Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.11.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 20206 Mannbjörg er maður féll í vatnið SKORRADALUR: Maður féll af sit-on-top kajak sínum í Skorradalsvatn á þriðja tím- anum síðastliðinn miðviku- dag. Neyðarlínu barst tilkynn- ing um atvikið kl. 14:49. Félagi mannsins tilkynnti um slysið en hann komst ekki að félaga sín- um vegna mikils vinds. Maður- inn var vel búinn, í þurrgalla og flotvesti. Björgunarsveitir voru kallaðar á staðinn og náðu fé- lagar í Björgunarfélagi Akraness manninum á þurrt. Lögregla og sjúkrabíll voru sömuleiðis köll- uð á staðinn en ekki þurfti að flytja manninn á sjúkrahús þar sem hann sagðist vera við góða heilsu. -frg Rafmagn fór af á tveimur stöðum SNÆFELLSNES: Sökum hvassviðris síðastliðinn fimmtu- dag fór rafmagn af dreifikerfi Rarik á tveimur stöðum. Fyrst varð straumlaust í Fróðár- hreppi á Snæfellsnesi, frá ólafs- vík að Fróðá, frá klukkan 14 til 16. Síðari bilunin varð á Skóg- arstrandarlínu. Þar sló út raf- magni klukkan 19 en viðgerð lauk klukkan 23 um kvöldið. -mm Fjölga líknarrýmum KÓP: Heilbrigðisráðherra hef- ur tryggt Landspítala aukið fjár- magn til að fjölga líknarrým- um við líknardeildina í Kópa- vogi úr 12 í 16. „Ákvörðunin er liður í aðgerðum til að létta álagi af bráðamóttöku Land- spítala og bæta um leið aðbúnað og þjónustu við sjúklinga með sjúkdóma á lokastigi. Áætlaður kostnaður vegna þessa nemur rúmum 100 milljónum króna á ári,“ segir í tilkynningu frá heil- brigðisráðuneytinu. -mm Árvekniátak í umferðinni LANDIÐ: Árlegur alþjóðleg- ur minningardagur um fórn- arlömb umferðarslysa verð- ur sunnudaginn 15. nóvember. Að þessu sinni verður minning- ardagurinn sniðinn að sérstök- um aðstæðum í samfélaginu. Í stað hefðbundinnar minningar- stundar við þyrlupallinn í Foss- vogi verður árvekniátak í sam- félaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember. Til- gangurinn með deginum er að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferð- inni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun. -mm Ný stjórn í Landssambandi kúabænda LANDIÐ: Aðalfundur Lands- samtaka kúabænda fór fram á netinu í síðustu viku. Á hon- um var Herdís Magna Gunn- arsdóttir, bóndi á egilsstöð- um á Fljótsdalshéraði, kjörin formaður. Hún er jafnframt fyrsta konan til að gegna því embætti. Með Herdísi í stjórn eru Bessi Freyr Vésteinsson í Hofsstaðaseli, Rafn Bergsson í Hólmahjáleigu, Sigurbjörg Ottesen á Hjarðarfelli í eyja- og Miklaholtshreppi og Vaka Sigurðardóttir á Dagverðar- eyri. -mm Skila þarf skýrslu um bústofn og fóður LANDIÐ: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið minn- ir á að opnað hefur verið fyr- ir skráningar á haustskýrslum fyrir árið 2020 í Bústofni. Í samræmi við lög um búfjár- hald er öllum umráðamönn- um búfjár skylt að skila árlega rafrænni haustskýrslu í Bú- stofni, eigi síðar en 20. nóvem- ber. Í haustskýrslunni skal koma fram fjöldi ásetts bú- fjár af hverri tegund, allt búfé í hagagöngu og á hvaða jörð eða landspildu það er. einn- ig skal koma fram gróffóð- uruppskera af hefðbundnum nytjatúnum og leigutúnum og fyrningar, auk upplýsinga um aðra fóðuröflun og landstærð- ir. Minnt er á að skilyrði fyr- ir stuðningsgreiðslum í land- búnaði eru fullnægjandi skil á haustskýrslu. -mm Sjávarútvegsráðherrar Ís- lands og Færeyja hafa náð samkomulagi um fiskveiði- heimildir Færeyinga inn- an íslenskrar lögsögu fyrir næsta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu landanna fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna. Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða þær sömu og í ár eða 5.600 tonn og hámark þess sem veiða má af þorski verð- ur óbreytt eða 2.400 tonn. Vegna bágs ástands keilustofns- ins voru ráðherrarnir sammála um að keiluafli Færeyinga yrði minni en verið hefur. Heimildir þeirra til veiða á keilu lækka því úr 650 tonn- um í 400 tonn. Samið var um að Færeyingar geti veitt loðnu við Ísland sem nem- ur 5% af ákvörðuðum heildarafla á vertíðinni 2020/21 en þó að há- marki 30.000 tonn. Áfram gilda sömu takmarkanir og verið hafa á heimildum þeirra til að verka loðnu um borð eða landa í Færeyjum til manneldis. Samkomulagið felur í sér gagn- kvæman aðgang til veiða á kol- munna og norsk-íslenskri síld með sama hætti og verið hefur undan- farin tvö ár. Þannig geta allt að 15 íslensk skip stundað síld- og kolmunnaveiðar í lögsögu Færeyja samtímis. Þá er ís- lenskum skipum heimilt að veiða allt að 1.300 tonn af makríl af aflaheimildum Fær- eyja sem meðafla við veið- arnar. „Samningurinn er mikil- vægur fyrir báðar þjóðirnar. Aðgengi að lögsögu Færeyja til kolmunnaveiða er mikil- vægt fyrir íslensk skip þar sem lítið hefur verið af kolmunna í lögsögu Íslands á undanförnum árum. Fyrir Færeyjar er samning- urinn einnig mjög mikilvægur, bæði vegna þeirra veiðiheimilda sem þeir fá í bolfiski og loðnu við Ísland en einnig vegna aukinna veiða þeirra á norsk-íslensku síldinni í íslenskri lögsögu á undanförnum árum,“ segir í tilkynningu frá sjávarútvegs- ráðuneytinu. mm Landbúnaðarráðuneytinu bárust 209 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslu- mark mjólkur 2. nóvember síðast- liðinn. Þetta var jafnframt síðasti markaðurinn á yfirstandandi ári og aðilaskipti greiðslumarks á mark- aðnum taka gildi frá 1. janúar nk. Hámarksverð greiðslumarks sam- kvæmt reglugerð frá 30. júlí sl. er þrefalt afurðastöðvaverð, nú 294 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Nær öll tilboð tóku mið af settu hámarks- verði. Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki voru 17, en 192 gild kauptilboð bárust. eitt kaup- tilboð var undir jafnvægisverði. Boðnir voru til sölu 1.948.334 lítrar en óskað kaupa á 9.218.000 lítrum. Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 97.399 lítrar. Fjöldi gildra kauptilboða frá ný- liðum voru 21. Landbúnaðarráðu- neytið mun nú senda öllum tilboðs- gjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skrán- ingu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. mm Óskað var eftir níu milljónum lítra en tvær milljónir falboðnar Loðnuveiðar. Ljósm. úr safni: Friðþjófur Helgason. Samið um gagnkvæmar veiðar við Færeyinga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.