Bæjarins besta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bæjarins besta - 09.12.1987, Qupperneq 22

Bæjarins besta - 09.12.1987, Qupperneq 22
22 BÆJARINS BESTA BB birtir veiðisögu sumarsins: „Lá flatur í ánni með laxinn ofan á mér spriklandi“ - segir Finnbogi Pétursson, laxveiðimaður með meiru „Hefði átt að vera 20 pund“ Nú er þetta heilmikíll fiskur sem hangir þarna upp á vegg, hvað var hann þungur? „Já, hann er nokkuð langur, en hann var ekki samsvarandi þungur af því að hann var svo leginn, búinn að vera lengi í ánni. Hann hefði átt að vera svona 20 pund ef hann hefði verið ný- genginn en hann var mikið minna eða um 14 pund.“ Finnbogi við laxinn góða. LAXVEIÐITÍMINN er liðinn fyrír þó nokkru síðan. Þeir sem eru hvað veikastir fyrir laxveið- inni eru famir að bíða eftir næsta veiðitímabili um leið og stönginni er lagt að hausti. Á meðan að enginn lax er í ánum er það helsta skemmtun veiðimanna að segja hver öðmm veiðisögur sumarsins. Við hér á BB höfðum heyrt útundan okkur eina slíka sem Finnbogi Pétursson, (Bogi í bankanum í daglegu tali nefnd- ur), hefur verið að segja félögum sínum í haust. Við heyrðum svo ævintýralega sögu af honum að við ákváðum að bregða okkur í heimsókn til hans og fá að heyra söguna eins og hún hljómar í raun og veru. Við báðum Finnboga fyrst að segja okkur hvar og hvenær sagan gerðist. „Þetta var í Öguránni um mánaðarmótin ágúst-septem- ber.“ Er algengt að farið sé í lax í þessa á? „Þaö hefur ekkert verið veitt í henni áður. Það er verið að rækta hana upp núna af Ögurvíkur- bræðrum og ég fékk bara að fara þarna til prufu. Og ef satt skal segja þá hef ég aldrei á ævinni farið eins illa útbúinn í veiðiferð því að ég reiknaði ekki með að fá neitt og var varla með neitt í höndunum." „Næ taki á haus og sporði.“ En þú ferð semsagt að veiða í ánni? ,,Já, og það byrjar þama um leið og ég kasta að ég set í mjög stórann lax. Ég sá strax að þetta myndi verða helv... basl og ég jafnvel missa hann, enda fór það að hann mölvaði stöngina strax, eða eftir svona fimm til tíu mínútur. Ég stóð bara þama eftir á bakkanum með hjólið í hönd- unum og þá sleit hann. Ég nátt- úmlega sá hvert hann fór og sá hvar hann lagðist. Ég var ekki með háf, ekki með ífæru, alls ekki neitt. Nú, ég fer náttúmlega út í ána og næ taki á honum, bæði hausnum og sporðinum og lendi við það flatur í ánni. Ég blotnaði upp undir hendur en það nú svo gott veður, sólskin og hiti að það gerði ekkert til. Þannig að þegar að ég var kominn uppá bakkann með hann þá klæddi ég mig úr öllum fötunum og fór að vinda.“ En var þetta ekki mikið basl hjá þér þama úti I ánni? „Jú, þetta var heilmikið basl. Mesta baslið var það þegar ég var búinn að ná tökum á honum með báðum höndum því þá lá ég flatur í ánni og gat notað hvoruga höndina til þess að brölta á fætur. En það hafðist samt einhvern veginn og ég komst upp á bakk- ann. Eftir þetta fannst mér ótækt að fara að éta fiskinn, svo ég lét stoppa hann upp.“ Hvað er hún djúp þessi ár? „Ég veit það ekki, upp að hné kannski.“ Varstu lengi að eiga við fisk- inn? „Það hefur ekki verið meira en svona kortér. Þetta byrjar strax með því að hann slítur og fer. Ef ég hefði verið með góðar græjur, ífæru eða háf, þá hefði þetta gengið miklu betur. Ég hef aldrei farið svona bjánalega útbúinn áður. Þetta var meira svona til gamans farið.“ Nú sagðir þú að það hafi ekki verið veitt í þessari á áður, hvernig er áin? „Nú það er verið að rækta ána upp og mér var leyft að fara og veiða þrjá fiska en svo fékk ég bara þennan eina, þannig að ég á eftir af kvótanum eina tvo fiska. Ögurvíkurbræður fengu ána til Glæsilegt fataúrval Náttkjólar Greiðslusloppar Undirfatnaður í úrvali Kjólar — blússur Peysur — pils Belti, hanskar o.fl. Herrapeysur - buxur og stakir jakkar Skyrtur - silkihálsbindi Úlpur - leðurjakkar Nærfatnaður - sokkar Lacoste gjafavara Aðalstræti 20, sími 4550, ísafirði

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.