Skessuhorn - 11.11.2020, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 2020 15
ist hugsa til þess með skelfingu hve
algengt það er að fólk sjái enga aðra
leið en þá „auðveldustu“ að henda
bókum, sem það getur eða vill ekki
eiga sjálft. „Því er það svo óendan-
lega mikilvægt að til þess bær stofn-
un haldi utan um og skrái allt það
sem gefið hefur verið út á Íslandi og
þar mætir Varaeintakasafn Lands-
bókasafns Íslands til leiks.“
Hollvinur Reykholts
Í ráðherratíð Björns Bjarnason-
ar var héraðsskólahúsinu í Reyk-
holti fengið nýtt hlutverk; að varð-
veita prentsögu landsins í Varaein-
takasafninu. Það hafði áður ekki átt
sér einn samastað, heldur dreifst
um geymslur í Reykjavík, sem óað-
gengilegar voru öllum, sem hefðu
þurft að hafa yfirlit yfir varaforða
Landsbókasafnsins. Björn hefur
verið vakinn og sofinn yfir því að
Reykholt viðhaldi sínum sess í bók-
menntasögu landsins. Bæði hef-
ur hann stutt sem ráðherra og ein-
staklingur við uppbyggingu Snorra-
stofu og þeirrar starfsemi sem þar
er, en einnig má segja að fyrir hans
tilstuðlan hafi gamla héraðsskóla-
húsinu verið bjargað frá niður-
níðslu. „Húsið hefði grotnað nið-
ur hefði því ekki verið fundið nýtt
og verðugt hlutverk. Björn beitti
sér fyrir að Varaeintakasafni Lands-
bókasafnsins yrði fundinn hér stað-
ur. Húsið var fyrir aldamótin lag-
fært mikið að utan og innan. Gerð-
ar voru gagngerar breytingar bæði
í álmu þeirri sem Snorrastofa hefur
nú til afnota og austurálmunni þar
sem Varaeintakasafnið er. Þar var
í raun komið fyrir eldtraustu húsi
inni í húsinu, þar sem blöð, bæk-
ur og tímarit eiga sitt heimili,“ seg-
ir Jónína. Hún segir að húseign-
in hafi nú verið flutt undan forræði
menntamálaráðuneytisins, sem var í
kröggum peningalega til að standa
undir viðhaldi, og til Fasteigna rík-
isins sem sjái í dag um allt viðhald
hússins. Landsbókasafnið greiðir
svo innri leigu til FR.
Breytist í takti
við annað
Flutningur Varaeintakasafnsins í
Reykholt um síðustu aldamót varð
á margan hátt til góðs, að sögn Jón-
ínu. „Fyrir þann tíma hafði varaein-
tökum sem Landsbókasafnið varð-
veitti verið komið fyrir í kössum
sem voru í geymslum víðsvegar um
Reykjavík. eftir að þessu safni var
komið upp hefur betur komið í ljós
hvar göt hafa verið í safnkostinum
og oft hefur verið hægt að bregð-
ast við því með að miðla milli safn-
anna og fylla í eyðurnar. Oft hefur
forði einstaklinga og stofnana nýst
til að stoppa í þessi göt. Kveiksþátt-
ur, sem nýverið var sýndur á RUV,
sýndi að við Íslendingar höfum ekki
passað nægjanlega vel upp á varð-
veislu þjóðararfsins. Segja má að
með auknum hraða, upplýsinga-
flæði nútímans og þverrandi áhuga
fólks á að hýsa bækur á heimil-
um sínum, hafi vægi varaeintaka-
safns eins og hér er til húsa verið
að aukast. Hins vegar er eðli starfs
okkar að breytast því að undanförnu
hefur útgáfa prentaðra miðla farið
minnkandi þó bækur haldi nokkurn
veginn sínum hlut. Nú velta menn
því fyrir sér hvað verður með nýjum
kynslóðum fólks sem lifir og hrærist
meira í hinum rafræna heimi. Okk-
ar er því að breyta verkferlum í takti
við breytingar í menningu lands-
manna.“
Bókahótel er draumsýn
Jónína segir það draum sinn að til
verði eitt stórt, eða fleiri minni,
bókahótel í landinu. „Þar gæti fólk
t.d. lagt frá sér bækur og eignast
úttektarheimild sem þeim næmi.
Þess er skammt að bíða að húsnæð-
isþrengingar bókavarðveislunnar
komist í brennidepil þar sem hús-
næðið í Reykholti fyllist innan fárra
ára. Rætt hefur verið um að reisa
myndarlegt viðeigandi hús, sem
hýst gæti Varaeintakasafn Lands-
bókasafnsins, auk minja og muna
fjórðungsins, sem nú þegar fylla all-
ar geymslur.“ Í slíku samhengi sér
Jónína fyrir sér að bókahótelið rísi
og leysi úr áleitnum bóka-vanda al-
mennings.
engin ákvörðun hefur verið tek-
in um hvar nýtt varaeintakasafn í
stað Reykholts yrði reist en Jónína
kveðst vongóð um að því verði fund-
inn staður á Vesturlandi. „Borgar-
nes er augljóslega hentugur staður
og hefur komið til tals í héraðinu
að minnsta kosti. Þar er ekki virkt
eldfjallasvæði, flóðahætta hverf-
andi, lítið um jarðskjálfta og auk
þess er stutt til Reykjavíkur, stjórn-
stöð Varaeintakasafns.“ Aðspurð
segir Jónína að núverandi húsnæði í
austurálmu skólahússins muni fyll-
ast á fimm til tíu árum. Þótt jarð-
hiti sé yfirleitt kostur, er hann engu
að síður talinn ókostur þegar menn
skoða þau skilyrði sem staður fyrir
nýtt Varaeintakasafn þarf að upp-
fylla. Því sé ekki horft til Reyk-
holts með það. Samkvæmt heimild-
um Skessuhorns hefur sveitarstjórn
Borgarbyggðar tekið jákvætt í að
láta Landsbókasafninu í té lóð undir
slíka starfsemi í Borgarnesi. „ef ráð-
ist verður í að reisa viðeigandi hús
til varðveislu varaeintakanna kem-
ur til kasta heimamanna að standa
saman um miðstöð minjavörslu,
bæði muna og bóka,“ segir Jónína.
Loks má nefna að varðandi framtíð-
arnot fyrir gamla héraðsskólahúsið
hefur Bergur Þorgeirsson forstöðu-
maður Snorrastofu bent á að húsið
væri kjörið til miðlunar þekkingar
um Snorra Sturluson og þjónustu
við ferðafólk. Austurgafl hússins
er einungis fimm metra frá sjálfri
Snorralaug.
Bækur skapa
stemninguna
Gamla skólahúsið í Reykholti var
byggt um 1930 en fyrstu nemendur
komu til náms haustið 1931. Hús-
ið var teiknað af Guðjóni Samúels-
syni húsameistara ríkisins og hefur
frá fyrstu tíð þótt reisulegt „and-
lit“ staðarins. Í austurálmu þess
starfar Jónína ein, en af og til fær
hún aðstoð starfsmanna safnsins í
Reykjavík í sérstök átaksverkefni
þar sem starfshlutfall hennar dugir
ekki til að ljúka öllu sem gera þarf.
Auk Jónínu sér staðarráðsmaðurinn
Tryggvi Konráðsson um húsvörslu,
m.a. að hita- og rakastýring vinni
rétt og ræsting er í höndum Maríu
Jónsdóttur. Jónína segir að sér líði
vel í húsinu. „Bækurnar skapa nota-
lega stemningu og til viðbótar svíf-
ur hér yfir gott andrúmsloft frá fyrri
árum unga fólksins, sem eyddi hér
bestu árum ævi sinnar. Af þessum
völdum verður maður aldrei ein-
mana hér og ljúft er að sinna þessu
ánægjulega og verðuga verkefni,“
segir hún.
Sagnaarfurinn
alltumlykjandi
Starf Jónínu fyrir Landsbókasafnið
er hálft stöðugildi og hefur svo ver-
ið í rétt tíu ár. „Ég hætti um síðustu
mánaðamót hálfu starfi sem verk-
efnisstjóri hjá Snorrastofu og þyk-
ir vænt um að mega ljúka starfsæv-
inni hér, góður kostur að geta kúpl-
að sig rólega frá fullri vinnu í lok
starfsævinnar. Þegar ég var í Kenn-
araskólanum á sínum tíma sá ég fyr-
ir mér að ekki væri endilega fýsilegt
að hafa ekki að öðru að hverfa þeg-
ar nóg væri komið af kennarastarf-
inu, svo ég bætti við námi í bóka-
safnsfræði og þýsku. Þá starfaði
ég í þrjá áratugi við barnakennslu
á Kleppjárnsreykjum og sá einnig
um skólabókasafnið, þar sem við-
bótarmenntunin í upplýsingamennt
kom að góðum notum. Fyrir ára-
tug söðluðum við Guðlaugur [ósk-
arsson fv. skólastjóri, innsk. blm.]
svo um og fluttum í Reykholt. Við
leigjum íbúðarhúsið Þórshamar hér
á Reykholtstorfunni, sem er í eigu
Snorrastofu, og hér líður okkur vel.
Viðbótarmenntunin átti sem sagt
einnig eftir að koma sér vel þegar
kennslustarfinu lauk. Vissulega hafa
störfin mín fyrir Snorrastofu og
hér á Landsbókasafninu fléttast vel
saman, en rauði þráðurinn í þeim
báðum er bókmennta- og sagnaarf-
urinn, sem umlykur Reykholtsstað.
Staðurinn hér býr að miklum mann-
auði og hér hefur tekist að byggja
upp að nýju fræða-, rannsókna- og
miðlunarstarf, í eðlilegu framhaldi
af fyrra hlutverki skólastaðar í tæpa
sjö áratugi. Gildi staðarins felst ekki
hvað síst í því að varðveita útgef-
ið efni, bæði í Varaeintakasafninu
og Snorrastofu, stunda rannsóknir
á sagnaarfinum og ritun hans, allt
frá þrettándu öld og miðla þekking-
unni til samfélagsins,“ segir Jónína
eiríksdóttir að endingu.
mm
Í gamla héraðsskólahúsinu var byggt hús inni í húsinu. Þannig berst birta ekki inn
og hægt er að halda sem réttustu raka- og hitastigi í innra rýminu.
Hluti af eldri safnkosti sem varðveittur er, hér eru nokkrar bækur frá 19. öld.
Horft inn í einn af fjölmörgum hillugöngum á Varaeintakasafninu.
Varaeintakasafnið fer allt prentað efni sem gefið er út. Þar með talið auglýsinga-
bæklingar.
Varveiðslueintök af Skessu horni eru á safninu allt frá upphafi útgáfunnar 1998.
Hér stendur Jónína við árlega sendingu sem nýlega kom frá Landsbókasafninu í
Reykjavík og bíður umbúnaðar og röðunar á viðeigandi stað.