Vesturbæjarblaðið - des. 2020, Síða 18

Vesturbæjarblaðið - des. 2020, Síða 18
18 Vesturbæjarblaðið DESEMBER 2020 GETRAUNIR.IS 107 GETRAUNANÚMER KR Síðustu mánuðir hafa verið óvenjulegir í starfi félagsmiðstöðvarinnar Frosta. Í samkomubanni þurfti að endurhugsa starfið í Frosta og skipuleggja það upp á nýtt. Í byrjun skólaárs var hægt að halda úti hefðbundnu starfi en fljótlega þurfti að hólfaskipta nemendum Hagaskóla eftir árgöngum. Í samkomubanni hefur Frosti ekki getað boðið unglingum Vesturbæjar að koma í húsakynni sín í Tjörninni en hefur hins vegar verið með starfrænar opnanir á fjarskiptaforritinu og samfélagsmiðlinum Discord. Þar hefur verið mikið fjör og hefur í raun verið opnuð félagsmiðstöð á veraldarvefnum. Þarna nær starfsfólk og unglingar að gera flest allt sem væri annars á dagskrá í Frosta. Það er búið að spila saman borðspil, tölvuleiki, spjalla um allt milli himins og jarðar og það hefur meira að segja verið bakað saman, þar hefur starfsfólk Frosta keyrt pakka heim að dyrum með þeim hráefnum sem þarf til í baksturinn hverju sinni. Tíu til tólf ára starfið hefur einnig verið stafrænt þar sem Frosti hefur sett efni á heimasíðu sína sem börnin geta nýtt sér til dægrastyttingar. Í nýjustu breytingu á reglugerð stjórnvalda kemur þó fram að leyfilegt sé að vera með félagsmiðstöðvastarf utandyra og er það nákvæmlega það sem Frosti hefur gert. Frosti fagnar því ákaft að fá að hitta börnin aftur í persónu þó að það sé úti en vonandi er hægt að færa starfið aftur inn sem allra fyrst. Frosti í samkomubanni Félagsstarf hefur farið fram utandyra á vegum Frosta. Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Nemendur í þriðja bekk Grandaskóla hafa verið að læra að tálga hjá smíðakennara sínum. Afraksturinn varð að skemmtilegum fígúrum sem nemendur tálguðu og skreyttu svo að vild. Á meðan reglugerð um takmörkun á skólastarfi hefur verið í gildi hafa kennarar og nemendur verið að vinna að ýmis konar skemmtilegum verkefnum. Smíðakennari hefur verið að vinna með nemendum 3. bekkjar við tálgun. Í 2. bekk hafa nemendur verið að vinna með fiskaþema. Búið er að setja upp „fiskabúr“ í anddyri aðalinngangs skólans þar sem má sjá leirverk, myndir og óróa allt í fiskaþema. Við hvetjum ykkur til að kíkja á gluggana ef þið eigið leið framhjá. Í 5. bekk hafa nemendur fengist við kertagerð. Allir nemendur fengu að útbúa sitt eigið kerti sem þau lærðu að útbúa frá grunni. Tálgað í Grandaskóla Skemmtilegar fígúrur sem nemendur þriðja bekkjar hafa tálgað. - samfélagsmiðill og félagsstarf utandyra WWW.ASWEGROW.IS GARÐASTRÆTI 2 REYKJAVÍK UMHVERFISVÆN ÍSLENSK HÖNNUN 7. bekkur hæstur á samræmdum Sjöundi bekkur í Landakotsskóla var hæstur yfir landið á samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku. Í frétt frá skólanum segir að mörgum þyki erfitt að átta sig á hæfnieinkunn í samræmdum prófum. Þar er einkunnum nemenda raðað frá 0 til 100 og meðaltalið þá 50. Nemendum í 4. bekk gekk líka ágætlega og voru þau yfir landsmeðaltali. Sjöundi bekkur í Landakotsskóla. Landakotsskóli Verið velkomin á Árbæjarsafn á aðventunni Engin jóladagskrá í ár vegna COVID-19. w w w .b or ga rs og us af n. is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.