Bæjarins besta

Eksemplar

Bæjarins besta - 09.12.1987, Side 19

Bæjarins besta - 09.12.1987, Side 19
BÆJARINS BESTA 19 Stórgrýti lokaði veginum UM kvöldmatarleytið á sunnudag gerðist það að stór- grýti hrundi úr Óshlíðinni og Jokaðist vegurinn vegna þess um tíma. Grjótið kom úr hlíð- inni þar sem starfsmenn vega- gerðarinnar höfðu að undan- förnu unnið við að sprengja. Það sem í raun og veru gerðist var það að rás sem grafin hafði verið fyrir innan veginn til þess að taka á móti grjóti úr hlíðinni var orðin full eftir síðustu sprengingar. Hlíðin var laus í sér eftir sprengingarnar og þegar hlýn- aði á sunnudag og vatn fór að seytla um glufur og gil, rann skriðan af stað og alla leið út á veginn þar eð áðurnefnd rás var full. Greiðlega gekk síðan að hreinsa veginn og var fljót- lega hægt að aka þarna um að nýju. hefur háskólanám reynast ford- ómar skólafélananna erfiðari við- fangs en sjálft námsefnið. 23.40 Faðir vor. Spænsk bíómynd frá 1984. Kardináli sem á skammt eftir ólif- að snýr heim til æskustöðvanna eftir langa fjarveru. Hann hefur ekki lifað eins flekklausu lífi og af er látið og vill nú bæta fyrir syndir sínar. 01.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sunnudagur 13. desember 15.30 Annir og appelsínur. Endursýn- ing. Fjölbrautarskóli Suðurlands. 16.00 Stjáni blái og félagar. 17.05 Samherjar. 17.50 Sunnudagshugvekja. 18.00 Stundin okkar. Innlent barnaefni fyrir yngstu börnin. 18.30 Leyndardómar gullbroganna. 18.55 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.05 Á framabraut. 20.00 Fréttir og vcður. 20.30 Dagskrárkynning. 20.45 Á grænni grein. Breskur fram- haldsmyndaflokkur. 21.15 Hvað heldurðu? Pað er á Akur- eyri sem Ótnar Ragnarsson ber niður að þessu sinni. Þeir sem sitja fyrir svörum eru fulltrúar Reykjavíkur og Akureyrar. 22.05 Vinur vor, Maupassant. 23.05 Nafntogaðir djasspíanistar. Bandarísk mynd um helstu pían- ista djassins, m.a. Jeliy Roll Morton, Willie ”The Lion“ Smith, Earl Waller, Art Tatum, Thelonius Monk, Count Basie og Duke EUington. Kynnir er Chick Corea. 00.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Bolungarvíkurkaupstaður Frá Sundlaug Bolungarvíkur Sundlaugin verður lokuð frá og með mánudeginum 14. desember 1987 vegna þrifa og málunar. Stefnt verður að opnun laugarinnar mánudaginn 28. desember 1987. Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þessari óhjákvæmilegu lokun. Bæjarstjórí. Auglýsing um hundahald í Bolungarvík Að gefnu tilefni er tekið fram að hundahald er bannað í lögsagnarumdæmi Bolungarvíkurkaup- staðar. Bæjarstjóm er þó heimilt að veita lögráða einstak- lingum undanþágu samkvæmt gildandi samþykkt um hundahald í Bolungarvík. Vakin er athygli á 6. grein samþykktarinnar þar sem segir m.a.: „Þeir hundar sem ekki er leyfi til að halda eða hundar sem ganga lausir utanhúss, skulu handsamaðir. “ Kostnaður við töku og geymslu skal að fullu greidd- ur af eigendum. Þá er áréttað, að hundaeigendum ber að viðhafa hreinlæti í meðferð hunda sinna þar á meðal að þrífa eftir dýrin. Samþykkt um hundahald í Bolungarvíkurkaupstað er til afhendingar á skrifstofu bæjarins í ráðhúsinu. Bæjarstjóri. J ólas veinarnir hafa boðað komu sína á HÍ kl. 14 á laugardag. Jólaqlöqq á boðstólum. Magnús Blöndal og María Gunter skemmta matargestum laugardagskvöld. HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR Sími 94-4111 ÞÚ FÆRÐ MYNDLYKIL HJÁ 0KKUR PÓLLINN 0 3792 MYNDLYKILL GEFUR VAL FRÍ ÁSKRIFT / I DESEMBER

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.