Vesturbæjarblaðið - dec 2020, Qupperneq 13
13VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2020
Rómanir í Reykjavík
Fólk af erlendum uppruna
er ekki nýlunda hér á landi. Við
Hlíðarhúsastíginn sem er neðsti
hluti Vesturgötu var eitt af
allra hrörlegustu kotunum í
Vesturbænum og hét Helluland.
Í þessu hreysi átti heima kona
sem var kölluð Rómanía. Ekki er
vitað til að hún hafi átt eiginmann
eða börn. Hún var sögð nokkuð
gild, lág vexti, dálítið lotin í
herðum og með mikið hrafnsvart
hár sem hélt litnum þrátt fyrir
aldurinn. Augun voru móbrún og
tinnuhvöss, og eins og gneistaði af
þeim ef hún skipti skapi. Andlitið
var kringluleitt og smáhrukkótt.
Andlitslitur hennar var gulbrúnn.
Hún gat tæpast verið af norrænu
bergi brotin. Hún þótti skaphörð
og óvægin í orðum og athöfnum.
Margir trúðu því að Rómanía væri
göldrótt og að bölbænir hennar
yrðu að áhrínsorðum. Á þessum
tíma kom önnur kona við og við
í bæinn. Hún var kölluð Manga
dauðablóð. Hún mun hafa verið á
fimmtugsaldri með tinnusvart hár
og skolbrúnt andlit. Ónorræn að
útliti. Manga var í meðallagi á vöxt,
beinvaxin og bar höfuðið hátt. Hún
var skartgjörn. Hafði mikið dálæti
á skærum litum, og notaði því
marglitan höfuðklút, grænt slifsi
og rauða svuntu. Hún mun hafa átt
einhverja kunningja í bænum, sem
hún heimsótti, því að aldrei sníkti
hún í húsum eða á götum úti. Af
lýsingum á þessum konum má
draga þá ályktun að þær hafi verið
af ættum rómafólks sem stundum
hefur verið kallað sígaunar
hér á landi. Rómanir hafa verið
flökkuþjóð. Trúlega hafa menn af
ættum rómana komið hingað til
lands – hugsanlega með frönskum
fiskiskipum og náð að kasta sæði í
fróan veg á meðan skipin lágu við
festu.
Gvendur Vísir og Álfrún
vatnskerling
Í næstvestasta Hlíðarhúsa
bænum sem var kallaður Sund
bjuggu saman Gvendur Vísir og
Álfrún vatnskerling. Vísis nafnið
fékk Guðmundur vegna þess að
hann var um tíma aðstoðarmaður
hjá Skotfélagi Reykjavíkur. Hann
þótti seinlátur og lítt vinnugefinn.
Álfrún var grannholda og fremur
lág vexti, kvik á fæti og hin
mesta áhugamanneskja í starfi
sínu. Hún stundaði vatnsburð
frá Prentsmiðjupóstinum til
margra heimila í Miðbænum og
Grjótaþorpinu. Hún naut stundum
aðstoðar Guðmundar þegar
annasamt var. Gekk oftast á undan
honum og leit oft við til þess að
hvetja hann áfram. Hún kunni
illa seinagangi hans. Ekki er vitað
hvert sambúðarform þeirra var
en ekki voru það eintóm ástarorð
sem hún talaði til Guðmundar. Þau
dugðu þó illa því að maðurinn var
hinn mesti letingi.
Símon Dalaskáld
Ýmsir f l e i r i sér lundað i r
einstaklingar áttu sér dvalarstað
á þessum slóðum um lengri eða
skemmri tíma. Einn þeirra var
Símon Bjarnason. Hann tók
sér snemma kenningarnafnið
Dalaskáld og kenndi sig við Skaga
fjarðardali. Hann var fæddur
1844 í Blönduhlíð og lifði til 1916.
Símon var elstur af 13 systkinum.
Hann fór að heiman fljótlega eftir
fermingu og var í vinnumennsku
í Skagafjarðardölum. Hann giftist
og átti börn sem öll dóu ung
nema eitt. Hann fékkst um tíma
við búhokur en var þó mest í
ferðalögum. Hann fór um allt land
og seldi ritverk sín og fleira. Hann
var ekki umrenningur eða betlari.
Miklu fremur skemmtikraftur
sem ferðaðist um og stytti fólki
stundir. Hann hafði ekki fastan
gistingarstað í Reykjavík en átti
þó víða innhlaup hjá fornum
kunningjum, eftir því sem honum
sjálfum sagðist frá. Margar sögur
eru til af Símoni. Ein er sú að eitt
sinn mun hann hafa komið að
morgni dags í Landsprentsmiðjuna
við Aðalstræti þræl timbraður.
Hann sagðist hafa skotist inn í
hlöðuna hjá blessuninni honum
séra Þórhalli í Laufási. Oft minntist
hann á góðan viðurgerning
við s ig á Laufásheimil inu.
Þennan morgunn þótti prent
smiðjumönnum Símon vera með
ein kennilegan trefil um hálsinn
og spurðu hann hvar hann hefði
fengið hann. Sagðist hann hafa
gripið hann einhvers staðar þar
sem hann hefði komið um kvöldið
því að sér hefði verið orðið kalt.
Rakti hann svo þetta af hálsinum
og kom þá í ljós að það voru
kvenbuxur úr rauðu flúneli.
Kveðskapur Símonar fór fyrir
brjóstið á sumum. “Landhreinsun
mikil má það teljast í bókmenntum
vorum, ef að það er sönn fregn,
er oss hefir munnlega borizt,
að ið alræmda leirskáld Símon
Bjarnarson, er kallaði sig sjálfur
„Dalaskáld,“ sé látinn.“ Á þessum
orðum hóf Jón Ólafsson ritstjóri
dánarfregn sem hann birti í blaði
sínu Skuld þann 1. nóvember
1877. Þess má geta að Símon var
um þrítugt og snarlifandi þegar
þessu orð voru rituð. Ritháttur
sem þessi varð ekki til með
samfélagsmiðlum nútímans.
Svo tóku vistheimilin við
Hér er aðeins minnst á fáa af því
sérkennilega fólki sem tengdist
horninu á mótum Aðalstrætis og
Vesturgötu með einhverju móti.
Þetta sýnir að sumt fólk hefur
alltaf haft tilhneigingu af ýmsum
ástæðum til þess að fara utan
alfaraleiðar. Þegar byggðin tók á
sig meira borgarform þótti ýmum
nauðsynlegt að fjarlægja þetta
fólk úr húsaskrífum og af götum.
Þá hófst saga vistheimilanna sem
enn þann dag í dag eru að berast
fregnir af hvernig farið var með
fólk. Ef til vill leið því ekkert verr
frjálsu á ráfi um götur bæjarins.
Sæfinnur með sextán skó.
Þekktastur vatnsberanna og
bugaður af ástarsorg.
Vatnsberar í Reykjavík um aldamótin 1900. Vera má að þarna fari
Gvendur Vísir og Álfrún vatnskerling. Sérkennilegt par eða ekki par.
Símon Dalaskáld svaraði yfirleitt fyrir sig þegar á hann var deilt.
Hann freistast meira að segja til að svara eigin andlátsfregn.
Gefðu tíma um jólin
www.gilbert.is
Vesturhlíð 2 | Fossvogi
s. 551 1266 | utfor@utfor.is
utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM
ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár