Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020
iskonar dollur og ílát – eittsinnumbúðir – sem
henta fyrir sáningu eða langvarandi ræktun.
Endurvinna allan lífrænan eldhúsúrgang í
moltugerð og nota moltuna svo sem íblöndun í
ræktunarmold,“ segir hann og bendir á að á
netinu megi finna ýmiskonar útfærslur á því
ferli.
Svona má snuða sniglana
Margir eiga í stríði við hverskonar innrás-
ardýr í görðum sínum. Hafsteinn segir að það
sé ekki mikið um að kettir eða önnur heim-
ilisdýr valdi usla í matjurtagörðum en mýs og
rottur geti nagað kartöflur og annað rótar-
grænmeti.
„Sniglar hafa lengi verið til leiðinda í mat-
jurtagörðum og munu verða það um aldir alda
er ég hræddur um. En við þeim má bregðast
með því að tína þá upp og fyrirkoma þeim í
hvert sinn sem þeir sjást. Nota má svokallaðar
„bjórgildrur“ t.d. skyrdollur eða niðursuðu-
dósir sem grafnar eru niður og hellt ögn af
maltöli, bjór eða þurrgersblönduðum sykur-
legi í botninn á þeim og dollurnar svo grafnar
niður þannig að opið á þeim sé því sem næst
við moldaryfirborð,“ útskýrir hann.
Á
rið 2018 hlaut hann heið-
ursverðlaun garðyrkjunnar en
hann hefur alla tíð verið gjöfull að
miðla yfirgripsmikilli þekkingu
sinni á garðyrkju og ræktun til al-
mennings og áhugamanna og
þannig haft mótandi áhrif á garðyrkju hér á
landi.
„Í nágrannatungumálum íslenskunnar nær
hugtakið „kúltúr“ yfir hugtökin garðrækt, ak-
uryrkju, kvikfjárrækt, skógrækt, sjávarútveg,
höggmyndalist, málaralist, ritlist, leiklist,
lækningar, skólarekstur og tónlistarflutning,
svo eitthvað sé nefnt af mannlegum athöfn-
um,“ segir Hafsteinn þegar hann er spurður að
því hvort hann sjái sóknarfæri í garðyrkju hér
á landi og kannski tækifæri sem betur mætti
nýta. „Menningarþjóðir munu því áfram
stunda garðyrkju og allt af þessu, en líklega í
takti við aldafar, stjórnsýslusveiflur og tíð-
aranda eins og verið hefur,“ bætir hann við.
Nú þegar atvinnuleysi hefur sjaldan verið
meira liggur beint við að spyrja Hafstein hvort
hann lumi á ráðum um hvernig hægt sé að
spara peninga við garðyrkjuna.
„Það má til dæmis gera með því að nýta ým-
Garðyrkja er
kúltúr eins og
myndlist og
matargerð
Hafsteinn Hafliðason er meðal þekktustu garðyrkjumanna
landsins. Hann sá meðal annars um garðyrkjuþætti í útvarpi
og sjónvarpi á árunum 1982-1995 og starfaði í mörg ár hjá
Blómavali í Sigtúni sem sölumaður og neytendaráðgjafi. Þá
er hann stjórnandi hópsins Stofublóm, inniblóm, pottablóm
á Facebook og er óspar á heilræðin þar, blómaunnendum
til gagns og gamans.
Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com
ER PLANIÐ SKÍTUGT?
Fáðu tilboð í s: 577 5757
GÖTUSÓPUN
ÞVOTTUR
MÁLUN
www.gamafelagid.is