Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. SEpTEMBER 20202 Haustið er skollið á og þrátt fyrir sjarma þess er þessi árstími, þegar sólin lækkar á lofti og myrkrið færist yfir, erfiður fyrir marga. Því er vert að minna fólk á að vera meðvitað um að það veit aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Sýnum kærleika og verum góð hvert við annað. Á morgun verður suðvestanátt 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 7-13 stig, hlýjast norðaustantil á landinu. Á föstudag er útlit fyrir suðvestlæga átt 8-15 m/s og smáskúri vestan- lands en hægari vindur og léttskýj- að austanlands. Hiti breytist lítið. Á laugardag er spáð suðvestan 10-18 m/s og rigningu með köflum á Suð- ur- og Vesturlandi, en hægari vindur og úrkomulítið norðaustan- og aust- anlands. Hiti 7-13 stig. Á sunnudag verður minnkandi suðvestanátt og víða bjart en stöku skúrir um landið vestanvert. Kólnar lítið eitt. Á mánu- dag er útlit fyrir hvassa suðlæga- eða breytilega átt og rigningu um allt landið og kólnandi veður. Í síðustu viku voru lesendur á vef Skessuhorns spurðir hvað þeim þætti um Jesú með brjóst. 49% sögðu það vera alveg út í hött, 37% sögðu það vera hið besta mál að setja brjóst á Jesú og 14% sögðust ekki hafa skoðun á málinu. Í næstu viku er spurt: Íslensk kjötsúpa er: Silja Rut Thorlacius opnar sig í viðtali hér í Skessuhorni um hvernig það hafi verið að missa fullburða ófætt barn. Hún er einlæg og opin í frá- sögn sinni. Silja er Vestlendingur vik- unnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Þriggja kílóa sveppur LEIÐRÉTTING: Í síðasta tölublaði Skessuhorns var sagt frá þriggja kílógramma sveppi sem fannst skammt frá Eldborg á Snæfellsnesi í sveppaferð nemenda og starfsfólks Laugargerðis- skóla. Þar var sagt að þessi óvenju stóri sveppur væri kúalubbi, en hið rétta er að um er að ræða kóngssvepp. Það leiðréttist hér með og beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. -kgk Síðasti slitlags- búturinn SNÆFELLSBÆR: Eft- ir hádegi í gær lauk stórum áfanga í samgöngusögu Snæfellinga. Lagt var bund- ið slitlag á síðasta kafla nýja vegarins yfir Fróðárheiði. Nú er einungis eftir lokafrá- gangur í kringum vegstæð- ið. „Þessu fögnum við,“ seg- ir Kristinn Jónasson bæjar- stjóri Snæfellsbæjar í færslu á Facebook, en hann tók jafn- framt meðfylgjandi mynd. Í Skessuhorni í síðustu viku rifjuðum við upp að 91 ár eru liðin frá því fyrst var ekið yfir heiðina. -mm Næturvinna í göngunum HVALFJ: Vegna vinnu í Hvalfjarðargöngum næstu nætur eru vegfarendur beðn- ir að sýna aðgát og tillits- semi. Vinna fer fram á nótt- unni milli kl. 22:00 og 6:30 yfir fjögurra vikna tímabil frá og með síðasta sunnudegi. Áætluð verklok eru 15. októ- ber næstkomandi. -kgk Milljarður króna í lokun- arstyrki LANDIÐ: Um eitt þús- und íslensk fyrirtæki, sem skylt var að loka eða stöðva starfsemi vegna heimsfarald- urs kórónuveiru, hafa fengið greiddan lokunarstyrk fyrir alls um einn milljarð króna. Þetta kemur fram í upp- færðum upplýsingum fjár- málaráðuneytisins yfir stöðu aðgerða stjórnvalda vegna heimfaraldursins. „Stjórn- völd hafa frá því í mars grip- ið til ýmissa aðgerða í því skyni að verja grunnstoðir samfélagsins, t.d. með hluta- starfaleið, viðbótarlánum, frestun skattgreiðslna, lok- unarstyrkjum, greiðslu- hléi lána, úttekt séreignar- sparnaðar, styrkingu ferða- þjónustu og fleiri aðgerð- um. Upplýsingar yfir stöðu aðgerðanna eru uppfærðar vikulega á vef Stjórnarráðs- ins. Yfirlit yfir úrræðin sýnir að þau hafa sannað gildi sitt og verið nýtt af fjölda ein- staklinga og fyrirtækja,“ seg- ir í tilkynningu. -mm Veðurhorfur Hjörtur Guðmundsson lenti í því um helgina að mikil skemmdar- verk voru unnin á eigum hans. Hann á og rekur sumarbústaðina Hálsaból sem standa undir Kirkjufelli. Hann hefur verið að leigja húsin út til ferðamanna undanfarin ár og gengið ágæt- lega. En um liðna helgi leigði hann annan bústaðinn til fjögurra ungra manna í gegnum íslenska bókun- arsíðu. Mennirnir hafa hreinlega gengið berserksgang um helgina því mikið var brotið og bramlað. Hann lýsir aðkomunni á Facebo- ok-síðunni „Landið mitt Ísland“, sem er mikið notuð af þjónustu- aðilum í ferðaþjónustu. Rúður voru brotnar, sjónvarp eyðilagt og innanstokksmunum kastað til. Svo var farið inn í vélageymslu á bænum Hálsi þar sem mikið var rótað til og rúður brotnar í drátt- arvél og bendir flest til þess að þar hafi sömu leigjendur verið á ferð. Áætlar Hjörtur að tjónið nemi um það bil sjöhundruð þúsund krón- um og reiknar hann ekki með að fá neitt af því bætt segir hann á síð- unni. Málið hefur verið kært til lögreglu. tfk Síðastliðinn mánudag var umdæmum héraðsdýralækna Mat- vælastofnunar fækkað úr sex í fimm. Við breytinguna fellur Vest- urumdæmi niður. Snæfellsnes og Borgarfjörður tilheyra framvegis S- Vesturumdæmi en Dalir og Vest- firðir tilheyra N-Vesturumdæmi. „Við endurskoðun á fyrirkomu- lagi dýralæknisþjónustu í dreifðum byggðum landsins fyrr á árinu var ákveðið að fækka héraðsdýralækn- um samhliða verkkaupum af dýra- læknum í dreifðum byggðum. Fyrri áfangi er nú stiginn sem er fækkun úr sex umdæmum í fimm og seinni áfangi verður stiginn á næsta ári og þá fækkað í fjögur umdæmi. Skrif- stofa Matvælastofnunar á Hvann- eyri verður áfram rekin þar sam- hliða skrifstofu umdæmisins í Hafnarfirði. Skrifstofa N-Vestur- umdæmis er áfram á Sauðárkróki, en samhliða rekur Matvælastofnun skrifstofu fiskeldismála á Ísafirði,“ segir í tilkynningu frá Matvæla- stofnun. mm/ Ljósm. úr safni/sá. Vesturumdæmi héraðsdýralækna lagt niður Óskemmtileg aðkoma eftir helgina Séra Brynjólfur Gíslason, fyrr- verandi sóknarprestur í Stafholti í Borgarfirði, lést mánudaginn 7. september síðastliðinn, 82 ára að aldri. Hann var jarðsunginn í gær, 15. september. Brynjólfur var fæddur á annan jóladag árið 1938 á Kirkjubæjarklaustri á Síðu, son- ur hjónanna Gísla Brynjólfssonar, prests og prófasts þar og síðar full- trúa í landbúnaðarráðuneytinu, og Ástu Þóru Valdimarsdóttur hús- freyju. Brynjólfur lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1968. Áður starfaði hann sem kennari við Gagnfræðaskól- ann í Keflavík, Gagnfræðaskólann við Lindargötu og Gagnfræða- skóla Austurbæjar og var um tíma blaðamaður á Vísi. Hann var í tvö ár framkvæmdastjóri félagasam- takanna Verndar eða þar til hann var vígður til Stafholtsprestakalls árið 1969. Hann þjónaði í presta- kallinu samfleytt í tæplega fjóra áratugi, lét af störfum fyrir ald- urs sakir 2008. Hann og eftirlif- andi eiginkona hans, Áslaug páls- dóttir húsfeyja og fyrrverandi leik- skólastarfsmaður frá Litlu-Heiði í Mýrdal, fluttu í Borgarnes eftir að prestsþjónustu lauk í Stafholti og hafa búið þar frá 2008. Brynjólfur var með búskap í Stafholti og var auk þess stunda- kennari við Varmalandsskóla, Hússtjórnarskólann á Varmalandi og fleiri skóla. Hann var virkur í félagsmálum, m.a. formaður Ung- mennafélags Stafholtstungna, sat í skólanefndum Varmalandsskóla og Hússtjórnarskólans á Varma- landi, formaður Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu og í stjórn kjördæmis- ráðs, forseti Rótarýklúbbs Borgar- ness og endurskoðandi Kaupfélags Borgfirðinga, auk þess að sitja í rit- nefnd Borgfirðingabókar og sinna fréttaritun fyrir Morgunblaðið. Þá var séra Brynjólfur um tíma virkur félagi í Bridgefélagi Borgarfjarðar. mm And lát: Séra Brynjólfur Gíslason

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.