Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. SEpTEMBER 2020 13 SK ES SU H O R N 2 02 0 Lagerstarfsmaður - Akranes Um er að ræða 100% framtíðarstarf og skilgreindur vinnutími er frá kl. 7.30-16.50. Meginhlutverk starfsmanns eru almenn lagerstörf og tilfærsla/hleðsla húseininga. Starfsmaður á lager sinnir afgreiðslu, tekur á móti vörum og sér til þess að að frágangur sé réttur og í samræmi við öryggiskröfur. Lagerstarfsmaður er ráðinn inn í afleysingar á steypubíl þegar að þörf er á og hefur einnig umsjón með tækjum. Umsóknir óskast rafrænt í gegnum Alfreð og umsóknafrestur er til og með 21. september. Helstu verkefni og ábyrgð Afhending/afgreiðsla á vörum af lager• Hleðsla veggjaeininga á fleti og tilfærsla eininga úr húsi• Afleysingar, þrif og umsjón tækja• Tiltekt, frágangur og önnur verkefni tengd starfinu• Menntunar- og hæfniskröfur Meirapróf• Vinnuvélaréttindi• Sjálfstæð, nákvæm og örugg vinnubrögð• Færni í íslensku og/eða ensku• Mannauðsstefna fyrirtækisins lýsir vilja fyrirtækisins til að vera eftirsóttur vinnustaður sem byggir á sterkri sögu með liðsheild sem býr yfir viðamikilli reynslu og þekkingu. Stefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í starfi. Mikil áhersla er á fagleg vinnubrögð þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. BM Vallá vinnur samkvæmt jafnréttisáætlun og hvetur öll kyn til þess að sækja um. ÚTSALA REYKJAVÍK LYNGHÁLSI 3 SÍMI: 540 1125 LÍFLAND SÖLUDEILD BRÚARVOGI 1-3 SÍMI: 540 1100 lifland@lifland.is AKUREYRI ÓSEYRI 1 SÍMI: 540 1150 BORGARNESI BORGARBRAUT 55 SÍMI: 540 1154 BLÖNDUÓSI EFSTUBRAUT 1 SÍMI: 540 1155 HVOLSVELLI ORMSVELLI 5 SÍMI: 487 8888 Tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Vitjunum, sem sýnd verður á RÚV 2022, hófust í gær í Grund- arfirði. Tökur munu standa yfir til 5. nóvember nk. Mikill fjöldi fólks og búnaðar fylgir svona verkefni og að mörgu þarf að hyggja. Iðnaðar- menn hafa verið áberandi í Grund- arfirði að breyta ásýnd og húsum fyrir þáttaröðina. Búið er að mála Heilsugæslustöina græna að hluta til og breyta gömlu Hrannarbúð- inni í lögreglustöð. Svo er búið að skipta út skilti við Heilbrigðis- stofnun Vesturlands en stöðin er nú merkt Heilsugæsla Hólmafjarðar. Heimamenn velta því sumir fyrir sér hvort þarna sé komið bæjarnafn ef Stykkishólmur og Grundarfjörð- ur verða sameinaðir einhvern tím- ann í framtíðinni! tfk Það styttist í að laxveiðiánum verði lokað í sumar. Veiði var hætt í Norð- urá í Borgarfirði nú í vikunni og er áin innan við þúsund laxa veiði í sumar. „Við vorum að landa þessum hæng, hann tók lítinn sunnry rétt áðan,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson, fyrrverandi formaður Stangaveiði- félags Reykjavíkur, en hann var við veiðar ásamt Margréti Hauksdóttur eiginkonu sinni, ofarlega í Norðurá um helgina. Þau voru búin að koma fiskinum fyrir í plastpoka og ætluðu neðar í ána með hann þar sem lax- akistan er. „Árnefndin er að veiða núna, þetta er að verða búið þetta sumarið,“ sagði Friðrik og kom lax- inum fyrir á öruggum stað. „Sum- arið klárast hjá okkur 15. septem- ber,“ sagði Hákon Már Örvarsson matreiðslumaður um helgina, en hann hefur kokkað í veiðihúsinu við Norðurá í sumar. Klakveiði er stunduð víða í lax- veiðiánum til að hjálpa þeim með uppeldi seiða. Farið er með hrogn og þau grafin ofarlega í ánum. Þetta er gert í nokkuð mörgum veiði- ám eins og Norðurá. Þetta er talið hjálpa veiðiánum töluvert. gb CERT-IS netör- yggissveitin birti í síðustu viku við- vörun vegna RDoS netáraása á íslensk fyrirtæki sem þá voru í gangi. Í frétt póst- og fjarskipta- stofnunar vegna málsins kom fram að DDoS (Dist- ributed Denial-of-Service) sé teg- und af netárás þar sem einstakling- ur eða hópur beinir mikilli netum- ferð inn á netlæga innviði fyrirtæk- is til að skerða afkastagetu. Um- ferðin er þá það mikil að netbúnað- ur hefur ekki undan að svara henni eða koma áfram þannig að notend- ur upplifa þjónusturof. RDoS, eða DDoS for Ransom, er tegund slíkra álagsárása þar sem gerð er DDoS árás sem fylgt er eftir með fjárkúg- unarpósti. Oftast er hótað stærri árás ef ekki er greidd tiltekin upp- hæð. Viðvörun vegna óvissustigs var svo afboðuð um helgina. Íslenskt fyrirtæki varð nýlega fyr- ir árás af þessu tagi, þ.e. álagsárás sem var fylgt eftir með fjárkúgunarpósti. „Árásin var nokk- uð stór en þökk sé góðum vörnum og verkferlum varð ekki sjáanlegt út- fall á þjónustu fyrirtækisins. Slík- ar hótanir eru ekki nýjar af nálinni en í flestum tilfellum hafa þær ver- ið innantómar og árásaraðilar ekki fylgt hótunum sínum eftir. CERT- IS hefur fengið staðfestingar frá utanaðkomandi sérfræðingum að þessi tiltekni árásaraðili sé hinsveg- ar fær um að fylgja hótuninni eft- ir og staðfest hefur verið að slíkri hótun hafi verið fylgt eftir. Vegna þessa lýsti CERT-IS yfir óvissustigi fjarskiptageirans og heldur reglu- lega stöðufundi og uppfærslur með lykilaðilum á markaðinum,“ sagði í tilkynningu póst-og fjarskipta- stofnunar. mm Starfsmenn Glassriver kvikmyndafyrirtækisins merkja Heilbrigðisstofnun Vestur- lands upp á nýtt. Bær breytist í leikmynd Gamla Hrannarbúðin sem núna heitir H5 leiguíbúðir er núna hin prýðilegasta lög- reglustöð. Margrét Hauksdóttir og Friðrik Þ. Stefánsson við Norðurá um helgina með laxahæng í poka. Ljósm. María Gunnarsdóttir. Haustverkin hafin við Norðurá Lýstu yfir óvissustigi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.