Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.12.2020, Side 8

Víkurfréttir - 29.12.2020, Side 8
Skólaslit haustannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram laugardaginn 19. desember. Að þessu sinni útskrifuðust 83 nemendur; 73 stúdentar, tólf úr verknámi, átta úr starfsnámi og einn af framhaldsskólabraut. Þess má geta að sumir luku prófi af fleiri en einni braut. Karlar voru 46 og konur 37. Alls komu 54 úr Reykjanesbæ, átján úr Suðurnesjabæ, sjö úr Grindavík og einn úr Vogum. Þá kom einn frá Bolungarvík, Húsavík og Garðabæ. Að þessu sinni var útskriftin með breyttu sniði vegna fjöldatak­ markana. Útskriftarnemendum var skipt í tuttugu manna hópa og kom hver hópur í salinn og tók við skírteinum sínum. Engir gestir gátu verið viðstaddir en þess í stað var dagskránni streymt. Að öðru leyti var dagskráin með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson, skóla­ meistari, afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir, aðstoðarskólameistari, flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Júlíus Viggó Ólafsson, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Kristjana Hildur Gunnarsdóttir, kennari, flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju fluttu nýstúd­ entar tónlist við athöfnina en þar lék Kristján Jón Bogason á píanó, Júlíus Viggó Ólafsson söng og Már Gunn­ arsson söng og lék á píanó. Við athöfnina voru veittar viður­ kenningar fyrir góðan námsár­ angur. Júlíus Viggó Ólafsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda skólans, Aron Elvar Ög­ mundsson, Fanney Lovísa Bjarna­ dóttir og Thelma Lind Pálsdóttir fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í félagsfræði, Olivia Anna Canete Apas fyrir árangur sinn í fata­ og textílgreinum, Eva Rós Jónsdóttir fyrir myndlist og Ronnel Haukur Viray fyrir þýsku. Vigdís María Þórhallsdóttir fékk viður­ kenningu fyrir árangur í félagsfræði og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum, Kristjana Oddný Björgvinsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan ár­ angur í líffræði og einnig fyrir efna­ fræði, Jóhanna Lilja Pálsdóttir fékk viðurkenningu fyrir árangur sinn í spænsku og verðlaun frá Verkfræði­ stofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði, Margrét Ír Jónsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan ár­ angur í efnafræði og hún fékk einnig verðlaun frá Verkfræðistofu Suður­ nesja fyrir góðan árangur í stærð­ fræði og þá fékk Siguróli Valgeirsson verðlaun frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í verk­ og starfsnámi og hann fékk einnig gjafir frá Johan Rönning, Reykjafelli og Ískraft fyrir góðan árangur í rafiðngreinum. Martyna Daria Kryszewska fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku og efnafræði, hún fékk verð­ laun frá Verkfræðistofa Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði, gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan ár­ angur í stærðfræði og raungreinum og verðlaun frá Hinu íslenska stærð­ fræðifélagi fyrir góðan árangur í stærðfræði. Eiríka Lín Friðriksdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan ár­ angur í ensku, spænsku, viðskipta­ fræði, hagfræði og líffræði. Natalia Jenný Lucic Jónsdóttir fékk viður­ kenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í íslensku, spænsku, efnafræði og líffræði, hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í íslensku, verðlaun frá Verkfræði­ stofa Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði og gjöf frá Þekkingar­ setri Suðurnesja fyrir góðan árangur í náttúrufræðigreinum. Arndís Lára Kristinsdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku, íslensku og spænsku, hún fékk gjöf frá Lands­ bankanum fyrir góðan árangur í er­ lendum tungumálum, verðlaun frá Verkfræðistofa Suðurnesja fyrir ár­ angur sinn í stærðfræði og verðlaun frá Hinu íslenska stærðfræðifélagi fyrir árangur í stærðfræði. Kristján Ásmundsson skóla­ meistari afhenti 100.000 kr. náms­ styrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlaut Arndís Lára Kristinsdóttir styrkinn. Hún útskrifaðist af Fjölgreinabraut með meðaleinkunnina 9,62. Arndís hlaut einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu ein­ kunn á stúdentsprófi. ARNDÍS LÁRA KRISTINSDÓTTIR DÚX FS MEÐ MEÐALEINKUNNINA 9,62 Fjölbrautaskóli Suðurnesja útskrifaði 83 nemendur af haustönn í fámennri útskriftarathöfn Arndís Lára Kristinsdóttir útskrifaðist af Fjölgreinabraut með meðaleinkunnina 9,62. Kristjana Hildur Gunnarsdóttir kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Vegna samkomutakmarkana var ávarpið tekið upp fyrir athöfnina. Frá útskriftarathöfninni í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Athöfnin var sýnd í beinni útsendingu á vef Víkurfrétta og á vef skólans. Frá útskrift á haustönn 2020 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ljósmyndir: Oddgeir Karlsson Júlíus Viggó Ólafsson söng við undirleik Sævars Helga Jóhannssonar. Kristján Jón Bogason lék á píanó. 8 // VÍKurFrÉttir á suðurNEsjum Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.