Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2020, Qupperneq 11

Skessuhorn - 11.11.2020, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 2020 11 Fjarnám Mögulegt er að stunda fjarnám við Menntaskóla Borgarfjarðar Leiðsagnarmat – engin hefðbundin lokapróf Verkefnamiðað nám Stúdentsprófsbrautir: Félagsfræðibraut Náttúrufræðibraut Náttúrufræðibraut – búfræðisvið í samstarfi við Lbhí Íþróttabraut (félagsfræða- eða náttúrufræðisvið) Opin braut Annað nám: Framhaldsskólabraut Starfsbraut Viðbótarnám til stúdentsprófs SK ES SU H O R N 2 02 0 Innritun á vorönn 2021 Nánari upplýsingar veita: Innritun fyrir nám á vorönn 2021 fer fram rafrænt á menntagatt.is eða á skrifstofu skólans dagana 1. – 30. nóvember 2020 Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu skólans www.menntaborg.is, á menntaborg@menntaborg.is og í síma 433-7700 Sr. Anna eiríksdóttir er tekin við starfi sóknarprests í Stafholtspresta- kalli í Borgarfirði og tekur hún við starfinu af Brynhildi óla elínar- dóttur. Anna hefur verið sóknar- prestur í Dölum í átta ár og mun gegna því embætti áfram þar til nýr prestur tekur við. Aðspurð segist Anna hafa ákveðið að færa sig um prestakall þar sem hún telji að ekki sé æskilegt að starfa í einmennings- prestakalli of lengi. Það sé hætta á einangrun. „Brattabrekka hef- ur oft verið mikill farartálmi á vet- urna, sérstaklega síðasta vetur, svo ég var farin að sjá fjölskylduna svo lítið,“ segir Anna. „Maður er fljótur að einangrast þegar maður sér ekki fólkið sitt reglulega. Mér þótti því gott að komast yfir Bröttubrekk- una. Það skemmir ekki fyrir að vera komin nær börnunum mínum. Í Borgarfirðinum gefst mér auk þess tækifæri til þess að vinna meira í samstarfi með nágrannaprestun- um og það finnst mér mjög spenn- andi,“ bætir hún við. Skrýtnir tímar Auk þess að vera sóknarprestur í Stafholti mun Anna vera í 50% stöðu sem prestur í Borgarnes- kirkju. „Mér fannst það spennandi líka, að vera í Borgarnesi,“ seg- ir hún. „Það eru spennandi tímar framundan á þessu svæði, með sam- einingu prestakalla og auknu sam- starfi milli prestanna. Það verð- ur gaman að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir hún. en er ekki sérstakt að taka við nýju presta- kalli nú á tímum kórónuveirunnar? „Auðvitað er það pínu skrýtið en maður reynir bara að nýta tæknina eins og hægt er til að tengja mann inn í prestakallið, koma af stað sam- skiptum og mynda tengsl,“ svarar Anna. „en þetta eru bara skrýtnir tímar yfir höfuð og auðvitað verð- ur það enn skrýtnara að fara í svona stórar breytingar á þessum tíma en þá kemur sér vel að starfsemi kirkj- unnar er í eðli sínu þannig að mað- ur þarf að geta hugsað út fyrir box- ið, þannig vinnum við innan kirkj- unnar,“ bætir hún við. Mikilvægt að nota tæknina Anna segist bjartsýn á að geta hald- ið messur í aðdraganda jóla og von- ar að fyrsta messan hennar í Staf- holti verði fljótlega eftir að sam- komutakmörkunum verði aflétt. „Það verður bara að koma í ljós en vonandi getum við haldið lögleg- ar jólamessur í kirkjunum, þess- ar hefðbundnu aðventumessur fyr- ir og um jólin,“ segir Anna. „Við erum þó undirbúin fyrir plan B, sem verður að streyma úr kirkj- unni. Í Dölum höfum við ekki haft þann búnað sem þarf til að streyma á netið en hann er hins vegar til staðar í Borgarnesi. Það er brýnt að geta notað þessa tækni núna, að geta streymt frá kirkjunni,“ bætir hún við. Aðspurð segist Anna ekki vita hversu lengi hún heldur áfram sem sóknarprestur í Dölum sam- hliða nýja starfinu. „Það er verið að fara að auglýsa stöðuna og ég verð þar til einhver kemur í minn stað. Ég stefni á að hafa fasta viðveru í Búðardal en svo mun ég jafnframt fara á miðvikudögum til að taka á móti fermingarbörnunum. Ég mun halda þeim við efnið alveg hreint þar til nýr prestur tekur þau í fang- ið,“ segir Anna. arg Föstudaginn 6. nóvember kóln- aði aðeins í veðri og jörð hvítnaði víða á Snæfellsnesi. Það gladdi ansi marga af yngri kynslóðinni að sjá þessa hvítu hulu sem huldi jörðina í Grundarfirði og voru allir þoturass- ar og snjóþotur tíndar til í Grunn- skóla Grundarfjarðar er bjallan hringdi í frímínútur. Þá voru ófá- ar salíbunurnar farnar í skólabrekk- unni þar til bjallan ómaði að nýju. Gleðin var þó skammvinn því hlý- indin sneru aftur daginn eftir með ausandi rigningu og var lítið hvítt að sjá nema er horft væri upp í fjall- garðinn. tfk Anna er nýr sóknarprestur í Stafholti Fyrstu snjókornin nýtt til hins ýtrasta JÓLIN BÍÐA ÞÍN Í BORGARBYGGÐ Borgarbyggð vill skapa notalega jólastemningu í sveitarfélaginu í aðdraganda jóla, þar sem jólaljósin, ljúfir tónar, fjölbreytt vöru- og þjónustu úrval, heitt kakó og blómstrandi menning koma til með að ráða ríkjum. Í ár verður meira en nokkru sinni lagt upp úr góðri stemningu á aðventunni. Sveitarfélagið vill fara af stað með samstarfsverkefnið „Jólin bíða þín í Borgarbyggð“ þar sem lögð verður áhersla á að kynna verslanir og þjónustu í heimabyggð með markvissum hætti fram að jólum í prent- og ljósvakamiðlum og með stafrænni markaðssetningu. Nánari upplýsingar má finna inn á heimasíðu Borgarbyggðar, borgarbyggd.is

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.