Morgunblaðið - 08.05.2020, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020
G
uðrún er mikið fyrir að vera
heima og segir að það sem gerir
hús að góðu heimili sé fólkið, sál-
in, samtöl og minningar.
„Mér finnst ég alltaf komin
heim þegar myndirnar eru komnar á veggina
og bækurnar í hilluna.“
Áttu þér uppáhaldsstað heima?
„Já, það er við gluggann í borðstofunni sem
vísar til norðurs yfir Esjuna og Snæfellsjökul
og ég sé yfir í Borgarfjörðinn minn.“
Ekki þekkt fyrir að slaka mikið á
Guðrún segir hreyfingu og útivist vítamínið
hennar.
„Hvort sem það er á hestbaki, á kajak, á
fjallaskíðum, að hlaupa eða að hjóla. Það heldur
mér í góðu jafnvægi andlega ekki síður en lík-
amlega. Ég hef ennþá ekki upplifað neitt sem
góð hreyfing og útivera getur ekki lagað.
Hreyfing gerir mann betur í stakk búinn að
takast á við veikindi og áföll. Hjarta- og æða-
kerfið er í betra formi, lungun eru hraustari og
hjartað flytur blóð betur til vefja líkamans.
Þetta er það augljósa og svo er betra útlit mjög
jákvæð hliðarverkun. Síðan er það andlegi þátt-
urinn og á tímum eins og við erum að upplifa
núna er alveg gríðarlega mikilvægt að finna til
eigin getu; að takast á við lífið. Umhverf-
isaðstæður eru þess eðlis að við ráðum ekki vel
við þær og þá er svo mikilvægt að gera það sem
við getum og er á okkar valdi. Breyta því sem
við getum breytt og hreyfing gerir það tví-
mælalaust fyrir mig.“
Guðrún segist vita að ef hún passar upp á
eigin heilsu þá sé hún fær um að hugsa um fólk-
ið í kringum sig.
„Það er inni á mínu valdsviði og þá legg ég
áherslu á það. Hinn kosturinn er einfaldlega að
velta sér upp úr því sem maður ræður ekki við Eftirprentun verka eftir Kjarval prýðir veggi stofunnar.
Guðrún Jónsdóttir er menntuð í sálfræði og lýðheilsuvísindum
og hefur starfað við bæði mennta- og heilbrigðismál í gegnum
tíðina. Hún er nýflutt í húsnæði á besta stað í borginni og segir
fátt skemmtilegra en að elda og baka með sonum sínum.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Borðstofuborðið og
stólar úr Heimahúsinu.
Elskar að vera
í eldhúsinu
Eldhúsinnréttingin
er frá HTH og fæst
hjá Ormsson.
Hér er Guðrún með Esj-
una og Snæfellsjökul í
bakgrunni enda fallegt
útsýni úr íbúðinni.