evra styrktarsjóð fyrir bág-
stödd ríki sambandsins en fram
að því hafði Þýskaland ekki verið
tilbúið í slíkan leiðangur. Þetta
er þess vegna töluvert skref en
ekki endilega til marks um
stefnubreytingu, hvorki Þýska-
lands eða annarra ríkja sem hafa
haft efasemdir um að dæla pen-
ingum til þeirra ríkja sem verr
standa. Merkel segir að þetta sé
tillaga um einskiptisaðgerð
vegna einstakra aðstæðna og
ríkin sem almennt hafa staðið
fastast gegn svona aðgerðum
hafa ekki gefið eftir. Að minnsta
kosti ekki enn sem komið er, en
engin ástæða er til að útiloka að
Merkel takist að snúa upp á
nokkrar hendur til að koma
þessu í gegn.
Takist það er þó alls ekki svo
að allir verði þar með ánægðir.
Vilji þeirra sem áhugasamastir
eru um að allir
ábyrgist allt hjá öll-
um, þar með talin
framkvæmdastjórn
ESB, er að gengið
verði mun lengra og
stuðningurinn verði upp á 1.000
til 1.500 milljarða en ekki 500
milljarða. Þetta verður tæpast
útkljáð fyrr en í fyrsta lagi í
næsta mánuði og þá ef til vill á
fundi forystumanna ríkjanna, en
gert er ráð fyrir að þeir hætti á
að hittast innan fárra vikna í eig-
in persónu til að freista þess að
leysa vandann og bjarga sam-
bandinu, sem margir þeirra trúa
að hangi á bláþræði.
Á meðan heldur umræðan um
framtíð þess áfram og sömuleið-
is umræðan um hvernig sam-
bandið stóð sig í kórónuveiru-
baráttunni og hvers virði það er
þegar virkilega reynir á. Reynsl-
an af kórónuveirufaraldrinum er
sú að fólk leitar skjóls innan eig-
in landamæra, sem lokuðust
fljótt við útbreiðslu veirunnar.
Þá sýndi sig að hver var sjálfum
sér næstur hvað varðar búnað til
sóttvarna og læknisþjónustu.
„Evrópuhugsjónin“ mátti sín
lítils.
Dirk Schümer, sem ritar um
evrópsk málefni í Die Welt og
hefur gert um árabil, er einn
þeirra sem vakið hafa athygli á
þessu. Die Welt hefur, líkt og
The Economist, stutt Evrópu-
sambandið eindregið og eru
skrif Schümers þeim mun at-
hyglisverðari. Hann bendir á að
sú eining sem hefur reynst
áreiðanlegust og skilvirkust í
baráttunni við kórónuveiruna er
þjóðríkið, „líka í Evrópu, þar
sem ESB átti fyrir löngu að hafa
tekið þessi verkefni yfir“.
Schümer nefnir að kórónu-
veiran hafi valdið margvíslegum
deilum þar sem fólk innan Evr-
ópusambandsins líti enn fyrst og
fremst á sig sem hluta þjóðar,
ekki íbúa ESB, og að svo muni
verða um langa hríð. „Ísinn sem
evrópsk samstaða stendur á er
þunnur,“ segir hann.
Evrópusambandið rær nú líf-
róður við að halda sambandinu
saman efnahagslega. Evran
hafði fyrir kórónuveiruna komið
sumum ríkja þess í gríðarlegan
efnahagsvanda og óvíst er hvort
þau og Evrópusambandið kom-
ast saman í einu lagi í gegnum
núverandi ólgusjó. Og eins og
Dirk Schümer bendir á er ekki
víst að mikill vilji sé til þess með-
al almennings í ríkjum sam-
bandsins að leggja á sig auknar
byrðar til að bjarga efnahag
annarra landa.
Áköfustu stuðningsmenn auk-
ins samruna ríkja Evrópusam-
bandsins segja að ástandið verði
enn verra ef þau standi ekki
saman og gangi lengra í sam-
runaátt, en er líklegt að almenn-
ingur innan ríkja sambandsins
trúi þeirri hæpnu kenningu?
Ekki síst eftir reynsluna af sam-
bandinu í þessum faraldri. Um
það má að minnsta kosti efast.
ESB glímir við vanda
af áður óþekktri
stærðargráðu}
Óviss framtíð
U
ndanfarna mánuði hafa komið
hinir ýmsu björgunarpakkar frá
stjórnvöldum og er von á einum
enn á næstu dögum. Markmið
pakkanna hefur aðallega verið
að vernda fyrirtæki og störf. Langflestir millj-
arðarnir fara þangað. Fyrst var áherslan á
hlutastarfaleiðina en nú á að hætta henni og
hjálpa fyrirtækjum að segja upp starfsfólki.
Það þýðir að nú er tíminn til þess að koma með
áætlun fyrir næstu mánuði og ár, að setja
stefnu út úr ástandinu.
Það er gert í fjármálastefnu og fjármála-
áætlun. Þar setja stjórnvöld sér takmörk og
markmið til næstu ára. Í fjármálastefnu er að
finna loforð stjórnvalda um þróun skulda og af-
komu, eða með öðrum orðum hversu miklar
skuldir næstu kynslóðir þurfa að borga. Án
fjármálastefnu erum við í vanda, vegna þess að vaninn í ís-
lenskum stjórnmálum er að biðja um fjárheimildir eftir á,
þegar búið er að taka lánin eða eyða peningnum. Svona
svipað og ef ég stel af þér pening og spyrji svo hvort ég
megi ekki eiga hann. Þegar stjórnvöld gera það er það
brot á stjórnarskrá en „bara“ brot á hegningarlögum ef ég
eða þú gerum svoleiðis.
Það er ekki nóg að segja hvað við munum skulda mikið.
Stjórnvöld verða líka að leggja línurnar fyrir framtíðina. Í
óvissuástandi eins og nú er þá er það beinlínis hlutverk
hins opinbera að eyða þeirri óvissu. Stjórnvöld eiga að
setja grunninn sem aðrir geta svo byggt á og bætt. Sá
grunnur er settur í fjármálaáætlun með áætlun stjórn-
valda um skatta og útgjöld. Þar segja stjórn-
völd á eins skýran hátt og þau geta „svona
reddum við málunum og komumst út úr þessu
ástandi“.
Stjórnvöld eiga að brúa bilið og leggja veg-
inn til framtíðar. Vandamálið er að það bólar
hvorki á fjármálastefnu né fjármálaáætlun.
Ekki einu sinni óformlegri stefnu eða áætlun.
Tíminn til þess að segja hvað gerist næst er
núna, en þar skila stjórnvöld auðu. Það er
mjög undarlegt, þar sem næstu skref eru mjög
augljós, sama hvernig ástandið þróast.
Vandamálið er að það er fullt af störfum að
hverfa og það er ekki von á að sömu störf verði
til aftur í bráð. Lausnin er augljóslega að búa
til fleiri störf. Besta leiðin til þess er átak í ný-
sköpun og endurmenntun úti um allt land og
meðal allra hópa. Nýsköpun í brothættum
byggðum, í grænum lausnum, hjá hreyfihömluðum, öldr-
uðum, nemendum, listamönnum og atvinnulausum.
Tækifærin eru til staðar úti um allt land en það þarf að
grípa þau. Nú er til dæmis besti tíminn til þess að afnema
tekjuskerðingar og leyfa fólki að búa til vinnu. Hugsa til
dæmis um atvinnuleysisbætur sem nýsköpunarstyrki á
meðan ástandið varir. Hvetja fólk til þess að prófa að búa
eitthvað til án þess að missa það lágmarksöryggi sem fæst
með atvinnuleysisbótum.
Nú er tíminn til þess að hugsa til framtíðar.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Nú er tíminn
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Enn er ekki öll nótt úti hvaðvarðar komu minniskemmtiferðaskipa síð-sumars, að mati forsvars-
manna Cruise Iceland, en að þeim
standa hafnir víða um land og fyrir-
tæki í ferðaþjónustu. Hjá Faxaflóa-
höfnum er nálgunin hins vegar þann-
ig að í endurskoðaðri áætlun er ekki
lengur gert ráð fyrir neinum komum
skemmtiferðaskipa í sumar. Ef ræt-
ist úr og einhver skip koma verður
litið á það sem bónus. Ljóst er að
verulegt tekjutap fylgir færri eða
engum komum skemmtiferðaskipa,
ekki aðeins fyrir hafnir víða um land,
heldur einnig fyrir fjölmörg
þjónustufyrirtæki.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri
Faxaflóahafna, segir að nú hafi borist
rúmlega 60 formlegar afbókanir og
vitað sé að nokkrar séu í pípunum.
Búist var við um 190 skipum til
Reykjavíkur í ár og reiknað var með
metsumri. Fari allt á versta veg og
ekkert skip komi verða Faxaflóa-
hafnir af um 600 milljónum króna í
brúttótekjur.
Átak að koma rekstri af stað
Gyða Guðmundsdóttir hefur
fylgst vel með umræðu um siglingar
með skemmtiferðaskipum síðustu
mánuði. Hún er talsmaður Cruise
Iceland og jafnframt framkvæmda-
stjóri NAA, en að þeim samtökum
standa nokkur umboðs- og þjónustu-
fyrirtæki á Íslandi, Færeyjum og
Grænlandi. Hún segir að útgerðir
stærri skipa séu í ákveðnum erfið-
leikum og þar verði mikið átak að
koma rekstrinum af stað á nýjan leik.
Meðal annars þurfi að fá svör við
afstöðu stjórnvalda víða um heim,
hvort hafnir verði opnaðar fyrir skip-
um með kannski þrjú þúsund far-
þega, hvernig gangi að snúa flókinni
starfsemi í gang og síðast en ekki síst
hvort farþegar treysti sér til að
ferðast með skipum sem biðu tals-
verðan álitshnekki fyrr í vetur og
voru jafnvel kallaðir smitdósir í fjöl-
miðlastormi.
Gyða segir að misjafnlega gangi
í baráttunni við kórónuveirufarald-
urinn í löndum eins og Bandaríkj-
unum, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu
og Spáni. Þaðan komi stór hluti far-
þega skemmtiferðaskipa og spurning
sé um reglur og fyrirmæli stjórn-
valda í þessum löndum.
Náttúran og fámennir hópar
„Mörg stærri útgerðarfyrirtæki
eiga í fjárhagserfiðleikum og mér
finnst ólíklegt að hingað kom stór
skipi í sumar. Ég útiloka þó ekki slík-
ar heimsóknir seinni part sumars,“
segir Gyða. „Hins vegar finnst mér
líklegt að hingað komi svokölluð leið-
angursskip sem fara í minni og
stærri bæi og sjávarpláss. Fjöldi far-
þega yrði þá gjarnan 2-300, eða
helmingur þess sem þau eru gerð
fyrir. Slíkan fjölda er hægt að skanna
áður en fólk fer um borð og hitamæla
daglega og margir nota armbönd til
að fylgjast nákvæmlega með ferðum
fólks. Á Íslandi er auðveldara að
tryggja ákveðna fjarlægð á milli
fólks heldur en á fjölmennu torgi eða
kirkju á Ítalíu.
Með því að gera út á náttúru Ís-
lands og fámenna hópa ættum við að
geta laðað slík skip til landsins þar
sem fólk upplifir eitthvað nýtt í
öruggu skipi.“
Gyða segir að með breytingum á
reglum 15. júní opnist möguleikar á
að fá ferðamenn til landsins. Sam-
tökin hafi skrifað sóttvarnalækni,
m.a. varðandi farþegaskipti hér á
landi og ferðir um landið. Hægt eigi
að vera að halda slíkum farþegahóp-
um aðskildum frá öðrum og til dæmis
geti sama rúta og sami bílstjórinn
séð um hópana í ferðum hér.
Mikið högg fyrir
marga víða um land
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sundahöfn Tvö farþegaskip af stærri gerðinni við Skarfabakka 2018, MSC
Preziosa og Norwegian Getaway. Um borð voru alls um 10 þúsund manns.
Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á
Akureyri og formaður Cruise
Iceland, segir að enn sé góður
möguleiki á að minni skip komi
til landsins í ágúst og septem-
ber. Ekki sé lengur von á neinu
skemmtiferðaskipi í maí og júní
en enn sé óvissa með júlí-
mánuð. Útgerðir skipanna fylg-
ist náið með því hvenær og
hvernig yfirvöld opni landamæri
víða um heim. Hann segist telja
að þessi ferðamáti geti verið
öruggari en margur annar og þá
sérstaklega með minni skip-
unum.
Fari allt á versta veg og engin
skip komi í sumar segir Pétur að
það yrði mikið högg fyrir marga
staði og nefnir sérstaklega
Seyðisfjörð, Ísafjörð og Akur-
eyri, með Hrísey og Grímsey.
„Við áttum von á samtals 212
skipum til þessara þriggja
hafna en fjöldinn er kominn nið-
ur í 120 skip. Ef þetta fer niður í
núll verður tekjutap hjá okkur
4-500 milljónir af um 800 millj-
ónum króna,“ segir Pétur.
Vonast eftir
minni skipum
MIKIL FÆKKUN BÓKANA