Skessuhorn - 11.11.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 202014
Jónína eiríksdóttir er starfsmaður
Varaeintakasafns Landsbókasafns
Íslands sem staðsett er í Reykholti í
Borgarfirði. Hún segir að sér líði vel
í gamla skólahúsinu innan um allar
þessar bækur, blöð og tímarit sem
þar er að finna. „Bækurnar skapa
mína stemningu og hér er afskap-
lega gott andrúmsloft. Ég ólst upp
við mikinn bókakost á æskuheimil-
inu og mér hefur alla tíð liðið vel
innan um bækur. Þannig má segja
að það séu fyrir mig ákveðin forrétt-
indi að fá að starfa við það sem veit-
ir mér ánægju og gerir gagn. Hér fæ
ég virkilega mína andlegu og fag-
legu næringu,“ segir Jónína. Blaða-
maður Skessuhorns fékk að kíkja í
heimsókn á vinnustað Jónínu undir
lok síðustu viku. Þar stýrir hún mik-
ilvægu hlutverki við varðveislu alls
prentaðs efnis sem komið hefur út
frá 1845. Geymir safnið í Reykholti
á annað hundrað þúsund titla og þar
af leiðandi milljónir tölublaða.
Byggir á lögum frá 1886
Sjálfsagt gera sér ekki allir grein fyrir
hvernig söfnun og varðveislu útgef-
ins prentefnis hér á landi er háttað.
Hvernig tryggir þjóðin varðveislu
bókar, bæklings, dagblaðs, auglýs-
ingablaðs og jafnvel sálmaskrárinn-
ar, sem við gefum út og handleik-
um þegar einhver okkur nákom-
inn fellur frá? Jú, slík varðveisla er
tryggð með lögum og hefur verið
um langt skeið. Lög um skylduskil
til safna voru fyrst sett árið 1886 og
hafa reglulega verið uppfærð í takti
við tímans hjól og breytt lands-
lag í útgáfu. Til dæmis hefur verið
aukið inn í lögin hvernig varðveita
skuli efni sem einungis er gefið út á
netinu. Tilgangur skilaskyldu er að
tryggja að unnt sé að varðveita ís-
lenska menningararfinn um ókom-
in ár. Þannig má vinna og gefa út
tæmandi skrá um þetta efni og varð-
veita þannig útgáfusögu þjóðarinn-
ar um ókomnar aldir með öruggum
hætti. Í lögunum er tryggt að efni
varðveislusafna sé ávallt tiltækt til
nota vegna rannsókna og fræða.
Samkvæmt lögunum eru þrjú
skilgreind varðveislusöfn. Það eru
Landsbókasafn Íslands, Amtsbóka-
safnið á Akureyri og Kvikmynda-
safn Íslands. Landsbókasafnið sér
um að veita viðtöku og kalla inn
skyldueintök prentaðs og stafræns
efnis og er tónlist þar ekki undan-
skilin. Kvikmyndasafnið sér um lif-
andi myndir eins og nafn þess ber
með sér. Sá sem gefur út efni, sem
fellur undir skilaskyldu laganna,
skilar fjórum prentuðum eintökum
til Landsbókasafnsins og þremur
eintökum af hljóðritum. Venjan er
að prentsmiðjur og fjölritunarstofur
annist skylduskil innanlands en út-
gefendur á því efni sem prentað er
í útlöndum. Hinum fjórum prent-
eintökum er svo skipt niður í hús í
ólíkum landshlutum til að tryggja
öryggið. Jafnvel þótt brenni á ein-
um stað, verða áfram til þrjú eintök
af öllu prentuðu efni. Landsbóka-
safn heldur eftir tveimur eintökum
skylduskilanna, öðru á svokölluðu
Íslandssafni og hinu til nota í Há-
skólasafninu, sem er hluti Lands-
bókasafnsins. eitt eintak fer til
varðveislu í Amtsbókasafninu á Ak-
ureyri og fjórða eintakið fer í hirslur
Varaeintakasafnsins, sem starfrækt
er í Reykholti. Þar hefur það verið
í tvo áratugi og er til húsa í austur-
álmu gamla héraðsskólahússins sem
byggt var um 1930. Jónína eiríks-
dóttir bókasafnsfræðingur og kenn-
ari er starfsmaður Landsbókasafns-
ins í Reykholti. Hún er þar í hálfu
starfi en nýverið lét hún af starfi
verkefnisstjóra í Snorrastofu. Hug-
ur hennar stefnir á að halda áfram
störfum við Landsbókasafnið þar
til hún þarf að hætta sökum aldurs
um sjötugt. Varaeintakasafnið er
á þremur hæðum í húsinu í þeim
hluta þess sem lengst þjónaði sem
skólastofur og matsalur nemenda
Héraðsskólans í Reykholti.
Hallgrímur ruddi
brautina
Áður en lengra er haldið er gaman
að velta því fyrir sér hvort þeir sem
sömdu lögin um skylduskil hafi haft
í huga forsjálni Hallgríms Péturs-
sonar prests og sálmaskálds forðum
daga. Þannig var nefnilega að árið
1660 hafði Hallgrímur ritað Pass-
íusálmana sem enn í dag lifa góðu
lífi og lesnir eru upp í kirkjum sem
næst föstudeginum langa. Vafalít-
ið hefur skáldið gert sér grein fyrir
að þarna hefði hann ritað verk sem
gæti lifað með þjóðinni um aldir.
Til að draga úr líkum á að þeir færu
forgörðum ritaði Hallgrímur Pass-
íusálmana í fjórriti og sendi jafn
mörgum konum og fól þeim „for-
svar“ þeirra eins og hann orðaði
það, með beiðni til þeirra um að sjá
til þess að verkinu yrði ekki „varp-
að undir bekk.“ Þessar konur voru
þær Ragnhildur Árnadóttir í Kald-
aðarnesi, Helga Árnadóttir í Híta-
rdal, Kristín Jónsdóttir í einars-
nesi og Ragnheiður Brynjólfsdóttir
í Skálholti. Konurnar hafa orðið við
beiðni séra Hallgríms og sálmarnir
lifa. Hvort það er tilviljun eða ekki,
þá er einmitt kallað inn í fjórriti í
skylduskil allt efni sem út er gefið í
dag og það varðveitt.
Allt prentað efni
skal varðveita
Landsbókasafnið varð 200 ára árið
2018 og því með elstu stofnunum
hér á landi. „Lög um skylduskil eru
gömul en hafa verið uppfærð og
eru því í fullu gildi. Nú hafa bæst
við ýmis fleiri birtingarform hug-
verka eins og hljóðbækur, netút-
gáfur og vefsíður, en allt þetta efni
skal varðveita fyrir komandi kyn-
slóðir hvernig sem birtingarform-
ið er. Nú eru til dæmis tekin afrit
í Landsbókasafninu af öllum vefj-
um sem bera endinguna .is í sér-
stakt vefsafn (vefsafn.is) sem nú hef-
ur verið gert aðgengilegt fyrir al-
menning. Söfnunarskyldan nær því
yfir allt útgefið efni á hvaða formi
sem það birtist fyrst. Frá 1977 ná
skylduskilin til tónlistarinnar líka,“
segir Jónína í upphafi samtals okk-
ar. Safnið í Reykholti er skilgreint
sem Varaeintakasafn Landsbóka-
safns Íslands. „Ég er starfsmaður
Landsbókasafns og fæ því reglulega
sendingar að sunnan sem búið er að
forskrá inn í Gegni (leitir.is), sam-
eiginlegan gagnagrunn allra bóka-
safna á Íslandi. Ég fer höndum um
sendinguna, pakka þeim eintökum
inn sem þörf er á, og kem öllu efn-
inu fyrir á sínum endanlega stað á
efri hæðum hússins. Númeraröð
tölvukerfisins heldur utanum stað-
setninguna þannig að hægt verði að
ganga að efninu síðar. Margir gera
sér ekki grein fyrir að hér erum við
ekki einvörðungu að tala um bækur,
heldur öll dagblöð, vikublöð, lands-
hlutablöð, tímarit, sálmaskrár allt
til auglýsingabæklinga verslana og
fyrirtækja. Sagnfræðingar framtíð-
arinnar eiga því að geta fundið bók-
staflega allt prentað efni, sem gef-
ið hefur verið út og ætlað almenn-
ingi,“ segir Jónína. Hún sýnir blaða-
manni ofan í kassa með nokkurra
ára gömlum auglýsingabæklingum
þar sem meðal annars má sjá tilboð
ferðaskrifstofa um sólarlandaferðir,
bæklinga um vikutilboð í Bónus, en
auk þess útfararskrár genginna Ís-
lendinga, bækur, viðburðaskrár og
raunar allt þar á milli.
Allt pentað efni
síðustu 175 ára
„Hér í Reykholti er varðveitt allt
efni sem komið hefur út á prenti frá
árinu 1845. Allt sem er eldra telst
til fágætis og er varðveitt í sérstöku
birgi í Þjóðarbókhlöðunni við Arn-
grímsgötu vestur á melum í Reykja-
vík. Í titlum talið er eintakafjöldi,
sem varðveittur er hér í Reykholti,
kominn yfir eitthundrað þúsund, en
ef talin væru öll tölublöð hvers tit-
ils verður fjöldinn margfalt meiri,“
segir Jónína. Þannig má til gam-
ans geta að tölublöð Skessuhorns
frá upphafi eru um 1.140 talsins og
er þau að finna í nokkrum hillum á
þriðju hæð byggingarinnar í færan-
legum stálhillum merktum staðar-
blöðum, flokkuð í stafrófsröð. Við
hlið Skessuhornsins má sjá blöð
eins og Sunnlenska fréttablaðið,
Skutul, Siglfirðing og önnur hér-
aðsfréttablöð, flest gengin. Tíma-
rit eiga sinn stað, dagblöð annan og
svo framvegis. Bókum er svo raðað
eftir stærð í númeraröð sem Gegn-
ir heldur utanum og notendur geta
séð á internetinu.
Aðgát skal höfð...
„Í Gegni er hægt að fletta upp og
athuga hvort bók er til í söfnum
landsins og hvar hana er að finna.
Gegnir er leitarbær í leitargátt-
inni leitir.is, sem margir þekkja nú
orðið. Sé fólk t.d. að leita eftir ein-
hverju ákveðnu útgefnu efni er það
rétti staðurinn til að leita fyrst.
Þangað er ekki síður mikilvægt að
leita þegar fólk fær í fangið bækur
að erfðum, sem það ræður ekki við
að hýsa sjálft eða þarf að koma bók-
um af sér af einhverjum ástæðum.
Í Gegni er hægt að sjá hvort efnið
er til í nágrannasafninu eða sjálfu
móðursafni landsins, Landsbóka-
safninu. Bókasöfnum landsins er
oft þröngur stakkur skorinn, bæði
í húsnæði og mannahaldi og ráða
fæst við að þiggja stórar bókagjaf-
ir, þó verðmætar gætu talist. Öðru
máli gegnir ef leit í Gegni segir að
tiltekið efni sé þar ekki til, þá er að
sjálfsögðu auðveldara fyrir söfnin
að veita gjöfinni viðtöku. Því mið-
ur koma í ljós ýmis göt í þjóðararf-
inum ef vel er að gáð og á þennan
hátt getur almenningur svo sann-
arlega komið til hjálpar. Í rauninni
ætti enginn að henda bók án þess
að nýta sér þjónustu Gegnis, sem
svarar auðveldlega því hvort henn-
ar er saknað eða ekki.“ Jónína seg-
Allt frá sálmaskrám og tímaritum til bóka frá 1845 er varðveitt í Reykholti
Kíkt í heimsókn til Jónínu starfsmanns
Varaeintakasafns Landsbókasafns Íslands
Jónína Eiríksdóttir. Hér stendur hún við hluta bókasafns Seðlabankans, en bankinn var með sjálfstætt safn innan sinna
veggja allt þar til fyrir u.þ.b. tveimur árum, þegar stjórnendum bankans þótti sýnt að það væri ekki hlutverk seðlabanka að
halda úti bókasafni. Bækur og tímarit í eigu bankans eru fallega innbundin verk, sem Landsbókasafnið nýtir bæði til að fylla í
eyður eigin safnkosts og til varðveislu á fögrum umbúnaði.
Varaeintakasafnið er til húsa á þremur hæðum í austurálmu gamla héraðsskóla-
hússins. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson. Allar sálmaskrár skulu varðveittar og fylla margar hillur safnsins.