Vesturbæjarblaðið - Dec 2020, Page 15

Vesturbæjarblaðið - Dec 2020, Page 15
15VesturbæjarblaðiðDESEMBER 2020 Neskirkja 4. sunnudagur í aðventu, 20. desember: Aðventuratleikur fyrir fjölskylduna umhverfis Neskirkju kl. 11-16. Viðurkenning fyrir réttar lausnir veitt í safnaðarheimilinu. Nánari upplýsingar á vef kirkjunnar. Jóladagatal: Neskirkja sendir út jóladagatal á fésbókarsíðu kirkjunnar alla aðventuna. Þetta eru stuttar hugvekjur í tali og tónum. Barnastarf: Sunnudaga á aðventu eru fjölskyldustundir sniðnar fyrir yngstu kynslóðina sendar út á vef kirkjunnar og fésbók. Þetta er samstarf nokkurra kirkna í Reykjavík. Neskirkja er opin alla daga frá 10-13 og um helgar kl. 11-12. Jólin verða hringd inn kl. 18 á aðfangadag og á jóladag verður kirkjan opin kl. 14-15 fyrir kyrrð og íhugun. Starfsfólk kirkjunnar og sóknarnefnd óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og hlakka til samfunda með hækkandi sól. Þér gjöri’ eg ei rúm með grjót né tré, gjarnan læt ég hitt í té, vil ég mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hér, minn kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. (Einar Sigurðssonar) Helgihald um jól og áramót í Vesturbænum og miðborginni Dómkirkjan Aftansöng í Dómkirkjunni á aðfangadag kl. 18:00 verður útvarpað á Rás 1 líkt og verið hefur frá upphafi útvarps á Íslandi. Nýársdag kl. 11:00 predikar biskup við hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni og verður henni útvarpað beint. Vinsamlegast athugið að vegna samkomutakmarkana er ekki rúm fyrir almenna kirkjugesti við þessar guðsþjónustur. Kór og annað starfsfólk fyllir uppí þann fjölda sem leyfilegur er. Alla þriðjudaga kl.12:00 eru bænastundir í Dómkirkjunni og er þar öllum heimill aðgangur meðan samkomutakmörkunum er ekki ofboðið. Dómkirkjan er opin alla virka daga frá kl. 10-14. Prestar og annað starfsfólk Dómkirkjunnar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og minnir á vonarríkan boðskap Jesaja spámanns: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur sér mikið ljós.“ Erfiðleikarnir ganga yfir og það mun birta til. Hallgrímskirkja Aftansöng og helgistund í Hallgrímskirkju á aðfangadagskvöldi verður streymt og miðlað í sjónvarpi. Sjá nánar á hallgrimskirkja.is Notalegar rafrænar fjölskyldustundir birtast alla sunnudaga á aðventunni. Barnakórsöngur, jólaföndur, biblíusögur og fleira. 4. sunnudagur í aðventu 20. desember: Aðventuratleikur fyrir fjölskyldur frá kl. 11-16. Átta stöðvar verða í umhverfi Hallgrímskirkju. Gamlársdagur kl. 18:00: Guðsþjónustu á gamlárskvöldi verður útvarpað á RÚV kl. 18. Virka daga, mánudaga-föstudaga, og sunnudaga verða bænastundir í Hallgrímskirkju kl. 12. Hallgrímskirkja er opin alla daga frá 11-15. Prestar og starfsfólk Hallgrímskirkju óska öllum gleðilegra jóla með jólafréttinni góðu: „Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla, hann skal nefndur: Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.“

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.