Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2020, Side 20

Skessuhorn - 11.11.2020, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 202020 Nú er verið að leggja lokahönd á stækkun kirkjugarðsins á Borg á Mýrum, verkefni sem hófst í fyrra- vor. Að sögn einars óskarssonar, formanns sóknarnefndar, eru ein- ungis smávægileg snyrtingarverk- efni eftir. „Ég man ekki hvað það er langt síðan ég lét sjanghæa mig í að verða hérna sóknarnefndarformað- ur, en ókei – það gerðist, þá fer mað- ur að beita sér í hlutunum,“ segir hann léttur í lund um aðdragandann að stækkun kirkjugarðarins. Aukin aðsókn á Borg Töluvert hefur fjölgað þeim sem óska eftir að verða lagðir til hinstu hvílu á Borg, meira en handan við voginn í Borgarneskirkjugarði. Það er meðal annars ástæðan fyr- ir stækkun garðsins og hins vegar ræður plássleysi almennt. „Reynd- ar núna er búið að gera garðinn í Borgarnesi mjög skemmtilegan. Það tók verulegan tíma því það er náttúrlega ekki til aur í neitt og alls staðar peningasvelti. en það tókst nú fyrir rest. Á sama tíma þá er ég búinn að vera að herja hér á um að fá að stækka garðinn í fjöldamörg ára. Það gerist svo í hitteðfyrra þeg- ar Guðmundur Rafn Sigurðsson, aðalmaður hjá kirkjugörðum á Ís- landi og mikill sóma strákur, hef- ur samband. Hann segir að núna hafi honum tekist að reita út að- eins af aurum og spyr hvort við get- um hafist handa, sem sagt í fyrravor. Ég sagði já, alveg endilega hreint,“ útskýrir einar sem segist reynd- ar hafa tekið smá þjófstart á fram- kvæmdirnar. „Ég var aðeins byrjað- ur áður. Það höfðu orðið til pening- ar hérna með því að nota sjálfboða- vinnu í hirðingu og annað slíkt. Við gátum þess vegna byrjað og settum við meðal annars drenlögn niður og fleira,“ bætir hann við. Guðmundur lagði einnig til teikningu af tilhög- un stækkunar enda kunnáttumaður í slíku að sögn einars. Hafist handa Vorið 2019 komu feðgarnir Hálf- dán Helgason og Helgi Hálfdánar- son með sínar græjur og byrjuðu að keyra inn mold þar sem gert var ráð fyrir stækkuninni. Svo í vor á þessu ári, byrjaði Unnsteinn elíasson að hlaða vegg í öðrum enda garðsins og feðgarnir lögðu þökur yfir svæð- ið sem þeir mokuðu inn árinu áður. „Við vorum svo heppnir að Borgar- verk var að taka grunn fyrir neðan Húsasmiðjuna í Borgarnesi í egils- holtinu. Hann Ragnar Frank, sem hefur verið í skipulagsmálum hjá Borgarbyggð, hafði verið minn bak- hjarl þar og hann kom þessu á að Borgarbyggð samdi við Borgarverk um að moldin yrði flutt hingað. Úr grunninum við egilsholt kom upp alveg haugur af mold,“ útskýrir ein- ar. „Það er þannig með kirkjugarða að sveitarfélögin eiga að sjá til um útvegun á efni og kirkjugarðasam- bandið vinnu og annað í kringum þetta. en þarna bar bara svo ákaf- lega vel í veiði að nýta þetta efni,“ bætir einar glaður við. Þar sem gert var ráð fyrir stækk- uninni var svæði látið síga í vetur og um leið og frost fór úr jörðu byrj- uðu feðgarnir Hálfdán og Helgi að flytja efnið úr egilsholti inn í garð- inn með traktor og vagni. „Allt sem við stöndum á núna er í rauninni úr þeim grunnum. Unnsteinn kláraði að hlaða vegginn í sumar og feðg- arnir komu inn með fleiri grasþök- ur, kláruðu að tyrfa og snyrta allt í kring. Sett var möl undir torfuna á afmörkuðu svæði innan garðsins þar sem hægt verður að fara með vélar ásamt því að lítill skáli verður reistur til að geyma garðkönnur og önnur verkfæri sem aðstandendur geta sótt í. Þá verður vatnið tengt við skál- ann. Við hliðina á skálanum verð- ur bekkur sem fólk getur setið, svo á að gera gönguleið inn í skóginn, þannig þetta verður svona samtengt til útivistar,“ bætir hann við. Góður jarðvegur einar segir efnið sem kom úr grunnunum fyrir neðan Húsasmiðj- una ákaflega gott efni til að grafa í. „Þetta er aðeins sendin mold en mjög fín mold og ákaflega góð til að grafa í. Það getur nefnilega sums- staðar verið melur undir þar sem kirkjugarðar hafa verið settir á mel- hóla. Slíkt undirlag er til dæmis mjög erfitt að eiga við, nánast ekki hægt að grafa í það. Hér er hins veg- ar ákaflega góður jarðvegur. Það er ísaldarleir eða jökulleir hér und- ir öllu og er alls staðar hér í Borg- arfirði reyndar. Það passar nokkurn veginn að þegar maður er kominn niður á hann, þá ertu kominn nógu djúpt. Það fer enginn neðar en það,“ segir einar. Ásamt grafreit hefur einnig verið gert ráð fyrir duftkerareit í stækk- un kirkjugarðsins. „Veggurinn sem Unnsteinn hlóð gengur svolítið hérna inn. Um það bil meter inn af hleðslunni, inn í þessari bugt verð- ur tvöföld röð af duftkerareitum og einföld röð hérna vinstra megin. Þetta er alveg bráðsnjallt því þetta er að færast í aukana. Það eru hins vegar margir sem kjósa að fara niður í leiði eldri ættingja.“ Umhirða leiða í höndum ættingja Borgarkirkjugarður var orðinn full- ur og þar sem nú hafa verið lagðar þökur og snyrt var áður óræktar- svæði. „Þarna voru sinuhrúgur og óþverri. Það sem verra var að fólk var farið að taka upp þann ósið að henda öllu gömlu skrauti og borð- um og bara nánast hverju sem var út í þessa órækt. Þetta gerði mann ákaf- lega leiðan stundum og ég hef farið héðan með heilu pokana af sorpi,“ segir einar ósáttur við umgengnina í garðinum. „Það er mjög snyrtilegt hérna núna, en ef þú kæmir í febrú- ar, ef það er ekki snjór yfir, þá sérðu hér afgangana af jólaskrauti sem fólk kemur með. Það kemur nefnilega með það en tekur það aldrei aftur. Við erum að tala um plast, ljósker og allskyns dót. Þetta fer náttúrlega óheyrilega í taugarnar á manni, en maður hirðir þetta þegar fer að vora og birta til. Allt í lagi að nefna þetta. Fólk kemur með eitthvað a minn- ingarmörkin sem er ágætt og allt í fínu lagi með það, garðurinn verð- ur fallegur hérna. en, það eru þessi kerti og skreytingar sem fólk er að koma með sem er svo bara fjúkandi hér um allt. Það er nefnilega svolít- ið sem að fólk almennt held ég viti ekki, að umhirða leiða er í rauninni á höndum ættingjanna, ekki garð- anna,“ útskýrir einar ákveðinn. Vangaveltur einar veltir fyrir sér hugmyndinni um kirkjugarða almennt og fyrir hvað þeir standa. Hann segir með- al annars eina hugmyndina að fólk verði jarðað inn á milli trjánna. „Það er hugmynd, sem er ekki kom- in langt og er meira bara orðuð, að hér verði jafnvel hægt að fá að grafa inn á milli trjánna. ekkert endilega þegar garðurinn er orðinn fullur, jafnvel fyrr. Þetta þekkist víða er- lendis. Fyrrum ræðismaður Íslands í Winnipeg, Neil Bardal, var með útfararþjónustu og ég gekk í gegn- um kirkjugarðinn þar því einn af ættingjum konunnar er jörðuð þar, og við fundum leiðið. Þar eru allir grafnir svona inn á milli trjáa, bara inni í skógi. Þetta er óskaplega sér- stakt og þetta er huggulegt á sama tíma. Maðurinn verður bara aft- ur hluti af náttúrunni,“ segir ein- ar hugsi. „Svo er annað, hlutur sem ég er ekki viss um að verði leyfður. Það er svo skrítið með okkur, við köllum þetta kirkjugarð en kirkju- garður er eitthvað sem er bundið við kirkju og þá erum við bara að tala um kristni. Hvað ætlum við að gera við múslimana okkar og gyð- ingana okkar og búddista og aðra? Hvað ætlum við að gera við þá? Ég get ekki séð að ófriðurinn þurfi að vera slíkur að við getum ekki legið saman í moldinni dauðir eftir það, en þetta er bara hlutur sem á eftir að taka á. Það talar enginn um þetta og vill kannski enginn benda á þetta og rugga bátnum. Þetta er eitthvað sem maður veltir fyrir sér þar sem t.d. margir hafa sagt sig úr Þjóð- kirkjunni og annað slíkt. en alltaf heitir þetta samt kirkjugarður, ég vil kannski bara hætta að kalla þetta kirkjugarð, kalla þetta frekar leg- stað.“ Þakklátur einar er himinlifandi með útkomuna með stækkun garðsins og er honum þakklæti efst í huga. „Allir sem hafa komið að þessu verki hafa lagt sig ákaflega vel fram. Borgarverk flutti í okkur efni og voru ákaflega rausn- arlegir með það sem við þurftum að greiða. Kaupfélag Borgfirðinga gaf töluvert af grjótinu. Borgarverk átti grjót líka sem við fengum fyrir ókaf- lega lítið. Allir sem hafa komið að þessu hafa í rauninni gert allt með glöðu geði og allt gengið upp. Svo það sem þeir félagarnir hafa unnið hérna, feðgarnir Hálfdán Helgason og Helgi Hálfdánarson ásamt Unn- steini, þetta er allt svo vel unnið og allt svo vel gert sem þeir gera þess- ir strákar,“ segir einar sáttur. „Það mætti segja að ég sé bara að gera hérna bæli fyrir sjálfan mig, ég vil hafa huggulegt í kringum mig þeg- ar að því kemur,“ bætir einar við að lokum. glh Kirkjugarðurinn á Borg á Mýrum stækkaður -rætt við Einar Óskarsson, formann sóknarnefndar „Það er nefnilega svolítið sem að fólk almennt held ég viti ekki, að umhirða leiða er í rauninni á höndum ættingjanna, ekki garðanna,“ segir sóknarnefndar for- maðurinn. Einar Óskarsson, formaður sóknarnefndar á Borg. Stækkun kirkjugarðsins á Borg var kærkomin. Með stækkuninni er m.a. gert ráð fyrir duftkerareit.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.