Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 29

Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 29
M eð hvaða fatnaði mælir þú í garðinum eða útilegu? „Ég mæli með fallegum ullarslám og teppum sem hægt er að vefja um sig eða sitja á. Við hjónin borðum gjarnan í garðinum á góðum dögum með fjölskyldu og vinum og þá er gott að eiga nóg af ponsjóum og teppum þegar maður situr fram eftir í íslensku sumarnóttinni. Í þessu Covid-ástandi hef ég reynt að tileinka mér að dressa mig aðeins upp á hverjum degi, jafnvel þó að maður sé bara í garðverkum, það verður allt svo miklu skemmtilegra þegar maður er fallega klæddur.“ Er eitthvert eitt efni betra en annað? „Ullin er frábær, m.a. fyrir þær sakir að hún heldur hita þó að hún blotni, sem t.d. bómull gerir ekki. Það er til að mynda lífsnauðsynlegt að eiga góða ullarsokka því kaldir fætur geta skemmt annars frábæran dag.“ Hvað ætlarðu að gera sjálf í sumar? „Ég hlakka mikið til sumarsins og stefni á að njóta þess að vera úti í náttúrunni og þess sem ferðaþjónustan okkar hefur upp á að bjóða. Það er svo margt spennandi í boði um allt land sem ég hef aldrei próf- að sjálf og kannski bara heyrt af hjá erlendum ferðamönnum. Ég er líka viss um að við Íslendingar verðum svo miklu skemmtilegri gest- gjafar eftir þetta sumar, þegar við sjálf erum kannski búin að ferðast meira innanlands en venjulega.“ Skiptir garðurinn miklu máli? „Já, manni líður svo vel eftir góðan dag í garðinum og svo fyllist maður enn meira þakklæti ef sólin lætur sjá sig.“ Að klæða sig upp á fyrir garðverkin Bergþóra segir gott að vera í ull þegar maður situr fram eftir í garðinum í sumar. Bergþóra segir gott að eiga nóg af ponsjóum fyrir garðinn. Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður og annar eigandi hönnunarfyrirtækisins Farmers Market - Iceland, mælir með fallegum ullarslám í sumar. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 29 Led húsnúmer Falleg húsnúmer í öllum stærðum og gerðum Sérsmíðum númer á öll hús og fjölbýli • Ledlýsing sem endist og eyðir litlu rafmagni • Hægt að fá í lituðu áli eða ryðfríu stáli • Verið velkomin á facebooksíðu okkar: Led húsnúmer Best er að panta í gegnum facebooksíðuna okkar: Ledhúsnúmer Einnig hægt að hringja í síma 775 6080 FACEBOOK.COM/HELLUHREINSUN | S. 775 6080 ERU HELLURNAR ÓHREIN GRÓÐRASTÍA? Við hreinsum, söndum og húðum svo þær verða eins og nýjar NÚ ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ LEITA TILBOÐA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.