Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 28
K lemens hugsar með auganu og nýtur sín sem stílisti bæði með Hatara og heima fyrir. Áður en hann byrj- aði í hljómsveit lærði hann til smiðs og hefur hannað húsgögn samhliða tónsmíðunum. „Ég lærði húsgagnasmíði í Tækniskólanum og fór svo í vöruhönnun í LHÍ en fann fljótt að ástríðan lá annars staðar. Ég þurfti víðara litróf til sköpunar og hef fundið athyglisbrestinum og ofvirkninni farveg í myndlistinni. Við Ronja Mogensen, konan mín, erum saman í bekk í Listaháskól- anum.“ Hefur alltaf fundið ró í því að skapa Hefurðu alltaf verið að búa eitthvað skapandi til? „Síðan ég man eftir mér! Hef alltaf fundið ró í því að skapa og það er ekkert jafn skapandi og barnslegt eðli, enda týnir maður sakleysinu einhvers staðar á yfirgefnum leikvelli og er mestalla ævina að finna hana á ný. Sköpun snýr hnettinum í endalausa hringi í hausnum á okkur og kveikir á hugmyndafluginu, sem leyfir okkur að eiga ótrúlegustu ævintýri, tjá og takast á við söknuð, sorg, ótta, vonbrigði, gleði, von, allan skalann af tilfinn- ingum sem er oft svo erfitt að hrækja út úr sér. Ég hef alltaf sótt mikið í tónlistina fyrir þessa útrás en jafnóðum í smíði og myndlist, hvort sem það var að drullumalla gúrkur úr mold, skúlptúra úr sæði og hári eða stóla úr eik.“ Hvað er gott heimili í þínum huga? „Það er alltaf talað um að heimilið sé þar sem fjölskyldan er, og það er mikið til í því. Fyrir einhverjum árum hefði ég kannski ekki sagt það og hefði aldrei ímyndað mér að vera tveggja barna faðir og trúlofaður í eldheitu ástarsambandi en heimilið og ástin stíga hönd í hönd og maður þarf að taka ákvörðun um hvar maður ætlar að lifa og deyja, svo að ég sé heimilið sem meira huglægt ástand. Gott heimili er sæmilega heilbrigður hugur en ef ég myndi ímynda mér draumaheimilið fýsískt þá væri það hús úti í sveit með smíðaverkstæði eða vinnustofu, tónlistaraðstöðu, nokkrar hænur og kannski geit sem heitir Gamli Túbal, lækur sem við vöðum allsber í, græn- metisgarður og glerhús með ávöxtum, risastór kastali uppi í tré sem hægt er að príla í og við höfðum smíðað húsið og allt inni í það sjálf.“ Seldi útskriftarverkefnið á staðnum Hvenær gerðir þú fyrsta húsgagn þitt? „Ég uppgötvaði smíðina í smíðatíma í Austurbæjarskóla, rámar í að hafa smíðað lampa með útskornu andliti fyrir mömmu og pabba, hvort það átti að vera sjálfsmynd man ég ekki. Svo renndi ég líka hafnaboltakylfu sem var svo reyndar stolið. En kannski voru fyrstu almennilegu húsgögnin sem ég hannaði og smíðaði í Tækniskólanum þegar ég var nítján ára. Það voru stóll og skenkur, sem eru í svona 70’s stíl með mód- ernísku ívafi. Fann þá ánægjuna af því að búa til einstakan not- hæfan mun sem fylgir manni út ævina og lifir helst enn lengur.“ Ég heyrði að útskriftarverkið þitt hefði selst á staðnum. Er það rétt? „Já, ég fékk pöntun frá innanhúsarkitektinum Thelmu Klemens stundar myndlistarnám í Listaháskóla Ís- lands. „Ég er naívisti með fullkomnunaráráttu“ Klemens Nikulásson Hannigan er fjölbreyttur listamaður sem hefur vakið athygli sem ögrandi popp- stjarna, Eurovisionfari og fjölskyldufaðir. Húsgögnin sem hann hannar og smíðar eru engu öðru lík. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimili Klemens og Ronju er fallegt og húsgögnin smíðuð af honum. Vandað handverk eftir Klemens. 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.