Skessuhorn - 11.11.2020, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 20208
Ekið of hratt
VESTURLAND: Kl. 6:30
að morgni þriðjudagsins 3.
nóvember var myndavélar-
bíl lögreglunnar lagt á Vest-
urlandsvegi á móts við Más-
staði í Hvalfjarðarsveit. Bíll-
inn var á staðnum í um eina
klukkustund. Alls fóru 367
bílar hjá á einni klukkustund.
Meðalhraði bíla reyndist vera
innan við 90 kílómetra á klst.
Nokkrir ökumenn óku þó yfir
hámarkshraða, sá sem hraðast
ók var á 106 kílómetra hraða.
Þrír ökumenn hlutu sekt fyrir
of hraðan akstur. -frg
Masað í síma
við akstur
VESTURLAND: Lögreglan
á Vesturlandi segir alltof mikið
um að ökumenn tali í síma við
akstur án þess að nota hand-
frjálsan búnað. Lögreglumenn
á ómerktum bílum verða mest
varir við þetta en talsvert er
af ómerktum lögreglubílum
á ferðinni. Þá er algengt að
ökumenn sem nást á mynd í
hraðamyndavélum séu einn-
ig að tala í símann. Við slíkt
brot bætast 40.000 krónur við
hraðasekt og getur sektarfjár-
hæðin þá orðið tilfinnanleg.
-frg
Misskilning-
ur um grímu-
notkun
VESTURLAND: Mikið er
um að lögreglan fái tilkynn-
ingar um brot á reglum um
grímunotkun. Algengt er að
fólk telji sig ekki þurfa að nota
grímu en lögregla minnir á að
grímunotkun er ekki valkvæð í
verslunum eða stofnunum þar
sem ekki er hægt að tryggja 2ja
metra nándarmörk, þar skulu
allir vera með grímu. -frg
Þakplötur fuku
í Ólafsvík
ÓLAFSVÍK: Síðdegis á mið-
vikudaginn barst Neyðarlínu
tilkynning um að þakplötur
væru að fjúka við Brautarholt
í ólafsvík. Var um að ræða
plötur sem lágu á jörðinni og
fuku þær í átt að gömlu lög-
reglustöðinni. ekki varð tjón
af hinum fljúgandi þakplöt-
um. -frg
Árekstur við
Grundartanga
VESTURLAND: Rétt fyrir
miðnætti að kvöldi miðviku-
dags barst Neyðarlínu tilkynn-
ing um árekstur tveggja bif-
reiða á mótum Grundartanga-
vegar og Vesturlandsvegar.
Þar hafði bifreið sem kom frá
Grundartanga verið ekið inn
í hlið annarrar bifreiðar með
eftirvagn í drætti. Lögregla,
tækjabíll slökkviliðs og sjúkra-
bíll voru kölluð á staðinn en
ekki reyndist um slys á fólki
að ræða. Áhöfn tækjabílsins sá
um að hreinsa vettvanginn og
dráttarbifreið þurfti til að fjar-
lægja ökutæki sem voru nokk-
uð skemmd. -frg
Einangrunar-
plötur fuku
HELLISSANDUR: Á
fimmtudag barst lögreglu til-
kynning um fljúgandi plötur
frá iðnaðarsvæði á Hellis-
sandi. Við nánari athugun
reyndist um léttar einangr-
unarplötur að ræða sem ekki
sköpuðu verulega hættu.
Lögregla ræddi við yfirmann
þess fyrirtækis sem átti plöt-
urnar og gekk hann í að láta
hreinsa svæðið. frg
Fjúkandi
vörubretti
AKRANES: Um miðjan dag
á fimmtudag barst lögreglu
tilkynning um að vörubretti
væru að fjúka á bílastæðinu
framan við Krónuna á Akra-
nesi. Lögregla aðstoðaði við
að koma í veg fyrir frekara
fok. ekki varð tjón af völd-
um brettanna. -frg
Þakplötur
fuku af heilsu-
gæslustöð
AKRANES: Neyðarlínu
barst tilkynning um að þak-
plötur væru að fjúka af
Heilsugæslustöðinni á Akra-
nesi á fimmtudaginn. Björg-
unarsveitarmenn fóru á stað-
inn og komu í veg fyrir frek-
ara fok. -frg
Þakplötur fuku
af gistiheimili
GRUNDARFJÖRÐUR: Á
fimmtudag barst neyðarlínu
tilkynning um að þakplötur
væru að fjúka af gistiheim-
ili í Grundarfirði. Björgun-
arsveitarmenn mættu á stað-
inn og tryggðu að ekki fykju
fleiri plötur. -frg
Malbik fauk í
Kolgrafafirði
KOLGRAFAFJ: Um kvöld-
matarleytið á fimmtudag
barst Neyðarlínu tilkynning
um að malbik væri byrjað
að fjúka af Snæfellsnesvegi
í Kolgrafafirði. Vegagerðin
sendi viðgerðarflokk á stað-
inn sem hindraði frekara fok.
-frg
Hundur fannst
dauður
BORGARBYGGÐ: Lög-
reglu barst tilkynning á
föstudag um að golden ret-
riever hundur hefði sloppið
frá sumarbústað við Svigna-
skarð í Borgarfirði. Stuttu
síðar bárust lögreglu þau
tíðindi að hundurinn hefði
fundist dauður á þjóðvegin-
um og að ekið hefði verið á
hann. ekki er vitað hver ók á
hundinn. -frg
Litlu munaði að hvalaskoðunar-
báturinn Íris losnaði frá bryggju í
Grundarfirði í mestu vindhviðun-
um síðastliðinn miðvikudag. Íris lá
við Miðgarð þannig að vindurinn
ýtti henni frá bryggjunni. Svo gaf
spotti sig með þeim afleiðingum að
framendi skipsins losnaði frá. Það
var einungis skjótum viðbrögðum
eigenda og hafnarstarfsmanna að
þakka að ekki fór verr. Þeir komust
um borð í skipið og náðu að festa
það að nýju og bæta fleiri landfest-
um við. Gul viðvörun var í gangi og
til að mynda lá togarinn Akurey við
festar í Grundarfirði og beið af sér
veðrið á miðvikudaginn.
tfk
Í fundargerð safna- og menningar-
málanefndar Stykkishólmsbæjar frá
4. nóvember síðastliðnum kemur
fram að nefndin sé ósammála bók-
un atvinnu- og nýsköpunarnefndar
um að fjármunum sem bærinn ver
í eldfjallasafnið í Stykkishólmi sé
betur varið í aðra starfsemi. Í um-
ræddri bókun atvinnu- og nýsköp-
unarnefndar frá 14. maí síðastlið-
inn segir: „Atvinnu- og nýsköpun-
arnefnd telur að þeim fjármunum
sem bæjarsjóður ver í starfsemi
eldfjallasafnsins sé betur varið til
stuðnings margra annarra fram-
faramála í Stykkishólmi. Starfsemi
safnsins hefur ekki náð að þróast
nægjanlega sem lifandi safn til að
vera aðdráttarafl og stuðningur
við ferðaþjónustu í Stykkishólmi.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn
Stykkishólmsbæjar að segja upp
samningi við eiganda eldfjalla-
safnsins og kanna aðra og betri
möguleika á nýtingu húsnæðis-
ins.“
Safnið á sölu
eins og Skessuhorn greindi ný-
verið frá hefur Haraldur Sigurðs-
son, eigandi eldfjallasafnsins, sett
safnið á sölu og segir hann ástæð-
una vera þá að bærinn sjái sér ekki
fært að halda við húsnæði safnsins.
Safna- og menningarmálanefnd
bæjarins segja það mikinn feng
fyrir Hólmara að hafa safnið áfram
í bænum, safnmunir séu verðmætir
og fágætir. Auk þess kemur fram að
ýmsir viðburðir hafi verið haldnir í
eldfjallasafninu og spyrja nefnd-
armenn sig hvað flokkist því sem
lifandi safn eins og það var orðað
í bókun atvinnu- og nýsköpunar-
nefndar; „ef farið væri eftir bók-
un nefndarinnar væru flest söfn af-
lögð,“ segir í fundagerð safna- og
menningarmálanefndar.
Hafa skilning á afsöðu
allra aðila
Jakob Björgvin Jakobsson bæj-
arstjóri gerði grein fyrir forsögu
safnsins á fundi nefndarinnar í síð-
ustu viku og hvernig aðkoma bæjar-
ins hafi verið frá upphafi. „Þá gerði
bæjarstjóri grein fyrir fundi sem
haldinn var með forsvarsmönn-
um Vulkan ehf. um stöðu safnsins,
framtíð þess og ástand samkomu-
hússins sem hýsir safnið,“ segir í
fundagerðinni. Leggur nefndin
áherslu á verðmæti safnsins og gildi
þess í menningarlegu-, vísindalegu-
og sögulegu samhengi. „Nefnd-
in hefur hins vegar bæði skilning
á forgangsröðun Stykkishólmsbæj-
ar, hvað varðar fjárfestingar næsta
árs, og þeirri afstöðu Haraldar Sig-
urðssonar, eldfjallafræðings, sem
fram kemur í tilynningu frá hon-
um. Í ljósi þeirrar stöðu sem upp
er komin hvetur safna- og menn-
ingarmálanefnd bæjarstjórn og for-
svarsmenn Vulkan ehf. til þess að
leita allra leiða til að halda safninu
í Stykkishólmi, eins og ávallt var
stefnt á að yrði framtíðarstaðsetn-
ing safnsins, með það að leiðarljósi
að finna þessu merkilega safni ann-
an hentugri stað í Stykkishólmi. arg
Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað
eftir fjárveitingu á fjáraukalögum
til að koma til móts við hjúkrun-
arheimilin í landinu vegna viðvar-
andi taprekstrar. Stefnt er að slíku
uppgjöri þegar rekstrarniðurstöður
ársins liggja betur fyrir. Þetta kem-
ur fram í tilkynningu frá heilbrigð-
isráðuneytinu. „Þegar fullnægjandi
upplýsingar frá hjúkrunarheimil-
unum liggja fyrir munu Sjúkra-
tryggingar Íslands meta gögnin og
afgreiða.“
Hluti sveitarfélaga í landinu hef-
ur sagt upp þjónustusamningum
um rekstur hjúkrunarheimila. Þá
hafa Samtök fyrirtækja í velferðar-
þjónustu undanfarin misseri ítrekað
haldið fram að stjórnvöld hyggist
ekki ætla að bæta hjúkrunarheimil-
um aukinn kostnað sem rekja megi
til COVID-19 faraldursins. „Þetta
gera þau [samtökin] þrátt fyrir yf-
irlýsingar stjórnvalda um annað.
Sjúkratryggingar Íslands hafa óskað
eftir gögnum frá hjúkrunarheimil-
um þar sem sýnt er fram á hve hár
þessi kostnaður er og í hverju hann
er fólginn og stendur sú vinna enn
yfir,“ segir í tilkynningu frá ráðu-
neytinu.
mm/ Ljósm. Shutterstock.
Hremmingar í höfninni
Vilja halda Eldfjallasafninu
í Stykkishólmi
„Það er gott að hafa þessa steina vel við vöxt, það verður þá ekki farið neitt með
þá,” var Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hér að segja við jarðfræðinginn
Steingrím J Sigfússon og þáverandi fjármálaráðherra, þegar sá síðarnefndi fékk
leiðsögn um safnið við vígslu þess vorið 2009. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Ætla að bæta hjúkrunarheimilum
upp taprekstur