Vesturbæjarblaðið - dec 2020, Qupperneq 16
16 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2020
Fyrir 20 árum voru tekin stór
skref í íslenskum myndlistar
heimi með opnun Lista safns
Reykjavíkur í Hafnarhúsi.
Gamla vörugeymsluhúsinu
við höfnina í Reykjavík var
breytt í glæsilegt listasafn af
arkitektastofunni Studio Granda.
Stórar hugmyndir tóku flugið,
Erró eignaðist samastað og
hugmynd ir samtímalistamanna
fengu nýja vængi við áður
óþekktar aðstæður í reykvísku
samhengi. Ný tækifæri sköpuðust
til að kynnast fjölbreytileika
myndlistar og borgarmenningin
teygði sig í átt að hafnarsvæðinu.
Hér var stigið fyrsta skrefið í þá
átt að glæða hafnarsvæðið nýju
lífi en þar hefur á síðustu árum
verið iðandi mannlíf. Listasafn
Reykjavíkur í Hafnarhúsi er
því ekki lengur landnemi á
jaðrinum heldur hreyfiafl í hjarta
miðborgarinnar.
Við opnun safnsins opnuðust
nýir möguleikar fyrir Reykvíkinga
og gesti þeirra til að upplifa
fjölbreytta myndlist í áhrifaríku
umhverfi en áhrif starfseminnar
hafa náð langt út fyrir veggi
Hafnarhúss og til listamanna
og skapandi einstaklinga þar
sem tækifæri og áskoranir urðu
fjölbreyttari. Sýningarsölunum
sem safnið hafði til afnota
fjölgaði með áður óþekktum
möguleikum á margvíslegum
sýningum og spennandi umgjörð
fyrir sköpunarverk listamanna.
Kveikjan að safninu í Hafnarhúsi
var listaverkagjöf Errós til
Reykjavíkurborgar og eru verk
hans að jafnaði aðgengileg í
húsinu. Tilkoma Hafnarhúss hafði
líka áhrif á tækifæri Listasafns
Reykjavíkur til að sýna önnur
verk úr safneigninni og til dæmis
skapaðist tækifæri til að hafa
verk Kjarvals ætíð aðgengileg á
Kjarvalsstöðum. Svo hafði ekki
verið áður þar sem Kjarvalsstaðir
höfðu fram að því verið í mjög
stóru hlutverki sem sýningarstaður
lifandi listamanna. Þannig er því
vissulega enn háttað en nú er
Kjarval þar í mikilvægu hlutverki
og sýningar sem tengja sögu og
samtíma myndlistarinnar setja svip
á starfsemina. Í Ásmundarsafni
eru verk Ásmundar Sveinssonar
aðgengileg í einstakri safnbyggingu
sem er í raun sjálfstætt listaverk
og kennileiti í borginni. Safnið, í
þessum þremur safnbyggingum, er
lifandi og framsækinn vettvangur
þar sem tækifæri gefst til að
kynnast fjölbreytileika myndlistar í
nútíð og fortíð.
Ein og hálf milljón gesta
Á þeim 20 árum sem liðin eru
frá opnun safnsins í Hafnarhúsi
hefur meira en 1,5 milljón manna
sótt þar sýningar og viðburði.
Aðsókn hefur aukist jafnt og
þétt og hefur á síðustu árum
farið yfir 100.000 gesti árlega.
Safnið hefur starfað með meira
en 200 listamönnum, innlendum
og erlendum, að sýningum á
listaverkum sem mörg hver
komu þar fyrir almenningssjónir
í fyrsta sinn. Settar hafa verið
upp eftirminnilegar sýningar sem
bæði hafa hlotið mikla umfjöllun
og gríðarlega aðsókn en líka
mikilvægar sýningar sem farið
hafa lægra en skipt miklu máli í
samhengi myndlistarinnar.
Vettvangur nýsköpunar
Listasafn Reykjavíkur í
Hafnarhúsi er vettvangur
nýsköpunar í myndlist. Þar eru
gerðar tilraunir með nýja miðla,
rýmið er listamönnum áskorun og
þar eru hugmyndir hlutgerðar með
eftirtektarverðum hætti. Gestir
safnsins hafa fundið þar vettvang
sem bæði nærir og oft ögrar en
líka mikilvægan viðkomustað
í vaxandi miðborg.
Allir tvítugir fá árskort
að gjöf
Til þess að halda upp á 20 ára
afmælið á þessum fordæmalausu
tímum höfum við ákveðið að gefa
öllum tvítugum Reykvíkingum,
fæddum árið 2000, árskort í
Listasafn Reykjavíkur og geta
þeir sótt kortin sín í Hafnarhúsið
fram til 19. apríl sem er formlegur
afmælisdagur hússins sem
listasafns. Til hamingju með 20 ár í
Hafnarhúsi.
Ólöf Kristín Sigurðardóttir,
safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.
Hreyfiafl hugmynda –
mótorinn í miðborginni
Dodda Maggý, Erró og Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Myndin er tekin
þegar Dodda Maggý veitti Guðmunduverðlaunum viðtöku. Erró
stofnaði Listasjóð Guðmundu til minningar um móðursystur sína
Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi. Viðurkenning úr sjóðnum
er nú ein hæsta viðurkenning sem veitt er á sviði myndlistar á Íslandi.
Listasafn Reykjavíkur
Skemmtilegar
bækur!
bókaútgáfan Hólar
holabok.is / holar@holabok.is
einstök
lífsreynslusaga þar
sem bjartsýni og
húmor skína í gegn.
getur
feitt fólk
fylgst grannt
með fréttum?
Hér stígur hver
snillingurinn af
öðrum fram í
sviðsljósið og
útkoman er
bæði bráðfyndin
og fræðandi.
Gleðilega hátíð og heillaríkt nýtt ár!
Bestu þakkir fyr ir ánægjulegt samstarf á ár inu sem er að l íða
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða
Afgreiðslutími:
Mán: 11-16
Þri-fös: 11-18
Lau: 11-16
ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK
systrasamlagid.is
@systrasamlagid
Sími: 511 6367
HÁTÍÐ LJÓSS
& FRIÐAR
NÝTT!
Ilmir með kjarnaolíum & kristöllum. Gefur gott “væb” inn í nýtt ár.
Fegursta jógavöruúrvalið. Þú finnur það í Systrasamlaginu.
Asanas, Yoloha, Manduka.
Ómótstæðilegir samfestingar
og allskonar lífrænn
kosý fatnaður.
Mandölur & möntruskrat.
Mikið úrval.
Vinalegasta fallega gjöfin.
ATH. Lengri afgreiðslutími í desember.
Upplýsingar á facebook/systrasamlagid