Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. SEpTEMBER 2020 19 fá einhverjar sannanir fyrir því.“ Á þessum tímapunkti er fólk oft látið gera viðskiptaáætlun en það er ekki mín nálgun. Þarna kemur spurn- ingin sem ég tel vera mikilvægari en flest annað; er markaður? Það er þetta sem er oft kallað markaðs- greining,“ segir Ágúst. „Hana sér maður í fjölda viðskiptaáætlana og niðurstaðan er oft fengin úr Go- ogle eða einhverjum skýrslum um mannfjöldaþróun og bla bla bla,“ segir hann. „Fjárfestar hafa hins vegar lítinn áhuga á því, þeir vilja fá að vita hvort það sé markaður og maður þarf að sanna það fyrir þeim. Þess vegna læt ég þá sem taka þátt í smiðjunum fara út og bara tala við fólk, hringja og prófa eitthvað til að reyna að komast að því,“ seg- ir Ágúst. „Svona byrjar þetta, en ef hugmyndin hins vegar fer á flug þannig að ástæða sé til að gera stóra markaðsgreiningu þá kemur hún síðar. Ef það vantar t.d. 100 millj- ónir frá fjárfestum þá vilja þeir auð- vitað hafa ítarlega greiningu, en það þarf alltaf að byrja á því að kveikja í mönnum,“ segir hann. Misskilningur að mark- aðsmál séu mikilvægust Þegar þessari markaðsgreiningu er lokið tekur við stefnumótun og markmiðasetning og segist Ágúst leggja töluverða áherslu á mark- miðin, þar sem þau hafi praktísk gildi fyrir hvern og einn. Markmið- in byggi á markaðsgreiningunni og næst komi að því að fjalla um mark- aðsmálin. „Það er misskilningur að þau séu aðalatriðið. Maður hefur oft heyrt að það þurfi enga mark- aðsgreiningu, það þurfi bara gott markaðsátak, sem er mikill mis- skilningur,“ segir hann. „Það verð- ur að fá ákveðið yfirlit yfir markað- inn, vita hvað fólk vill og hvað ekki, áður en hægt er að gera markaðs- áætlun,“ segir Ágúst og bætir því við að þegar markaðsáætlanagerð sé lokið, þá fyrst láti hann fólk gera einhvers konar drög að viðskipta- áætlun. „Ég læt þau yfirleitt gera svona fimm síðna útgáfu af við- skiptaáætlun, annað er ekki raun- hæft á þessum tíma. Enda segi ég fólki að ef þetta verður eitthvað al- vöru verkefni eða fyrirtæki og það þarf t.d. að fá fjárfesta að borðinu, þá skuli það leita til Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands eða slíkra aðila eftir námskeiðum og ráðgjöf,“ seg- ir hann. Næst segir Ágúst að farið sé yfir ýmis atriði er snúa að fjármálum og fjárhagsáætlun. „Það er það sem öllum finnst dálítið leiðinlegt svona í upphafi, en þar er ég dálítið harð- ur, því þar rennur oft upp stund sannleikans. Mörg fyrirtæki hafa farið yfir um vegna „cash flow“ vanda. Þannig að ég legg upp með að allir fylgist vel með því hvernig peningarnir koma inn og hvenær,“ segir Ágúst. Uppskeruhátíð Þegar hér er komið sögu er far- ið að líða að lokum smiðjunnar. Stuttlega er farið yfir helstu atriði í rekstri og stjórnun en að svo búnu er komið að því sem Ágúst telur mikilvægasta þáttinn og í raun þann sem unnið er að allan tímann; upp- skeran. „Það er haldin uppskeruhá- tíð þar sem fólk heldur tíu til tólf mínútna kynningu á verkefninu sínu. Ég fæ yfirleitt fólk utan frá til að koma, gesti og við gerum þetta hátíðlegt, bjóðum upp á veitingar og svona,“ segir hann. „Ég sé til þess að þessi kynning verði jákvæð upplifun fyrir alla og hjálpa fólki eftir atvikum. Fyrir marga er kynn- ingin mikil áskorun, þeir halda að þeir geti þetta ekki. Ég leyfi helst engum að sleppa við þetta, segi þeim að ég sé tilbúinn að grípa inn í ef eitthvað fer úrskeiðis. Svo byrja þau og það er aldrei neitt vesen, því þá kemur auðvitað í ljós að þau vita allt um sín verkefni, enda búið að vera á kafi í því allt námskeiðið. Það þarf bara að koma fólki af stað,“ segir Ágúst. „Á þessari stundu hef ég séð ofboðslega flottar kynningar sem ég sjálfur hef jafnvel bara gap- að yfir,“ bætir hann við. Smiðjur fyrir flóttafólk í Þýskalandi Á árunum 2016 til 2018 vann Ágúst við ráðgjöf og námskeiðahald fyrir innflytjendur í Þýskalandi, einkum í Köln og Dortmund. Hann hafði tekið þátt í nokkrum Evrópuverk- efnum sem fulltrúi Símenntun- ar Vesturlands árin á undan og sú hugmynd kviknaði hvort hægt væri að nota sömu hugmyndafræði fyrir flóttamenn, í samstarfi við Vinnu- málastofnun Þýskalands og fjár- magnað af þýska ríkinu í gegnum sérstaka stofnun sem fæst við að efla aðlögun innflytjenda með færni- þjálfun. „Við byrjuðum að fikra okkur áfram í þessu haustið 2016 og í ársbyrjun 2017 fengum við fyrstu hópana. Allt voru þetta einstak- lingar sem stefndu að því að stofna eigin fyrirtæki, voru með mótað- ar hugmyndir sem þurfti síðan að vinna með og aðlaga að þýska kerf- inu. Næstum allt voru þetta karlar og næstum allir höfðu verið í rekstri áður, janvel aldrei gert neitt annað,“ segir Ágúst. „Þetta var dálítið sér- stakt, allir voru nýkomnir til Þýska- lands, kunnu sáralitla þýsku og það var svona lauslega hægt að komm- únikera. Þetta varð í raun sambland af svona frumkvöðlasmiðju og svo heilmikilli ráðgjöf og handleiðslu, sem var nauðsynleg. Á endanum var þetta allt öðruvísi en allt annað sem ég hafði áður gert,“ segir hann. „Út úr þessu komu á endanum ein átta lítil ný fyrirtæki, sem er ekkert skrýtið, því allir sem tóku þátt vildu stofna til eigin reksturs, þeir þurftu bara að yfirstíga svo rosalega marg- ar hindranir,“ segir Ágúst. „Ein þeirra var sú að flóttamenn fá dval- arleyfi til aðeins þriggja ára og þar með var allt tal við banka um fyr- irgreiðslu algjörlega tilgangslaust. Og svo var stærsta hindrunin að fólkið talaði sáralitla þýsku, og þar með voru fjárfestar eiginlega ekki inni í myndinni,“ bætir hann við. Kynntist einstökum frumkvöðli „En þetta er fólk sem kann svo sannarlega að bjarga sér og ég get nefnt sem dæmi mann sem núna er góður vinur minn, Ali Darwish. Hann rekur núna sýrlenskt köku- hús, Darwish Konditorei, á besta stað í Köln, er með fimm manns í vinnu og er að leita að peningum til að geta stækkað í 200 fermetra eldhús, til að geta framleitt inn í eftirspurnina sem kemur frá öllu Þýskalandi og að hluta til frá öðr- um löndum,“ segir Ágúst. Áður en Ali kom til Þýskalands hafði hann rekið þrjú kökuhús í Sýrlandi, með yfir hundrað manns í vinnu og var þekktur í heimalandinu. „Hann gat ekki hugsað sér neitt annað, tók vissulega vinnu þegar honum bauðst hún en hélst aldrei lengi í starfi, og var þungur og langt niðri þegar ég hitti hann fyrst. Smátt og smátt fór ég svo að kynnast hon- um og sá hvílíkt efni var þar á ferð- inni,“ segir hann og bætir því við að Ali hafi stikað götur Kölnar í heilt ár, staðráðinn í að finna hús- næði sem hentaði hans hugmynd- um. Það hafðist á endanum. Hann fékk lán frá frænda sínum, keypti reksturinn og tók við að innrétta staðinn upp á nýtt, af litlum efn- um. „Ég hef kynnst mörgum frum- kvöðlum en aldrei hef ég kynnst öðrum eins og Ali. Þetta er lista- maður og töframaður, viljinn er svo sterkur og hann getur allt,“ segir Ágúst. Ali var vakinn og sof- inn við að koma rekstrinum á fót, sótti efnið stundum í neðanjarðar- lestinni og fékk vini og vandamenn til að aðstoða með að flytja stærri hluti. Að endingu opnaði hann sitt konditori með pompi og prakt og vakti framtak Ali og hann sjálfur mikla athygli í Köln, en sjónvarps- stöðin WDR gerði sérstakt innslag um Ali. „Þar sá fólk jákvæðar frétt- ir af flóttamönnum, mann sem er að búa til störf,“ segir Ágúst. Hóp- ur frumkvöðla eins og Ali er auð- vitað lítill í hópi flóttamanna, eins og vissulega í samfélaginu almennt. En það er mjög mikilvægt engu að síður. Flóttamenn sem stofna fyrir- tæki leita auðvitað fyrst í sinn nær- hóp eftir starfskröftum, rétt eins og Ali gerði. „Þar með tók hann fimm manns af atvinnuleysisskrá. Vegna hans frumkvæðis fá aðrir sem eru í erfiðri stöðu tækifæri og þess utan er fyrirmyndin líka rosalega mikil- væg.“ Styðja við fólk Ali naut góðs af því að í Þýskalandi er Vinnumálastofnun oft reiðu- búin að standa við bakið á atvinnu- lausu fólki á meðan það vinn- ur að því að koma eigin rekstri á fót. Ágúst segir að þá sé lykilatriði að stofnunin sé með í ráðum frá fyrsta degi. „Þeir styðja við fólk í ákveðinn tíma á þann hátt að það fær fullar atvinnuleysisbætur og raunar gott betur á meðan það er að byggja upp fyrirtækið sitt. Skil- yrði fyrir því er að það safnist ekki upp neitt tap sem talandi er um og ekki neinn hagnaður að ráði, en þá eru bæturnar lækkaðar sem því nemur. Hugsunin er sú að það sé betra að borga fólki á meðan það er að reyna að koma eigin rekstri í gagnið, frekar en að hafa það ein- hvers staðar úti í bæ að gera ekki neitt,“ segir Ágúst. „Til viðbót- ar geta menn sótt um vaxtalaust og víkjandi lán hjá stofnuninni, að hámarki 5.000 evrur“. Þá skipti einnig máli að hvetja innflytjend- ur, flóttamenn sem aðra, til góðra verka. Það geti til dæmis verið al- gjört lykilatriði í því að þeir læri tungumálið. Fólk sem langi rosa- lega að hrinda eigin hugmynd í framkvæmd, en tali ekki tungu- málið, líti bara á það sem hindr- un til að yfirstíga ef því er sýnt fram á að betri færni í málinu sé ein forsenda þess að það geti lát- ið drauma sína rætast. „Tunumálið er stærsta fyrirstaðan, en hana geta menn yfirstigið. Ég hvet fólk alltaf til að vinna vel í læra málið,“ seg- ir Ágúst. Frá Dortmund til Grundarfjarðar Þegar verkefnum Ágústs í Þýska- landi lauk ákvað hann að snúa heim til Íslands. „Ég fór sem sagt frá Dortmund til Grundarfjarðar. Það er náttúrulega dálítill munur á stöð- unum tveimur, en ég sé ekki eftir því,“ segir hann. „Hér er mjög gott að vera.“ segir Ágúst. Hann er kom- in á eftirlaun en er engu að síður að dunda við ákveðið frumkvöðla- verkefni. „Ég er að þróa svona on- line frumkvöðlasmiðjur fyrir íbúa í Dortumd sem koma frá Kamerún. Ég fékk beiðni frá samtökum þeirra hvort ég gæti gert þetta og geri það bara pro bono,“ segir hann. „Ég var byrjaður að þróa svona smiðjur á ís- lensku og er að vinna í því að koma efninu yfir á þýsku,“ bætir hann við. Hann er þannig hvergi nærri hætt- ur að vasast í frumkvöðlastarfi eða velta fyrir sér hugmyndum þó hann sé kominn á eftirlaun. „Nei, þetta er fín afþreying,“ segir hann og brosir. Tækifæri á tímum Covid Ágúst veltir upp hugmynd fyrir bæ á borð við Grundarfjörð, sem mætti heimfæra á fjölmörg þorp hringinn í kringum landið. „Covid hefur leitt til þess að fjöldi fólks lærði að vinna heima hjá sér. Það hefur fengið að upplifa að það skiptir í raun sára- litlu máli hvar það er staðsett. Einn- ig forðast fólk mikla nánd, eins og til dæmis í lestum og neðanjarðar- lestum í Evrópu, sem fólk er stund- um eins og síld í tunnu,“ segir hann. „Ég held að þetta muni ekki endi- lega breytast, jafnvel þó bóluefni finnist. Það er í það minnsta kosti langt í að það gerðist og ég held að hlutirnir verði aldrei alveg eins og þeir voru áður,“ heldur hann áfram. „Í svona stöðu held ég að staðir eins og Grundarfjörður geti verið mjög áhugaverðir, segjum t.d. fyrir tölvu- leikjafyrirtæki úti í Þýskalandi, með 200 manns í vinnu. Einhverjir eru svona nördar sem vilja helst fá að vera dálítið í sínu í friði. En þetta er fólk með fjölskyldur, ungt fólk, og því fólki þarf að sýna hvernig væri að ala upp börn í umhverfi eins og í Grundarfirði, þar sem börnin geta hlaupið um frjáls í hreinu lofti,“ segir Ágúst. „Íslendingar hugsa sumir um svona hluti líka, en í stórum borg- um í útlöndum er svona lagað bara draumur,“ segir hann. „Ég held að það liggi tækifæri fyrir þorp hring- inn í kringum landið að markaðs- setja sig í útlöndum sem búsetukost. Bjóða fólki t.d. að koma í þrjá mán- uði, fyrirtækið borgar allt því það eru oft til nógir peningar þar. Það sem þarf að vera til staðar á Íslandi er húsnæði, topp internet og svo- leiðis og svo aðgangur að öllum in- frastrúktúr sem þegar er fyrir hendi í þessum þorpum; leikskólar, verslan- ir og allt slíkt,“ segir hann. „Ef hægt er að bjóða það sem fólk þarf, þá held ég að það sé klárlega markað- ur fyrir þetta, því það eru svo miklir peningar í svona fyrirtækjum,“ segir Ágúst. „Heimurinn er sjö milljarðar og þetta gætu öll þorp gert. En þetta kallar á greiningarvinnu og mark- aðssetningu, það þarf að búa til al- vöru efni og skapa einhverja stemn- ingu,“ segir hann og telur að þetta yrði vel þess virði að prófa. „Það er lítil áhætta í þessu.. Ef þetta flopp- ar, þá bara floppar þetta. En ef þetta heppnast og vel er að þessu staðið, fólk kemur hingað, finnur að það er velkomið og líður vel, þá gæti það orðið byrjunin á einhverju sem við sjáum ekki fyrir endann á,“ segir Ágúst að endingu. kgk Frá þýsku borginni Köln, en þar annaðist Ágúst námskeiðahald og ráðgjöf fyrir flóttafólk. Það sama gerði hann einnig í Dortmund. Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Vinnumálastofnun stóðu á sínum tíma fyrir fjölda frumkvöðlasmiðja fyrir atvinnuleit- endur. Hér er Ágúst ásamt hópi fólks sem tók þátt í einni slíkri smiðju árið 2015. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.