Morgunblaðið - 08.05.2020, Page 4

Morgunblaðið - 08.05.2020, Page 4
N ýlega hóf verslunin Ebson að flytja inn við- arklæðningar frá WoodUpp, sem er danskt hönn- unarfyrirtæki. Þessar viðarklæðningar setja held- ur betur svip sinn á heimilið og færa það upp á annað plan. Viðarklæðningarnar koma í sjö litum en inni á milli við- arstrimlanna er þæfð ull. Efnið er því ekki bara fallegt sem klæðning á heimili heldur virkar sem hljóðdempun líka og hefur efnið betri hljóðvist. Viðarklæðningarnar eru umhverfisvænar og koma í einingum þannig að fólk sem er þokkalega handlagið ætti að geta fest klæðningarnar upp sjálf. Hægt er að nota viðarklæðningu á nánast hvað sem er. Á heimili nokkru í Reykjavík var viðarklæðning sett undir borð- plötu á eyju og í eldhúsinu. Eins og sést á myndinni er það fer- lega vel heppnað og smart. Klæðningarnar eru mjög fallegar í ljósum viðarlit en þær eru líka ofursvalar í svörtum lit. Ef það er eitthvað sem vantar inn á heimili þitt, hvort sem það er hljóðvist eða betri stemning, þá gætu þessar viðarklæðn- ingar mögulega átt heima inni á þínu heimili. Hér er viðarklæðningin í svörtum lit og eins og sést á myndinni fegrast umhverfið um mörg prósent við þetta. Breyttu hreysi í höll Eitt það ferskasta á markaðnum í dag er við- arklæðningar. Auðvelt er að festa þær upp enda koma þær í einingum sem hægt er að festa saman án mikils vesens. Marta María | mm@mbl.is Hér er klæðning frá WoodUpp not- uð undir eyjuna og á vegginn við hliðina á. Viðarklæðningin gerir eldhúsið enn meira spennandi. Viðarklæðning- arnar koma í sjö mismunandi litum. 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.