Vesturbæjarblaðið - des. 2020, Page 10

Vesturbæjarblaðið - des. 2020, Page 10
10 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2020 Íbúasamtök Miðborgar Reykja víkur telja að hætta stafi af tugum húsa á Miðborgar­ svæðinu sem staðið hafa auð og vanrækt um lengri tíma – jafnvel svo áratugum skipti. Samtökin hafa skorða á byggingafulltrúa, heilbrigðiseftirlit, borgarfulltrúa og þingmenn að haga því þan­ nig að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu fjölmiðlum fyrir nokkru. Í yfirlýsingunni segir að í miðborg Reykjavíkur séu tugir húsa sem ekki eru nýtt og hafa sum þeirra staðið auð og vanrækt í áratugi. Ástand margra þessara húsa er með þeim hætti að af þeim stafar hætta, umhverfi þeirra subbulegt og óheilsusam­ legt og ítrekað hafi kviknað í sumum þeirra sem sett hafi sett nærliggjandi byggð í hættu. Íbúasamtökin genda á að ástæður fyrir vanrækslu eigenda þessara húsa séu eflaust margvíslegar en núverandi ástand sé óþolandi fyrir nágranna þessara yfirgefnu húsa. Þau nýtist engan veginn til íbúðar eða fyrir atvinnustarfsemi. Sum þeirra séu aldursfriðuð. Stjórn Íbúasamtaka Miðborgarin­ nar hefur skorað á borgaryfirvöld og heilbrigðisyfirvöld að nota þau verkfæri sem embættin hafa til að koma í veg fyrir þetta háttalag og á borgarfulltrúa og á þingmenn Reykjavíkur norður að beita sér fyrir því að lög og reglugerðir verði gerðar svo skýrar að húseigendur komist ekki upp með að láta hús sín standa auð og vanrækt um langa hríð. Þá láta samtökin einnig fylgja greinargerð með tilkynningunni, þar sem fram kemur að stjórn samtakanna hafi á undanförnum fundum rætt talsvert ástand nokkurra húsa í miðborginni „sem teljast verður ámælisvert vegna vanhirðu“. Glæsihýsi óíbúðarhæft eftir tíð eigendaskipti Í greinargerðinni er að finna fjölmörg dæmi um hús sem staðið hafa auð í langan tíma, þar á meðal eru timburhús að Þórs­ götu 3 sem byggt var snemma á síðustu öld og steinbærinn að Klapparstíg 19 sem byggður var 1879 og er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í Skuggahverfi. Einnig er sérstaklega fjallað um Esjuberg, húsið að Þingholts­ stræti 29a sem upphaflega hét Villa Frieda. Það var byggt 1916 og er friðað. Húsið sést á mynd­ inni efst í fréttinni. „Í þessu húsi var Borgarbókas­ afnið til húsa um árabil en þegar það flutti í Tryggva götuna um aldamótin keypti ungur athafnamaður húsið til að stofna í því frumkvöðlasetur fyrir ungt fólk. Lítið varð úr þeim fyrir­ ætlunum og keypti norskur málari húsið og bjó í því til 2008. Þá keypti athafnakona Esjuberg og hóf strax að byggja við það og breyta því að innan en lauk aldrei framkvæmdum og árið 2013 komst það í eigu fjárfestingar­ félags. Síðan hefur harla lítið gerst og er þetta fallega og sögu­ fræga hús nú óíbúðarhæft,“ segir í greinargerð samtakanna. Þá er að finna í greinargerðinni hús við Veghúsastíg 1, Vatnsstíg 4, Laugaveg 33A, Óðinsgötu 14 a og b, Njarðargötu 35 auk fleiri húsa. Greinargerðina ásamt myndum af húsunum má nálgast í tengdum skjölum neðst í fréttinni. „Stjórn íbúasamtakanna skorar á borgaryfirvöld að ganga í þetta mál sem allra fyrst og beita þeim úrræðum sem lög heimila til lausnar á þessu vandamáli. Ekki nóg með að ástand umræddra húsa sé til mikilla lýta heldur fylgir þeim hætta fyrir nágranna þar á meðal brunahætta,“ segja samtökin. Mörg vanrækt hús á miðborgarasvæðinu Steinbærinn við Klapparstíg 19 var byggður 1879 og nýtur því aldursfriðunar. Hann myndi af þeim sökum ekki fást fjarlægður auk þess sem gömlu steinbæirnir njóta sérstakrar athygli húsfriðunar­ sinna. Það breytir þó engu um að þessi hús þarfnast viðhalds eigi þau að sóma sér sem sögulegar minjar.. Landsspítalinn hlaut loftslagsverðlaunin Landsspítalinn hlaut loftslagsviðurkenning Festu og Reykjavíkurborgar að þessu sinni en hún var veitt í fjórða sinn. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Við matið var horft til ýmissa þátta, einkum til þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Í rökstuðningi dómnefndar segir að eitt meginmarkmið Landspítala var að draga úr losun um 40% fyrir árslok 2020 miðað við losun ársins 2015. Aðgerðir spítalans hafa sýnt góðan árangur en á milli 2018 og 2019 var samdráttur í losun rúm 17% og spár sýna að markmið þeirra um 40% samdrátt í losun fyrir lok ársins 2020 muni nást. Settur var upp búnaður til að eyða glaðlofti. Þá hefur notkun á olíukatli til orkuframleiðslu verið hætt og rafmagn er nú notað í staðinn. Þessar tvær aðgerðir munu minnka losun CO2 ígilda spítalans sem svarar til rúmum 1000 tonnum á ári. Samgöngusamningar við starfsfólk hafa leitt til þess að fjölmargir nýta sér nú vistvæna ferðamáta. Aðstaða hjólreiðafólks var stórbætt við starfsstöðvar og í ár fór spítalinn í samstarf með Strætó um niðurgreiðslu árskorta og hefur virkum árskortum fjölgað úr 130 í 540 á einu ári. Páll Matthíasson forstjóri Landsspítalans tekur við viðurkenning unni frá Degi B. Eggertssyni borgastjóra. - skapa hættu og eru lítt til þrifnaðar STÍLBÓKSTÍLBÓK Sjálfstætt starfandi apótek sem býður persónulega þjónustu og hagstæð verð á lyfjum og öðrum heilsutengdum vörum. L AUGAVEGI 46 S: 414 4646 Elli- og örorkulífeyrisþegar njóta sérkjara hjá Íslands Apóteki Opnunar- tímar: Virka daga 11.30-18.00 Laugardaga 10.00-16.00 Sunnudaga Lokað Opnunartímin hefur breyst tímabundið! Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jól og farsældar á komandi ári Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. Skeljagrandi 1 · 107 Reykjavík Sími 899 3417 · www.tolvuland.is PC og Apple tölvuviðgerðir Fullkomið tölvuverkstæði og margra ára reynsla og þekking fagmanna

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.