Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 35

Morgunblaðið - 22.05.2020, Page 35
ur. Að ekki sé minnst á Covid-tímabilið þegar allt var lokað, þá var það algjör lúxus að hafa pott í bakgarðinum,“ segir Hallur. Andrea samsinnir og bætir við: „Ég er ekki viss um að við hefðum notað hann jafn mikið ef við hefðum ekki sett hita í pallinn. Það munar um það þegar verið er að trítla út að vetri til. Það hefur verið mjög notalegt að fara í pottinn á kvöldin og svo beint upp í rúm.“ Potturinn sem um ræðir er óvenjulegur að því leyti að hann var steyptur í einu lagi ofan í stéttina og eins er hann eins og kuðungur í laginu. Hallur segir að engin teikning hafi verið gerð af pottinum heldur var farið beint í það að gera form úr krossvið sem var svo minnkað þar til rétt stærð var fundin. „Pott- urinn var eiginlega bara hannaður á staðn- um en fyrirmyndin er heitasti potturinn í Akureyrarlaug, hann er með svipað lag og Hallur lætur fara vel um sig í pottinum sem hefur komið sér sérlega vel yfir Covid-tímann. Potturinn er í raun eins og útibaðkar því það er látið renna í hann fyrir hverja notkun.  SJÁ SÍÐU 36 FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2020 MORGUNBLAÐIÐ 35 Fullkomin slökun í pottinum trefjar.is Skoðaðu úrval heitra potta og aukahluta í vefverslun okkar Pottarnir frá Trefjum eru sérhannaðir fyrir íslenskar aðstæður og framleiddir í Hafnarfirði Sendum frítt um land allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.