Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2020, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 11.11.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 202012 Síðastliðinn mánudag var unnið að lagningu bundins slitlags á göngu- stíg meðfram sjávarkambinum við Vesturgötu og Krókalón á Akranesi. Aðalverktaki er Skóflan hf. sem var lægstbjóðandi í verkið. Þrír buðu í verkið og reyndist tilboð Skófl- unnar hagstæðast en það var um 6,6 milljónum króna yfir kostnað- aráætlun. Það er malbikunarstöðin Hlaðbær Colas sem leggur malbik- ið. Stígurinn er um 750 metrar að lengd og liggur á milli athafnasvæð- is Skagans og Ægisbrautar. frg Umhverfisviðurkenningar Akra- neskaupstaðar fyrir árið 2020 voru afhentar föstudaginn 30. október. Vegna þeirra takmarkana sem í gildi eru vegna faraldursins var sá háttur hafður á að ráðsmenn skipu- lags- og umhverfisráðs mætti heim til fólks og afhenti viðurkenning- arnar þar. Dagskránni stýrði Ragn- ar B. Sæmundsson og með hon- um í för voru ólafur Adolfsson og Guðríður Sigurjónsdóttir. Við- urkenningarnar voru vandaður skjöldur, innrammað skjal og gjafa- bréf hjá Jóni Guðmundssyni garð- yrkjumanni. Dómnefnd skipuðu þau Helena Guttormsdóttir lekt- or LbhÍ, Sindri Birgisson umhverf- isstjóri Akraneskaupstaðar og Ása Katrín Bjarnadóttir Bs. í landslags- arkitektúr LbhÍ. Nefndin fór í vett- vangsferðir í júlí og tók út tilnefn- ingar. Þau unnu m.a. með fagur- fræði, fjölbreytileika og samtal við almenningsrými. Markmiðið var að vekja í víðum skilningi athygli á at- riðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli. Samfélagsverðlaun hlutu bræð- urnir Sigurður Arnar Sigurðsson og Ásgeir Guðmundur Sigurðsson fyrir hreinsun umhverrif í almenn- ingsrými bæjarins og endurvinnslu um langt árabil. Hjónin Maria Antonía de Sa Ro- drigues og Jón elías Jónsson fengu viðurkenningu fyrir einbýlishúsa- lóð sína við Vesturgötu140, en lóð- in fékk fjölda tilnefninga. Í einni þeirra segir m.a. „mikil natni hef- ur verið lögð við smáatriði og fjöl- margar tegundir blóma og annars gróðurs er þarna að finna. Fallegur garðskáli, brýr, skreytingar og fjöl- breytt flóra sem eigendur hafa kom- ið sér upp smátt og smátt undanfar- in ár. Falin perla á Skaganum.“ Íbúar fjölbýlishússins að Skaga- braut 5 hlutu hvatningarverðlaun hafa en þeir hafa undanfarið unn- ið að miklum endurbótum á þessu þriggja hæða steinhúsi frá 1949. Hvatningar viðurkenning til eig- enda er veitt fyrir vel heppnaðar umbætur á virðulegu húsi sem er áberandi í götumynd í miðkjarna bæjarins. Gamalt, stórt og fallegt gullregn við íbúðarhús að Bjarkargrund 37 var valið tré ársins 2020. eigend- ur hússins eru Jóhanna Arnbergs- dóttir og Jón Sævar Hallvarðsson. Tréð sem var gróðursett snemma á níunda áratugnum er með öflug- an stofn og setur svip á aðkomu og götumynd. Tréð myndar umgjörð um inngang hússins og gerir fram- hlið þess einstaklega aðlaðandi. Tréð er formfallegt og blómstraði stórkostlega í sumar. Heiðarbraut 51 í eigu hjónanna Mörtu Sigurðardóttur og Tómasar Sigurðssonar fékk viðurkenningu fyrir einstaklega fallega aðkomu sem býður fólk velkomið að húsi í rótgrónu hverfi. Gróðri er vel við haldið og afar fjölbreyttar tegundir í lit og formi. frg/ Ljósm. Akraneskaupstaður. Starfsmenn Hlaðbæjar Colas við vinnu sína. Göngustígur við Krókalón malbikaður Unnið að malbikun göngustígs við Krókalón. Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar árið 2020 Heiðarbraut 51 í eigu hjónanna Marta Sigurðardóttir og Tómas Sigurðsson fékk viðurkenningu fyrir einstaklega fallega aðkomu. Samfélagsverðlaun hlutu bræðurnir Sigurður Arnar Sigurðsson og Ásgeir Guð- mundur Sigurðsson fyrir hreinsun umhverrif í almenningsrými bæjarins og endur- vinnslu um langt árabil. Ljósmyndina tók Jón Atli Sigurðsson, bróðir þeirra. Hjónin Maria Antonía de Sa Rodrigues og Jón Elías Jónsson fengu viðurkenn- ingu fyrir einbýlishúsalóð sína við Vesturgötu140, en lóðin fékk fjölda tilnefninga. Íbúar fjölbýlishússins að Skagabraut 5 hlutu hvatningarverðlaun hafa en þeir hafa undanfarið unnið að miklum endurbótum á þessu þriggja hæða steinhúsi frá 1949. Gamalt, stórt og fallegt gullregn við íbúðarhús að Bjarkargrund 37 var valið tré ársins 2020. Eigendur hússins eru Jóhanna Arnbergsdóttir og Jón Sævar Hallvarðsson. Á fundi bæjarráðs Akraneskaup- staðar síðastliðinn fimmtudag var samþykkt að hafna tilboði Verk- fars ehf. í húseignina Suðurgötu 108. Í bókun meirihluta bæjarráðs segir að tilboðið hafi ekki uppfyllt skilyrði útboðsins. „Suðurgata 108 er því áfram til sölu án sérstakra skilyrða um lágmarksfjárhæð og önnur atriði sem tilgreind voru á fundi bæjarráðs þann 29. októ- ber sl,“ segir í bókun meirihlut- ans. elsa Lára Arnardóttir og Val- garður Líndal Jónsson áréttuðu í bókun sinni að við sölu fasteigna Akraneskaupstaðar gildi regl- ur um sölu eigna í eigu Akranes- kaupstaðar og stofnana hans sem samþykktar voru 2014. Því til við- bótar vegna sölu þessarar tilteknu eignar gilda sérstakar kvaðir um viðhald, kauprétt og forkaups- rétt sbr. samþykkt bæjarráðs frá 14. maí 2020. Rakel óskarsdóttir (D) lýsti sig andsnúna sölu húss- ins og lagði fram bókun: „Bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins árétt- ar fyrri afstöðu sína í málinu og er því mótfallin að húsið verði selt. Þykir bæjarfulltrúanum miður að ákvörðun um að rífa húsnæðið og úthluta lóðinni að nýju hafi verið snúið við af bæjarfulltrúum Sam- fylkingarinnar og Framsókn og frjálsum.“ mm Suðurgata 108 á Akranesi. Ljósm. frg. Höfnuðu tilboði í húseign og bjóða áfram til sölu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.