Vesturbæjarblaðið - des. 2020, Page 2
2 Vesturbæjarblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Morgunblaðið
12. tbl. 23. árgangur
Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101.
E f litið er um aldarfjórðung aftur í tímann blasti við allt önnur Reykjavík en í dag. Svo miklar breytingar hafa orðið – einkum
á Miðborginni og nágrenni að sum svæði eru óþekkjanleg.
Á rum saman voru stór borgarsvæði illa nýtt og jafnvel auð. Dæmi um það er athafnasvæði gömlu hafnarinnar. Það
einkenndist af ófrágengnum malarplönum sem rauk úr á þurrum
dögum og voru nýtt fyrir dagbílastæði skrifstofufólks sem
starfaði í Miðborginni.
Hverfisgata var í þvílíkri niðurníðslu að til ólíkinda má teljast. Fyrir ofan þjóðarhúsin – Safnahúsið, leikhúsið og danska
sendiráðið var við götuna samsafn af niðurníddum húsum og
jafnvel brunarústum. Um 1970 var Bernhöftstorfan enn við
hrun. Við Lækjarkötuna var stórt malarsár eftir húsbruna sem
varð fyrir mörgum árum og við hliðina hálfónýtt bankahús sem
skemmt hafði í sama bruna. Fjalarkattarlóðin við Aðalstræti var
í svipuðu ásigkomulagi. Sór svæði sitt hvoru megin flugvallar í
Vatnsmýrinni voru ekkert nýtt. Dæmin eru fleiri.
Enn má finna óhrjáleg og ónýt hús á miðborgarsvæðinu. Hús sem mörg hafa lokið hlutverki sínu en standa ef einhverjum
ástæðum og eru engum til sóma.
Á lög virtust á yfirvöldum borgarinnar að horfa fram hjá þeirri vannýtingu lands, niðurníðslu og jafnvel óskapnaði sem
fyrir augu bar um miðja borgina. Horft var til lengri átta. Jafnvel
til ystu svæða borgarmarkanna. Þar skyldi uppbyggingin verða.
Þessa fásinnu gagnvart Miðborginni og nágrenni er erfitt ef ekki
ómögulegt að skilja.
Á undanförnum árum hefur orðið alger viðsnúningur í uppbyggingu Miðborgarinnar. Hverfis- og Skúlagata hafa
verið endurbyggðar. Einnig Borgartún og nú Kirkjusandur.
Allt hafnarsvæðið vestur að Ánanaustum hefur verið tekið til
nútímalegrar endurnýjunar. Í Vatnsmýrinni og við Hlíðarfótinn
hafa risið bæði íbúða- og vísindahverfi. Áfram mætti telja.
Borgin er gerbreytt.
Gerbreytt borg
DESEMBER 2020
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Ákveðið hefur verið að byggja
fjölnota knatt húss á íþróttasvæði
KR í vesturbæ Reykjavíkur. Til
laga að deiliskipulagi sem verið
hefur til umræðu síðustu misser in
gerir ráð fyrir mikilli upp byggingu
íþróttamann virkja og íbúða á
KR svæðinu. KR hefur lagt mikla
áherslu á fjöl notahúsið og nú hefur
borgar ráð samþykkt að taka málið
til umfjöllunar.
Undanfarin ár hefur KR átt í
viðræðum og samstarfi við Reykja-
víkurborg um uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja á KR svæðinu með það að
markmiði að bæta aðstöðu félagsins
til íþrótta- og félagsstarfs. Nú sér
fyrir endann á fyrsta hluta þeirrar
vinnu. Á þessu ári var ráðist í vinnu
við að skilgreina og forgangsraða
uppbyggingu íþróttamannvirkja á
höfuðborgarsvæðinu og raðaðist
fjölnota knatthúss á KR svæðinu hátt
í þeirri þarfagreiningu. Borgar ráð
samþykkti að ganga til viðræðanna
við KR á grundvelli fyrri yfirlýsinga
KR og borgar innar. Ljóst er að með
tilkomu nýs fjölnota knatthúss á
KR svæðinu verður gerbylting í
allri íþróttaaðstöðu KR inga. Snæ
arkitektar og ASK arkitektar eru að
vinna deiliskipulagið fyrir KR.
Knatthús verður
byggt á KR svæðinu
- mun gerbreyta allri aðstöðu til íþrótta
Meðfylgjandi mynd er klippt úr tillögu að breyttu deiliskipulagi, en
ljóst er að endurskoða þarf deiliskipulagið ef ráðist verður í bygg
ingu fjölnotahússins innan tíðar.
Stefnt er að því að byggja 26 litlar íbúðir með
garði þar sem brunarústirnar eru á Bræðra
borgarstíg. Gert er ráð fyrir að reisa klasa af litlum
íbúðum með mikilli sameign byggðar utan um
garðinn og gæta verður þess að götumyndin er
viðkvæm. Hugmyndin er að þessar íbúðir verði
ætlaðar eldri borgurum og einkum konum sem eru
orðnar einstæðar. Hafist er handa við að fjár magna
verkefnið og hafa ýmsir aðilar þegar látið í ljós
áhuga á að taka þátt.
Það er Þorpið vistfélag sem hefur fengið samþykkt
kauptilboð í húsið og húsið við Bræðraborgarstíg
þrjú sem stendur við hliðina á því. Kaupverðið er
trúnaðarmál en það ræðst að einhverju leyti af
sam ningum við tryggingafélagið sem standa yfir og
vonast er til að unnt verði ljúka á næstu vikum.
Bygginga fulltrúi Reykjavíkurborgar hefur sagt að
brunna húsið sé hættulegt og að það gæti fokið í
næstu lægð. Deilur milli fyrri eigenda og trygginga-
félags hafa komið í veg fyrir það að unnt væri að
hefja niðurrif og hreinsun. Eignirnar eru keyptar
í því ástandi sem þær eru og mun kaupandinn
hefja hreinsunarstarf svo fljótt sem auðið er.
Ætlunin er að endurbyggja Bræðraborgarstíg þrjú
í upprunalegri mynd.
Endurbygging við Bræðraborgarstíg
Ætlunin er að byggja klasa af litlum íbúðum við
Bræðraborgarstíg 1 og endurbyggja húsið við
Bræðraborgarstíg 3.