Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.05.2020, Qupperneq 14
hvetur fólk til þess að festa leiktæki ekki í tré snemma á vorin þegar börkurinn er sem viðkvæmastur og vöxtur að hefjast. „Öspin er viðkvæm og því best að leyfa vextinum að komast í gang og bíða fram í júní ef það á að festa eitthvað í hana. Annars er þetta held ég bara spurning um heilbrigða skynsemi. Ef fólk velur þokkalega sverar greinar sem svigna ekki til þess að hengja rólur í, ekki grennri en 7-8 cm, skiptir ekki öllu máli hvers konar tré verða fyrir valinu.“ Rúnar bendir einnig á að gott sé að fyrirbyggja nuddsár eftir víra eða kaðla með því að setja eitthvað utan um börkinn þar sem kaðallinn liggur og nuddast við tréð. Djúp nuddsár allan hringinn geta truflað það að næringarefni nái að komast niður í rót trésins frá krónum þess. En hvað með festingar sem boraðar eru inn í tré, þolir tréð það? „Ég myndi alltaf frekar reyna að nýta það sem tréð hefur. Mörg tré eru margstofna og því með margar greinar sem hægt er að velja úr og þá er líka gott að reyna að dreifa þyngd- inni. Ef festingar eru boraðar í tréð myndi ég líklega bora þær niður í haust og leyfa trénu að jafna sig eftir leik sumarsins.“ Ef keyptur er standur fyrir hengirúm má setja það upp hvar sem er, bæði inni og úti. Bómullarhengirúm geta upplitast í sólinni en það er mýkra að liggja í þeim en hengirúmum úr næloni. Ef hengirúm er fest í tré þarf að passa upp á núningssár á berkinum. „Síðan er mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum framleiðandans, bæði hvað varðar uppsetningu og notkun. Hengirúm eru t.d. gerð fyrir ákveðna þyngd og ákveðna hæð frá jörðu. Eins þarf að ganga frá festingum á ákveðinn hátt.“ Til eru margar gerðir hengirúma. Skoðið til að mynda úrvalið hjá IKEA, Krumma og Coolshop. 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 Sumarblóm, gjafarvara, skreytingar afskorin blóm og potta- plöntur í úrvali Múmín Rosendahl Breiðumörk 12 – s 483 4225 – blomaborg@centrum.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.