Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 16. SEpTEMBER 202016 Í byrjun mars 2016 biðu Silja Rut Thorlacius og Hrafn Einarsson spennt eftir sínu öðru barni þegar öllu var snúið á hvolf á augabragði. Föstudagsmorguninn 4. mars fór Silja í mæðraskoðun þar sem í ljós kom að enginn hjartsláttur heyrð- ist hjá dóttur þeirra. Hún var strax send upp á fæðingadeild þar sem staðfest var að dóttir þeirra væri látin. Frigg kom svo í heiminn 5. mars, sem var settur dagur. Silja er fædd og uppalin í Búð- ardal, dóttir Elinborgar Eggerts- dóttur og Kristins Thorlacius. Hún kynntist Hrafni í Grunnskólanum í Búðardal þegar hann flutti ásamt fjölskyldu sinni að Hróðnýjarstöð- um í Laxárdal. Silja og Hrafn urðu fljótlega par og hafa þau verið sam- an frá því þau voru unglingar. Í dag búa þau í Reykjavík og eiga saman þrjár dætur; Kolku átta ára, Frigg og Mirru sem er rúmlega tveggja ára. Alltaf tilbúin að ræða um dóttur sína Silja er mjög opin um missinn og er sjálf í dag formaður styrktarfélags- ins Gleym mér ei, sem er féleg fyr- ir foreldra sem hafa misst barn á meðgöngu eða stuttu eftir fæð- ingu, og hjálpar þar öðrum for- eldrum sem eru að ganga í gegn- um það sama og hún. Blaðamað- ur Skessuhorns heimsótti Silju fyr- ir helgi og ræddi við hana um upp- lifunina að missa barn með þessum hætti og hvað hafi tekið við á eft- ir. „Ég er alltaf tilbúin að tala um Frigg en það er alls ekki til þess að viðhalda sorginni eða sækjast eftir athygli og samúð. Þvert á móti var það upphaflega partur af bataferl- inu og hjálpleg leið til að sortera hugann og komast yfir áfallið. Í dag er hún stór partur af lífi okkar, þótt hún sé ekki hjá okkur. Ég finn al- veg að sumir þora ekki að tala um hana við okkur og halda að þar með sé verið að ýfa upp einhver sár en það er fjarri lagi,“ útskýrir Silja. „Kolka var mjög spennt að verða stóra systir og tók þátt í meðgöng- unni með okkur, fylgdist með kúl- unni stækka og upplifði hreyfing- arnar, það var því mikið áfall fyr- ir hana að fá systur sína ekki heim. Við vorum því ekki aðeins að tak- ast á við okkar missi heldur hvernig við ættum að hjálpa Kolku að takast á við sinn. Börn hugsa öðruvísi en við fullorðna fólkið, þau eru ekkert að flækja hlutina og því vöndumst við því fljótt að svara öllum spurn- ingum hennar um systur sína á ein- faldan og heiðarlegan hátt, hvar sem er, hvenær sem var. Nú orð- ið erum við ekkert alltaf að tala um Frigg og stundum líður langur tími á milli þess að hana ber á góma en okkur hefur alltaf fundist mikilvægt að Kolku finnist aldrei að hún megi ekki tala um hana þegar hún hef- ur þörf til þess og það hefur hjálp- að okkur í leiðinni. Frigg er allt- af með okkur, hvort sem við töl- um um hana eða ekki, við hugs- um um hana á hverjum degi og þó það komi dagar þar sem ég er sorg- mædd yfir því sem ekki varð, tengi ég hana meira við ást, gleði og styrk en sorg,“ segir Silja og brosir. Fyrst talið vera slys Eins og fram kom hér að fram- an fæddist Frigg á settum degi og var því fullburða barn. „Það hljóm- ar kannski furðulega en ég veit ná- kvæmlega hvenær hún dó. Ég lá uppi í sófa á fimmtudagskvöldi en Hrafn var enn í vinnunni. Ég fann allt í einu ískaldan hroll fara í gegn- um mig alla, eins og straum, furðu- leg tilfinning sem fékk mig til að hringja í Hrafn og láta hann vita að ég héldi að ég væri að fara af stað, að hann ætti kannski að koma heim. En ekki dró til tíðinda um nótt- ina og í mæðraskoðun morguninn eftir kom í ljós að það var enginn hjartsláttur. Ég er sannfærð um að þessi tilfinning sem ég fann kvöldið áður var líkaminn minn að bregð- ast við því sem var að gerast. Við vorum send beint á fæðingadeild- ina þar sem Frigg fæddist á laug- ardagskvöldi. Naflastrengurinn var mjög langur, hann var ekki að- eins vafinn um hálsinn á henni og fótinn heldur var þéttur hnútur á honum. Það þótti því alveg borð- leggjandi að þetta hafi verið nafla- strengsslys,“ útskýrir Silja og bæt- ir við að þess vegna hafi þau Hrafn ákveðið að láta ekki kryfja stúlkuna sína. „Fylgjan fór þó í rannsókn til Bandaríkjanna en við áttum ekki von á neinum nýjum upplýsing- um úr henni. Annað kom þó í ljós en rannsóknin sýndi að fylgjan var mikið skemmd sem olli fylgjuþurrð sem endaði eins og raun bar vitni,“ segir Silja. Vildi strax annað barn Það var ungu hjónunum erfitt að fara barnlaus heim og pakka sam- an öllu barnadótinu sem þau voru búin að gera klárt. „Ég var viss um að það myndi laga allt, að einbeita sér strax að því að eignast annað barn sem myndi fylla upp í tómið sem ég var heltekin af,“ segir Silja og bætir við að þetta hafi svo allt breyst í júní þegar niðurstöðurnar úr rannsókninni bárust. „Við vorum þarna búin að vera að syrgja hana á þeim forsendum að þetta hafi verið slys sem ólíklega myndi endurtaka sig en svo fáum við að vita að það var fylgjan sem brást, það var ég sem brást.“ Enginn gat sagt þeim af hverju þetta gerðist en að það væru 75% líkur á því að þetta myndi ger- ast aftur á næstu meðgöngu. „Þetta setti hugmyndina um að eignast annað barn alveg í nýtt samhengi fyrir okkur,“ segir Silja og útskýr- ir að þrátt fyrir allt hafi síðar þráin í annað barn orðið hræðslunni yfir- sterkari. „Þessar fréttir urðu til þess að koma mér aðeins niður á jörðina og fá mig til að takast á við áfallið fyrir alvöru, ég áttaði mig á því að nýtt barn kæmi ekki í staðinn fyrir það sem við misstum.“ Gerðist aftur Silja segir að þau Hrafn séu þakk- lát fyrir allt fólkið sitt sem hjálpaði þeim í gegnum þessa erfiðu reynslu. „Án fjölskyldu okkar og vina hefð- um við aldrei komist svona vel frá þessu öllu saman. Hvorki því að missa Frigg né að ganga í gegn- um aðra erfiða meðgöngu og eign- ast svo hana Mirru okkar.“ Þeg- ar Silja var gengin 36 vikur með Mirru kom í ljós breytingar á blóð- flæðinu frá fylgjunni til barnsins sem gaf til kynna að fylgjan væri að eyðileggjast. „Ef við hefðum ekki fengið þessar niðurstöður úr rann- sókninni á fylgjunni hennar Friggj- ar, hefðum við ekki fengið eins ýt- arlegt eftirlit á meðgöngunni og þá væri Mirra líklegast ekki hjá okkur heldur,“ segir Silja meir. „Við eig- um frábært fagfólk í heilbrigðis- „Hún er jafn mikið barnið okkar eins og hinar dætur okkar“ -segir Silja Rut Thorlacius um reynslu sína af því að fæða dóttur sína andvana Silja Rut Thorlacius segir sína upplifun af því að missa fullburða barn rétt fyrir fæðingu. Silja og Hrafn með tveimur af dætrum sínum, Kolku og Mirru. Ljósm. úr einkasafni Kolka og Mirra við legstein Friggjar. Ljósm. úr einkasafni Silja er mjög opin og einlæg þegar kemur að því að ræða um Frigg. Kolka og Mirra saman í stúdíói en Silja er ljósmyndari og einn af eigendum ljós- myndastofunnar Ljósmyndir Rutar og Silju. Ljósm. úr einkasafni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.