Morgunblaðið - 22.05.2020, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
áherslu á samfélagslega þáttinn; að fólk geti stoppað við og
notið. Græn svæði skipta svo ótrúlega miklu máli í því sam-
hengi.“
„Gömul kona sagðist meira að segja hafa tárast af gleði“
Á sama reit stendur einnig glæsilegt grenitré sem hinn
framtakssami Anthony tók að sér að skreyta í desember í
fyrra. Alveg upp á eigin spítur.
„Mér fannst allt í einu ekkert annað koma til greina en að
setja jólaljós á tréð svo ég sótti um styrk frá bænum, fékk
hann og fór sjálfur í málið,“ segir hann.
„Þetta var gríðarlega mikil vinna sem stóð í fimm daga en
erfiðið skilaði sér svo sannarlega. Hingað flykktust bæj-
arbúar til að dást að trénu og margir sögðust ekki einu sinni
hafa tekið eftir því fyrr þrátt fyrir að hafa búið hérna alla
ævi. Gömul kona sagðist meira að segja hafa tárast af gleði
yfir fegurð trésins og það gladdi okkur ósegjanlega mikið.
Það er í raun ekkert sem gleður okkur meira en að geta gef-
ið af okkur, kynnast nýju fólki og mynda jákvæð og upp-
byggileg tengsl.“
Breytti bílskúr í hönnunarverslun og verkstæði
Þegar hjónin keyptu húsið sitt fyrir sex árum var lítið þar í
kring og erfitt að ímynda sér hvernig það leit út nú þegar
þetta verðlaunaða umhverfi blasir við. Þar sem hár trévegg-
urinn hefur verið reistur við pallinn var áður berangurslegur
og ójafn steypuveggur ataður veggjakroti. Bílskúrinn var
einnig í slæmu ásigkomulagi en með aðdáunarverðri elju
réðst Anthony í að umbreyta skúrnum í litla hönnunarbúð,
vinnustofu og samkomurými sem þau kalla The Shed en það
þýðir ósköp einfaldlega skúrinn eða kofinn. Þar selja þau fal-
legar handgerðar vörur, bæði eigin framleiðslu og frá vinum
og kunningjum, undir nafninu Reykjavik Trading Company.
Öllum er frjálst að líta þar inn en betra er að gera boð á
undan sér með því að senda skilaboð á facebook eða in-
stagram. Sjón er sögu ríkari.
https://www.facebook.com/shedhomesupply/
Öfugt við íhluti frá Apple haldast klassískir leirpottar alltaf í stöðluðum stærðum og því var þessi sérsmíðaða járngrind undir blóma-
pottana algerlega frábær hugmynd. Grindin er fest beint á vegginn og í pottunum spretta bæði jarðarber og aðrar plöntur. Undir þak-
rennunni liggja svo lítil rör sem beina regnvatninu niður og vökva þannig blómin. Hrein og klár snilld myndi einhver segja! SJÁ SÍÐU 10
Útisvæði gerast varla flottari en þetta. Hái veggurinn í bakgrunni og gólfið á pallinum voru smíðuð úr viðarpallettum sem þau Ýr og Anthony söfnuðu yfir langan tíma. Veggirnir og pallurinn eru
málaðir með svartri tjöru og viðarvörn sem skýlir vel gegn veðri og vindum. Trén og plönturnar sem standa á pallinum eru flestar frá Gróðrarstöðinni Þöll í Hafnarfirði en hjónin standa í alls kon-
ar tilraunastarfsemi í samvinnu við gróðrarstöðina við að kanna hvaða plöntum er hægt að koma á legg.
Ég hafði verið að vinna að verkefni á
Hótel Búðum og aldrei komið til
Reykjavíkur enda miklu hrifnari af
sveit en borg. Við Ýr hittumst svo bara
á dansgólfinu á Kaffibarnum, urðum
ástfangin og hér er ég, sjö árum síðar.