Vesturbæjarblaðið - des. 2020, Síða 5

Vesturbæjarblaðið - des. 2020, Síða 5
mín og góð vinkona. Talsvert af fólki sem ég var með í Hagskóla hefur orðið þekkt í samfélaginu.” Melaskóli einstök bygging Ástríði er annt um gamla skólann sinn – ekki síður húsið en stofnunina. Segir að þessi fallega bygging sem var teiknuð af Einari Sveinssyni arkitekt og húsameistara Reykjavíkur á sínum tíma megi ekki drabbast niður. “Mér finnst vanta upp á að viðhaldi skólabyggingarinnar hafi verið sinnt nægilega vel á undanförnum árum. Það er gott að spara en sparnaður má ekki verða til þess að verðmæti eins og ég tel vera í húsi Melaskólans skemmist af skorti á viðhaldi. Þegar Ingi Kristinsson var skólastjóri var hann seigur við að kreista út peninga til þess að sinna því sem ábótavant var. Mér finnst þessu ekki eins vel sinnt núna. Byggingin er sérstök og var einstaklega glæsileg þegar hún var reist og þarf að vera það áfram. Það er líka dýrt að láta hluti skemmast.” Ástríður rifjar upp að hún hafi eitt sinn hitt erlendan mann fyrir utan skólann. “Hann var að mig minnir Bandaríkjamaður, trúlega arkitekt eða byggingafræðingur og gisti á Hótel Sögu. Ég hitti hann á rölti fyrir utan Melaskólann þar sem hann var að virða húsið fyrir sér. Hann spurði mig hvort hann gæti fengið að skoða það að innanverðu. Ég bauð honum að koma inn og ég skyldi sýna honum skólahúsið. Við gengum um allt húsið og hann virti það fyrir sér. Honum fannst þetta einstök bygging bæði að utan sem að innan. Melaskólinn má ekki drabbast niður.” Höfundur “Sörunnar” Ástríður er löngu þekkt fyrir fleira en kennslu. Hún er höfundur “Sörunnar” smáköku sem mörgum finnst lífsnauðsynleg með kaffinu um jólin. Hvernig kom Saran til. “Þetta byrjaði þannig að ég fann uppskrift í sænsku blaði og þróaði mína smáköku út frá henni. Ég bætti meðal annars kaffidufti í kremið. Ég kenndi svo vinkonum mínum í Melaskóla að baka þessar kökur. Einhvern veginn færðist þetta mann frá manni eins og gengur. Sörunafnið er hins vegar ættað frá Danmörku. Sá kökur í dönsku blaði sem báru svipað heiti. Þannig varð Saran til.” 5VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2020 J bekkur í Melaskóla. Stúlkur að breiða saltfisk til þurrkunar á athafnasvæði BÚR við Meistaravelli. Ástríður fremst til vinstri. Í miðjunni er stúlka frá Ameríku sem var í heimsókn hér á landi og fékk að grípa í vinnu með hinum krökkunum

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.