Skessuhorn - 11.11.2020, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 20204
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Róa sig!
Undanfarnar vikur og mánuðir hafa um margt verið óvenjulegur tími. Vegna
heimsfaraldurs kórónaveiru hafa venjur fólk breyst gríðarlega. ekki einvörð-
ungu að ferðalög milli sýslna og landa flokkast sem óæskileg hegðun eða jafnvel
er bönnuð, þá hefur fólk ekki getað eða mátt sækja vinnu og nám eins og venj-
an er. Öllu er þannig snúið á hvolf í annars fastmótuðu skipulagi. Á þetta við
um okkur Íslendinga á sama hátt og íbúa flestra annarra landa í veröldinni. Mér
vitanlega hefur veiran stungið sér niður allsstaðar, en veit þó reyndar ekki með
lönd eins og Norður – Kóreu þangað sem nánast útilokað er að komast hvort
sem er, bæði fyrir fólk og þar af leiðandi veirur. Vel má vera að landið sé veiru-
frítt en fullvíst má telja að ef svo er ekki, munum við ekki frétta af því. en við
fréttum margt annað, jafnvel meira en við viljum.
Nú á tímum hefur bæst ofan á flóru hefðbundinna fjölmiðla samfélagsmiðlar
og ef við ekki pössum okkur verður úr þessu ómælda magni upplýsinga alveg
ægilegur hrærigrautur. Fólki er því af heilsufarsástæðum ráðlagt að slökkva á
viðtækjunum og símunum, drífa sig út í hreina loftið, gera sig líkamlega þreytt
og um leið andlega hraustara svo svefninn verði góður. Kannski þessvegna hitti
hún strax beint í mark auglýsingin frá fjarskiptafyrirtækinu Nova. Við höfum
séð fólk í sjónvarpsauglýsingunni striplast um í gönguferð, í hjólatúr eða sund-
lauginni, gjörsamlega kviknakið. Dáldið hefur þetta sært blygðunarkennd ein-
hverra, en öðrum finnst þetta skemmtileg. Boðskapurinn er einmitt sá að skilja
símana eftir heima og láta snjallúrin duga. Magnað markaðstrix þarna sem skil-
aði strax árangri. Reyndar ætla ég sjálfur ekki að láta undan þeim þrýstingi,
langar ekki í snjallúr og bara alls ekki að auka á neinn hátt það rafræna áreiti
sem ég nú þegar verð fyrir.
Áhugaverð, en jafnframt sorgleg, frétt var í útvarpinu á mánudaginn. Þá var
rætt við lögregluþjón um verkefni næturinnar á höfuðborgarsvæðinu, sem er
gott og blessað. Fram kom í máli hans að stór hluti verkefna þá um nóttina hafi
falist í að róa fólk, veita því sálgæslu og andlegan stuðning. Auðvitað segir þetta
okkur að viðvarandi ástand vegna heimsfaraldurs er farið að hafa íþyngjandi
áhrif á líðan fólks. ekki einungis að margir hafa orðið fyrir tekjufalli og jafn-
vel atvinnumissi, þá er ekkert eins og áður. Margir fá ekki útrás í líkamsrækt-
inni, ungmenni eru svo vikum og mánuðum skiptir heima hjá sér við nám og
allt samneyti við jafnaldra og kennara er með gjörbreyttu sniði. Ofan á þessar
breyttu aðstæður bætist svo að ef fréttir og annað efni sem fólk lætur tímann
líða við að lesa og hlusta á, er ekki til að bæta líðanina.
Ég ætla að taka nokkur dæmi af handahófi um það sem mér hefur fund-
ist ámælisvert í fjölmiðlum að undanförnu. Fram úr hófi var ósmekkleg um-
fjöllun um niðurskurð sauðfjár vegna riðu í Skagafirði. Stöð2 sá ástæðu til að
fara í sorpbrennslustöðina þar sem hræin af nýdauðum skepnum lágu innan um
heimilisúrgang sem skyldi á bálið. Sama dag tóku báðar sjónvarpsstöðvarnar
sig til og birtu sömu myndskeið af hræjum danskra minka sem nú er unnið við
að slátra. Algjör óþarfi var að birta þessar myndir og bættu þær engu við alvar-
leika málsins. einungis að æra upp ömurleika aðstæðna sem ekki var ráðið við
með öðrum hætti. Þá get ég nefnt óviðeigandi myndatökur á vettvangi elds-
voða, síbylju einkum í Ríkissjónvarpinu um hversu ömurlegur fráfarandi forseti
Bandaríkjanna er í augum fjölmiðlamanna og fjölmargt fleira. Mér hefur þann-
ig nokkrum sinnum á síðustu dögum fallist hendur yfir skeytingarleysi kollega
minna á ýmsum fjölmiðlum um myndbirtingar og á tíðum afleitt fréttamat.
Meðhöndlun frétta getur verið vandaverk, ekki síst þegar vofeiglegir atburð-
ir eiga sér stað. Hvenær á frétt erindi til almennings, hvar á að setja mörkin,
hverju skilar fréttin; bætir hún, eða gerir hún eitthvað ástand verra en það er?
Nú þegar heimsfaraldur hefur geysað í tæpt ár þurfa fréttamenn að leggja sig í
líma við að draga fram í dagsljósið það jákvæða, það sem bætir, kætir og leiðir til
góðs. ef þetta fer ekki að breytast á allra næstu dögum sé ég ástæðu til að mæla
með að fremstu sálgæslusérfræðingar í lögreglunni geri sér ferð upp í efsta-
leiti eða á Suðurlandsbrautina og veiti starfsfólki þar viðeigandi aðstoð. Það er
nefnilega mál til komið að fólk rói sig aðeins og dragi frekar fram hið jákvæða
sem þrátt fyrir allt; heimsfaraldur og aðra óáran, er að gerast í samfélaginu.
Magnús Magnússon
Segja má að veðurguð-
irnir hafi verið Vega-
gerðinni hliðhollir þetta
haustið. ekki hefur þurft
að fara margar ferðir
til að hálkuverja eða að
hreinsa snjó eða krapa á
Snæfellsnesi. Síðastlið-
inn föstudag þurfti í ann-
að skipti í haust að kalla
út snjómokstursbíl á leið-
inni milli ólafsvíkur og
Vatnaleiðar á Snæfells-
nesi. Má telja það harla
lítið ef miðað er við síð-
ustu haust, en síðasta vet-
ur þurfti að kalla bílinn út
ellefu sinnum og veturinn
2018/19 þurfti hann að
fara tólf sinnum á sama
tímabili. þa
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að
hefja viðræður við Reykjavíkurborg
um næstu skref vegna byggingar
nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu,
að tillögu mennta- og menningar-
málaráðherra og fjármála- og efna-
hagsráðherra. Með slíkum við-
ræðum er stigið skref í þeirri veg-
ferð að byggja keppnisaðstöðu sem
stenst alþjóðlegar kröfur, en und-
anfarin ár hefur Laugardalsvöll-
ur þurft undanþágur og sérstakan
viðbúnað vegna keppnisleikja í al-
þjóðlegum mótum. Viðræður við
Reykjavíkurborg munu byggja á
valkostagreiningu breska ráðgjafa-
fyrirtækisins AFL, sem varð hlut-
skarpast í útboði sem efnt var til á
evrópska efnahagssvæðinu snemma
árs. Í greiningunni er kostnaðar- og
tekjumat eftirtalinna valkosta, auk
viðskiptaáætlunar og mats á efna-
hagslegum þáttum:
a. Að núverandi völlur verði
að mestu leyti óbreyttur, en ráð-
ist verði í lágmarksendurbætur
og -lagfæringar.
b. Að Laugardalsvöllur verði
endurbættur svo hann uppfylli
kröfur og staðla Knattspyrnu-
sambands evrópu (eUFA) og
Alþjóða knattspyrnusambandsins
(FIFA).
c. Að byggður verði nýr
15.000 manna leikvangur, með
opnanlegu þaki eða án þaks.
d. Að byggður verði fjölnota-
leikvangur með 17.500 sætum,
með opnanlegu þaki eða án þaks.
AFL telur að 15.000 manna leik-
vangur án þaks sé hagkvæmasti
kosturinn, ef eingöngu sé horft til
beinna fjárhagslegra þátta. Hins
vegar myndi slíkur leikvangur með
opnanlegu þaki skila bestu heildar-
niðurstöðunni m.t.t. vinnsluvirðis,
efnahagslegra áhrifa, nýtingar og
fleiri þátta. Þá telur AFL að ofan-
greindir valkostir A og B séu ekki
fýsileg langtímalausn. Valkosta-
greiningin var unnin að undir-
lagi Þjóðarleikvangs ehf., félags
sem KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkið
stofnuðu til að halda utan um verk-
efnið.
mm
Íþróttamiðstöðin í Stykk-
ishólmi varð 30 ára í gær,
en hún var vígð við hátíð-
lega athöfn laugardaginn
10. nóvember 1990. Rifjað
er upp á vef Stykkishólms-
bæjar að það var Sverr-
ir Hermannsson, þáver-
andi menntamálaráðherra,
sem tók fyrstu skóflustung-
una að byggingunni 22. maí
1987. Jafnframt afhenti ráð-
herrann þáverandi sveitar-
stjóra, Sturlu Böðvarssyni,
samning sem gerður hafði
verið milli menntamálaráðu-
neytis, fjármálaráðuneytis og Stykk-
ishólmsbæjar um framlag ríkissjóðs
til byggingarinnar en langan tíma
hafði tekið að koma þessum samn-
ingi á og tryggja þannig fjármuni til
verksins. Í framhaldi af byggingu
íþróttahússins tók Stykkishólms-
bær í notkun íþróttavöll árið 1996
og nýja sundlaug 1999.
Í byggingarnefnd fyrir íþrótta-
húsið höfðu verið bæjarstjórinn
Sturla Böðvarsson, Gunnar Svan-
laugsson og Davíð Sveinsson. For-
hönnun byggingarinnar var í hönd-
um Ormars Þórs Guðmundssonar
og Viðars ólafssonar hjá Verkfræði-
stofu Sig. Thoroddsen. Um eftir-
lit á byggingarstað sá erlar Krist-
jánsson bæjarverkfræðingur.
Byggingarstjóri var Sigurð-
ur Kristjánsson og aðalverk-
taki var Trésmiðja Stykk-
ishólms. Nær allir verk-
takar við bygginguna voru
úr Stykkishólmi. Kostnað-
ur við bygginguna nam á
sínum tíma 137 milljónum
króna.
Sama dag og tekin var
fyrsta skóflustungan að
íþróttamiðstöðinni varð
Stykkishólmshreppur að
Stykkishólmsbæ þegar Alex-
ander Stefánsson þáverandi
félagsmálaráðherra gaf út tilskip-
un um bæjarréttindi Stykkishólms-
hrepps sem frá þeim degi varð
Stykkishólmsbær. Það var síðan 10.
júní 1987 sem bæjarstjórn Stykkis-
hólmsbæjar hélt fyrsta fund sinn og
hreppsnefnd Stykkishólmshrepps
sinn síðasta.
frg
Lítil snjóhreinsun af vegum
það sem af er hausti
Stíga skref til undirbúnings
þjóðarleikvangs fyrir knattspyrnu
Tölvugerð mynd sem KSÍ lét gera árið 2017 af því hvernig nýr þjóðarleikvangur
gæti litið út.
Íþróttamiðstöðin í
Stykkishólmi er þrjátíu ára
Sverrir Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra,
tók fyrstu skóflustunguna að íþróttamiðstöðinni í
Stykkishólmi. Myndin er af vef Stykkishólmsbæjar.