Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 16. SEpTEMBER 202018 „Ég komst að því núna fyrir nokkr- um dögum að ég á rætur í Grund- arfirði. Langamma mín fædd- ist hérna, í Gröf í Grundarfirði, en faðir minn ólst upp í Kolbeins- staðahreppi. Bróðir minn var að skrifa ævisögu hans og þar komst ég að þessu með langömmu, að ég ætti rætur hér,“ segir Ágúst í sam- tali við Skessuhorn. Hann nam félagsfræði í Vestur- Berlín á sínum yngri árum en hefur ekki fengist við hana. „Ég hef feng- ist við ýmislegt, en það sem ég hef ekki fengist við er félagsfræði,“ seg- ir Ágúst léttur í bragði. Um árabil hefur hann starfað sem leiðbein- andi og ráðgjafi í frumkvöðlastarfi og nýsköpun. Skessuhorn hitti Ágúst að máli og ræddi við hann um starfsferilinn, nýja staðinn þar sem hann rakst fyrir tilviljun á ræt- urnar og fær að heyra af hugsanlegu tækifæri fyrir stað eins og Grundar- fjörð í nútímanum. Lærði frumkvöðlaþjálf- un í Bandaríkjunum Í kringum aldamótin var Ágúst þrisvar verkefnastjóri samkeppni um gerð viðskiptaáætlana, en hug- myndinni hafði hann fyrir tilvilj- un lesið um á flugvelli í Hamburg skömmu fyrir nýja öld. Má segja að hann hafi komið með hugmynd- ina til Íslands, en henni var hrund- ið í framkvæmd af Nýsköpunar- sjóði atvinnulífsins í samstarfi við fleiri aðila. Þátttaka var afar góð í samkeppninni, sem þá var algjör nýlunda á Íslandi. „Við fengum á annað hundrað viðskiptaáætlanir í fyrstu keppnina, þörfin var orð- in svo mikil. Svo bárust einhverjar 50 til 60 í næstu tvær, en eftir það færðist verkefnið hægt og rólega inn í háskólana, þar sem það átti í rauninni alveg heima. Við vorum ekkert í þessu til að gera þetta að ei- lífu, bara til að koma þessu á,“ seg- ir Ágúst. Eftir að hafa stýrt þessum sam- keppnum þrisvar sinnum fór Ágúst í stutta ferð til Bandaríkjanna til að sækja námskeið á vegum stofnunar sem heitir NFTE, eða Network for Teaching Entrepreneurship. „Þetta er sjálfseignarstofnun sem stendur fyrir frumkvöðlasmiðjum fyrir ungt fólk sem nýtur kannski ekki sömu tækifæra og aðrir. Það gera þeir í gegnum skólakerfið og þjálfa kenn- ara til þess að halda frumkvöðla- smiðjur í skólum. Ég var í kennara- þjálfun þarna, fór á stíft námskeið í viku. Þar kynntist ég þessari aðferð sem ég hef notað allar götur síðan,“ segir Ágúst. „Ég hef aðlagað hana öðrum hópum sem ég hef leiðbeint, enda þóttist ég sjá að þessa aðferð mætti alveg nota á aðra markhópa en ungt fólk,“ bætir hann við. Fyrstu smiðjurnar á Vesturlandi Það var síðan örfáum árum eftir aldamót sem Atvinnuráðgjöf Vest- urlands hafði sótt um að fá að taka þátt í verkefni sem hét Young Ent- repreneurship Factory, sem var samstarfsverkefni nokkurra landa. „Ólafur Sveinsson, atvinnuráðgjafi og stórvinur minn, hafði sótt um í þessu verkefni. Umsóknin var sam- þykkt og við vorum að ræða mál- in, hvaða framlag íslenski þátttak- andinn gæti komið með. Þá var ég akkúrat búinn að vera á þessu nám- skeiði í New York og það smell- passaði inn í þetta verkefni, var ná- kvæmlega það sem þurfti í raun- inni,“ segir Ágúst. „Við fórum sem sagt af stað með svona frumkvöðla- smiðjur fyrir unglinga á starfssvæði Atvinnuráðgjafar Vesturlands. Við byrjuðum í Laugargerðisskóla og fórum síðan í aðra skóla. Alltaf voru þetta helgarsmiðjur, krakkarnir gistu og fengu pitsur og svona. Og við fengum fína þátttöku,“ segir hann. „Þetta var samkeppni og svo var farið í tvær utanlandsferðir með sigurvegarana, til Skotlands og Sví- þjóðar, að hitta krakka sem voru í þessu sama þar. Þannig að það var eftir miklu að slægjast og krakk- arnir lögðu sig rosalega fram, ætl- uðu sér að krækja í þessa utanlands- ferð,“ segir Ágúst og brosir. Leiðbeining og ráðgjöf Árin sem á eftir fóru hélt Ágúst smiðjur fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands, var m.a. leiðbeinandi í Vax- tasprotaverkefnunum svokölluðu. „Verkefnið er hugsað fyrir fólk af landsbyggðinni, bændur og íbúa í þorpum hringinn í kringum landið, til að efla atvinnulíf og draga fram nýjar hugmyndir. Það var rosalega intensíft og skemmtilegt verkefni, bæði svona smiðjur sem ég sá um og líka persónuleg ráðgjöf,“ segir Ágúst. „Þarna kom stundum fólk sem var með mótaðar hugmyndir, fannst ekki nóg upp úr búskapnum að hafa til dæmis og langaði að bæta einhverju við. Þess vegna komu oft út úr þessu ferðaþjónustuverk- efni eða eitthvað slíkt,“ segir hann. Eitt dæmi um rekstur sem varð til í einu þessara verkefna er Rjómabú- ið Erpsstaðir, sem lesendur Skessu- horns þekkja margir hverjir vel til. Sælusápur á Þórshöfn nefnir Ágúst sem annað dæmi, en í dag er það orðið nokkuð stöðugt lítið fyrir- tæki. „En á svona smiðjur koma bæði fyrirtæki sem vilja þróa sína starfsemi, auk þess sem fyrirtæki hafa hreinlega verið stofnuð eftir smiðjur sem þessar,“ segir Ágúst. Árin 2014 og 2015 gegndi hann tímabundið starfi ferðamálafulltrúa í Austur-Húnavatnssýslu og hófst strax handa við að koma á fót svona frumkvöðlasmiðjum. „Þar var ég fenginn til að stýra átaki, sem þeg- ar var búið að fjármagna. Það byrj- aði á svona smiðju til að starta þessu almennilega og þar urðu m.a. til Galsi hestaleiga og Vötnin Angling Service, fyrirtæki sem eru til enn í dag,“ segir hann. Fólk upplifi árangur hjá sjálfu sér Á ferli sínum hefur Ágúst tekið þátt í nokkrum Evrópuverkefnum sem leiðbeinandi og ráðgjafi við frumkvöðla, einkum fyrir hönd Sí- menntunarmiðstöðvar Vesturlands, sem og við þjálfun annarra frum- kvöðlakennara. „Síðan gerðist það árið 2008 að þá hrynur hér allt og meðal annars eftirspurn eftir mér, sem ráðgjafa og leiðbeinanda, því alls staðar var farið að skera nið- ur,“ segir Ágúst. „En það var allt í lagi. Frumkvöðlar eru þeirrar nátt- úru að þeir hugsa alltaf um hvern- ig á að leysa vandamál. Hjá sumum verður þetta hálfgerður lífsstíll og menn leita uppi vandamálin,“ seg- ir hann og brosir. „En ég hugsaði með mér að það væri komið mik- ið atvinnuleysi og þessi aðferð sem ég hefði notað gæti hentað vel til að mótívera suma atvinnuleitendur,“ segir Ágúst. „Það er erfitt að missa vinnuna og vera atvinnulaus, ekki síst fyrir þá sem eru í yngri kant- inum. Sumt fólk upplifir þunglyndi og efast um sjálft sig,“ segir hann. „Þannig að ég fór í að reyna að selja Vinnumálastofnun þessa hugmynd, að prófa að nota þessa aðferðafræði til að mótívera atvinnulaust fólk, efla sjálfstraustið og viljann til að gera eitthvað, þó ekki væri nema bara viljann til að fara og leita sér að vinnu,“ segir Ágúst og bætir því við að hann hafi reyndar þurft að hafa töluvert fyrir því að selja hug- myndina sína. En á endanum tókst honum ætlunarverkið. „Það var meðal annars fyrir tilstylli skrif- stofu Vinnumálastofnunar á Vest- urlandi. Guðrún Gísladóttir, sem var og er forstöðumaður þar, studdi þessa hugmynd vel og sýndi henni mikinn áhuga. Hið sama má segja um Ingu Dóru Halldórsdóttur, framkvæmdastjóra Símenntunar- miðstöðvarinnar á Vesturlandi. Úr varð að farið var af stað í tilrauna- skyni og fólk á atvinnuleysisskrá var skyldað til að mæta,“ segir Ágúst, sem hélt smiðjur fyrir atvinnulausa víða um Vesturland næstu misserin. „Ég renndi alveg blint í sjóinn með þetta, hvernig það væri að halda svona smiðjur fyrir fólk sem væri al- gjörlega ómótíverað og hefði engan áhuga á einhverju frumkvöðlastarfi. Það varð líka raunin. Fólk hafði oft- ast lítinn áhuga á þessu þegar það kom, en ég fékk mjög góðan tíma með hópunum og þetta reyndist al- veg svínvirka,“ segir hann ánægður. „Fólk fór út eftir þessar vikur með aukið sjálfstraust. Markmiðið með frumkvöðlasmiðjum er alltaf að fólk upplifi að það geti hluti, upplifi árangur hjá sjálfu sér og auki sjálfs- traust og þá fær fólk vængi,“ segir Ágúst. „Meira að segja urðu til smá fyrirtæki í þessum smiðjum, þó það hafi ekkert endilega verið mark- miðið,“ bætir hann við. Snýst um valdeflingu Á vegum Vinnumálastofnunar voru næstu misserin haldnar fjölmarg- ar slíkar smiðjur fyrir atvinnulaust fólk. Ágúst segir að þær sem hafi skorið sig mest úr hafi verið smiðj- ur fyrir atvinnulausa innflytjendur. „Þá var ég allan daginn með stóra hópa, allt í allt í kringum 40 manns. Það var krefjandi, því þegar ég kom og hitti þau í fyrsta skipti þá skildu þau lítið hvað verið var að draga þau út í. Ég stóð svo frammi fyr- ir því í fyrsta skipti að það skildu mig fáir, íslenskukunnáttan var svo lítil. En ég fékk góðan tíma, einn kunni smá íslensku og var til í að túlka fyrir mig. Svo notaði ég Go- ogle Translate og fingramálið og náði einhvern veginn að gera mig skiljanlegan. Þetta hafðist og þau gerðu allt sem ég bað þau um að gera,“ segir hann. „Út úr hópavinn- unni komu svo mjög öflug verkefni, því það kom í ljós að í þessum hópi, sem var að langstærstum hluta skipaður pólverjum, var fólk sem hafði mikla reynslu frá heimaland- inu, hafði jafnvel rekið fyrirtæki. Nokkrir í hópnum voru menntað- ir sem viðskiptafræðingar eða verk- fræðingar en höfðu ekki fengið störf sem hæfðu reynslu þeirra og menntun hér á landi,“ segir Ágúst. En þar var sömu sögu að segja og af öðrum smiðjum, fólk lauk þeim fullt sjálfstrausts. „Þetta snýst allt um það sem núna er kallað valdefl- ing, það er í rauninni það sem ég fæst við og þess vegna virkar þetta á alls konar markhópa. Fólk kem- ur sterkara út, með meiri trú á sjálft sig,“ segir hann. Er hugmyndin góð? Frumkvöðlasmiðjurnar hefj- ast á hugmyndavinnu, fólk reyn- ir að finna hugmynd að einhverju verkefni. Hugmyndunum er safn- að saman og farið í gegnum þær. „Þá kemur spurningin; er þetta góð hugmynd? Og það fer talsvert mikil vinna í að komast að því og í raun snýst öll smiðjan um að svara því hvort hugmyndin sé góð, hvort hún virki sem viðskiptahugmynd eða félagslegt úrræði eða geti auð- veldað atvinnuleitina,“ segir hann. „Næst hugsar maður með sér; „ókei, þetta er góð hugmynd og hún gæti virkað, en við þurfum að „Hugsaðu stórt en byrjaðu smátt, þannig gerast hlutirnir“ - segir G. Ágúst Pétursson, leiðbeinandi og ráðgjafi á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs G. Ágúst Pétursson, leiðbeinandi og ráðgjafi á sviði nýsköpunar og frumkvöðla- starfs. Ljósm. kgk. Horft yfir Grundarfjörð. Þangað fluttist Ágúst fyrir einu og hálfu ári síðan og líður vel. Hann telur að ef til vill leynist tækifæri á tímum Covid fyrir bæi á borð við Grundarfjörð. Ljósm. úr safni/ tfk. Þorgrímur Einar Guðbjartsson við ostagerð á Erpsstöðum í Dölum. Rjómabúið Erpsstaðir er dæmi um rekstur sem varð til í verkefni þar sem Ágúst sá um frum- kvöðlasmiðju og ráðgjöf. Ljósm. úr safni/ Rjómabúið Erpsstaðir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.