Morgunblaðið - 08.05.2020, Page 14
Þykir gaman að finna hluti á ferðalögum
Hvað keyptir þú þér síðast inn á heimilið?
„Ég á töluvert af kaffiborðsbókum sem mér finnst
skemmtilegar og síðast komst ég yfir mjög flotta þannig
bók með myndum af Audrey Hepburn teknum af Bob
Willoughby á árunum 1953-1966. Þetta er mjög vegleg
bók sem var gefin út í aðeins 1.000 eintökum og mitt ein-
tak er númer 250 og áritað af sjálfum Willoughby. Mig
langaði mikið í hana en hún var náttúrulega uppseld fyrir
löngu. Síðan fann ég hana notaða og þurfti ekki að hugsa
mig tvisvar um með þau kaupin.“
Uppáhaldslitir Helgu eru jarðtónar og brass.
„Svo finnst mér gaman að poppa upp með smá lit, þótt
ekki sé nema í til dæmis púðum, bókum eða blómum. Að
mínu mati er alltaf hægt að breyta um stemmningu með
smáhlutunum.“
Helga á sér ekki einn uppáhaldshönnuð en er hrifin af
mörgum hlutum sem gerðir eru í dag. „Skemmtilegast
finnst mér að finna hluti sem mér finnst einstakir á hinum
ýmsu stöðum og þá oft á ferðalögum. Þannig get ég tengt
þessa hluti við ferðalögin og upplifanir og þykir þá enn
vænna um þá fyrir vikið.“
Þegar kemur að barnaherbergjunum segir Helga að hún
hafi reynt að velja eins fullorðinsleg húsgögn og hún gat í
herbergi dóttur sinnar svo þau gætu nýst henni lengi.
„Við mæðgurnar erum um margt með mjög svipaðan
smekk og við völdum ljósan lit og brass inn í herbergið
hennar. Eins völdum við húsgögn með ǵðum hirslum til
að hafa herbergið snyrtilegt. Í herbergi sonar míns þá
var svipað upp á teningnum, góðar hirslur en þar völd-
um við dökkan við og bláa tóna þegar kom að málningu.
Mjög reglulega tökum við okkur til og förum í gegnum
fatnað og dót og gefum. Þannig verður meira rými í her-
bergjunum og börnin læra að það er gott að gefa.“
Helga er mikið fyrir
afskorin blóm í vasa
og kaffibækur.
Skenkur úr
Restoration
Hardware og
spegill úr
Heimahúsinu.
Ljósmynd/Saga Sig
Það fer vel um
Mörtu, dóttur
Helgu, í hennar
herbergi.
Dökkur viður
og bláir tónar
eru í barna-
herbergi Ró-
berts, sonar
Helgu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leðurstólar ættaðir af herragarði í Dan-
mörku. Skápurinn er kínverskur og er antík
og listaverkið er frá Katmandú í Nepal.
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020