Bæjarins besta - 09.12.1987, Page 2
2
BÆJARINS BESTA
BÆJARINS BESTA kemur út á miðvikudögum. Útgefandi: H-PRENT sf.,
Suðurtanga 2, 400 isafjörður, sími 94-4560. Ritstjórar og ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson, Stórholt 7, sími 4277 og Halldór Sveinbjörnsson,
Aðalstræti 20, sími 4101. Blaðamaður: Jakob Falur Garðarsson, sími 4570.
Prentun: H-Prent sf. Pósthólf 201. Tekið á móti efni og auglýsingum í
ofangreindum símum.
Opið bréf til Ólafs
Geirssonar ritstjóra
Yestfirska fréttablaðsins
BÆJARINS BESTA,
Suðurtanga 2. 400 ísafirði.
Heiðruðu ritstjórar!
Hér með leyfi ég mér að
senda yður bréfkom mitt frá
29. nóv. s.l. til Vestfirska
fréttablaðsins, sem ég mælist til
að birt verði í blaði yðar.
Astæðan fyrir bón minni er
sú, að bréfið birtist ekki í
Vestfirska, er út kom 4. þ.m.,
þrátt fyrir loforð ritstjóra þess
þar um, er ég afhenti honum
bréfið á skrifstofu blaðsins 30.
nóv.
Bréfið til Vestfirska skýrir
sig sjálft. Hinu skal við bætt, að
þrátt fyrir að mér sé ljóst, að
skrif mín í sjúkrahúsmálinu
þjónuðu ekki sölufréttastíl
blaðsins, þá bjóst ég ekki við
að blaðið gengi svo langt, sem
raun hefur orðið á.
Ég læt mér í léttu rúmi liggja
meðhöndlun Vestfirska á grein
minni. Hitt sætti ég mig ekki
við, að blaðið geri mér upp orð
og þar með breytta merkingu
þess, er ég lét frá mér fara. Og
þar sem greinilegt er að rit-
stjóri Vestfirska hundsar til-
mæli mín um leiðréttingu á
mistökum blaðsins, á ég ekki
aðra leið en að krefjast þess
hér og nú að hann biðjist opin-
berlega afsökunar á þeim.
Virðingarfyllst,
Sigurður J. Jóhannsson.
ísafirði, 29. nóv. 1987
Vestfirska fréttablaðið,
hr. Ólafur Geirsson, ritstjóri,
Hafnarstræti 14,
400 ísafirði.
Herra ritstjóri!
Með bréfi dags. 9. þ.m.
sendi ég yður grein til birtingar
í tilefni skrifa í blaði yðar um
framkvæmdir við nýja sjúkra-
húsið á ísafirði. Reyndar af-
henti ég yður bréfið og grein-
ina persónulega á skrifstofu
blaðsins.
Við móttöku höfðuð þér
strax á orði að stytta grein
mína. Kváðust þér sjá til þess,
að efni hennar kæmist til skila
þótt svo yrði. Reyndar sögðuð
þér, að næsta blað, 12. nóv.,
væri þegar yfir fullt og því yrði
greinin að bíða. Ég svaraði því
til að það yrði að koma í ljós
hvort ég sæti við sama borð og
aðrir hjá blaðinu.
Þrátt fyrir gnægð efnis kom
greinin í næsta blaði, en ekki
nema að hluta til. Boðað
framhald birtist ekki í þar
næsta blaði heldur hálfum
mánuði seinna.
En ekki er öll sagan sögð
enn. Strax í upphafi sáuð þér
ástæðu til að fella niður hluta
fyrirsagnarinnar „en hið lak-
asta af öllu er að kenna öðrum
um allt er miður fer.“ Ég sleppi
því að geta mér til um ástæður.
Þegar seinni hluti greinar
minnar birtist loks í síðasta
tölublaði tók ekki betra við.
Þar leyfið þér yður að breyta
fyrirsögninni og leggja mér orð
í munn, sem ég hefi ekki látið
frá mér fara. Fyrirsögn mín
„Eitt er að vilja, annað að
ráða“ er orðin að „Eitt er að
vilja, annað að gera“, sem allir
hljóta að sjá, að gjörbreytir
merkingu hennar.
Ég trúi því ekki, hr. ritstjóri,
að vinnubrögð af þessu tagi
rúmist innan þeirra siðareglna
er blaðamenn hafa sett sér. Ég
leyfi mér og að vona, að slík
blaðs yðar heyri til undantekn-
inga.
Að endingu óska ég þess, að
þér birtið bréfið, í heild, í
næsta blaði yðar, sem væntan-
lega kemur út 3. des. n.k.
Virðingarfyllst,
Sigurður J. Jóhannsson.
form. byggingamefndar HSÍ.
Almennur
borgarafundur
í framhaldi af útkomu ársskýrslu ísafjarðarkaupstaðar
fyrir árið 1986, sem dreift hefur verið til bæjarbúa, efnir.
bæjarstjórn ísafjarðar til almenns borgarafundar fimmtu-
daginn 10. des. n.k.
Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu og hefst kl.
20.30.
Auk þess að fjalla um efni ársskýrslunnar gefst bæjar-
búum kostur á að bera fram fyrirspurnir til bæjarfulltrúa
og bæjarstjóra og ræða almennt um bæjarmálin.
ísfirðingar eru hvattir til að mæta á fundinn og taka
þátt í umræðum.
Bæjarstjórn ísafjarðar.