Bæjarins besta

Issue

Bæjarins besta - 09.12.1987, Page 26

Bæjarins besta - 09.12.1987, Page 26
26 BÆJARINS BESTA Greinargerð sóknarnefndar Framhald af bls. 16 inni til að hýsa safnaðarheimili. 3. Sóknamefnd hefur í störfum liðinna ára ítrekað haft til at- hugunar hugmyndir sem í grund- vallaratriðum em hinar sömu og þjóðminjavörður kynnir, séð á þeim ofangreinda annmarka og ekki talið þær henta þörfum safnarðarstarfsins. Á sóknamefndarfundinum var einnig samþykkt forsögn nýrrar kirkjubyggingar og er ljóst að fyrirliggjandi tillaga þjóðminja- varðar fór fjarrí því að uppfylla óskir þær sem hún birti. í forsögninni em tilgreind þau atriði sem Sóknamefnd telur að hafa beri í huga við hönnun húsnæðisins og ber að líta á hana sem óskalista. í vinnu hönnuða(r) má gera ráð fyrir tilfærslum og breytingum, einkum ef til kemur að væntanleg byggingarlóð krefjist þess. Samþykkt var einnig á fund- inum 10. nóv. að kynna þessa afgreiðslu málsins og rök sóknar- nefndar fyrir frávísun tillögu þjóðminjavarðar. Vesturland hefur nú tekið af sóknamefnd ómakið að birta tillöguna og má þá líta á þessa greinargerð sem fullkomnun kynningarinnar. Sóknamefnd hefur viljað fara varlega gagnvart gömlu kirkj- unni. Kirkjan stendur enn og ekki uppi áform um að fjarlægja hana fyrir vetur. Nefndin hefur því ekki enn sem komið er lokað neinum leiðum og mun vissulega gefa kost á því að skoðanir mótist og fái umræðu. Lóðaval Enn er eftir að velja nýrri kirkju lóð og af því tilefni ályktaði sóknamefnd á fundi sínum þ. 21. nóv. að tímabært sé að ráða sér arkitekt til ráðgjafar og felur byggingamefnd í samráði við sóknarprest að tilnefna slíkan ráðgjafa og leita þá jafnframt eftir að fá hann hingað til viðræðu án skuldbindinga. Gylfi Goðjónsson arkitekt sem er annar hönnuða Fella-og Hólakirkju í Reykjavík er væntanlegur til þessa og vonast sóknamefndin til að geta með aðstoð hans lagt forsendur lóða- vals fyrir söfnuðinn hið fyrsta. Líklega er skynsamlegt að gefa arkitektinum tíma til að skoða málið fram yfir áramót og halda þá fund og ræða málin. Þá ætti að geta komist fullur skriður á hönnun hinnar nýju ísafjarðar- kirkju. Sóknamefnd vonast eftir að allir geti sæst á þá meðferð mála og bíði þangað til. Miðvikudagur 9. desember • 16.45 Einkennileg vísindi. Mynd um tvo bráðþroska ung- linga, sem taka tæknina í sína þjónustu og töfra fram drauma- dísina með aðstoð tölvu. • 18.15 Smygl. Breskur framhaldsmynda- flokkur fyrir börn og unglinga. o 18.45 Garpamir. Teiknimynd. o 19.19 19.19. Fréttir og fréttaskýringar o 20.30 Morðgátan. Kjötkveðjuhátíð er kjörið til- efni til að dulbúa morð, eins og Jessica kemst að raun um þegar hún heimsækir eina slíka í New Orleans. • 21.25 Mannslíkaminn. Fræðslumynd um mannslíkamann. í þessum þætti er fjallað um heilann. • 21.50 Af bæ í borg. Gamanmynda- flokkur um geitahirðinn Balki og frænda hans Larry sem hafa einstakt lag á að koma sér í vandræði. • 22.00 Jazz. Tónaflóð frá nokkrum af fremstu jazzleikurum heims. • 23.20 Á nálum. Bandarísk bíómynd frá 1971 með A1 Pacino og Kitty Winn í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um heróínsjúk- ling sem dregur unga stúlki með sér inn í hina vonlausu ver- öld undirheima New York borgar. Bönnuð bömum. 01.05 Dagskrárlok. Fimmtudagur 10. desember • 16.30 Hinsta óskin. Kona sem haldin er banvænum sjúkdómi biður son sinn að uppfylla sína hinstu ósk; að fá að hitta átrúnaðargoð sitt Gretu Garbo. Aðalhlutverk: Anne Bancroft, Ron Silver og Carrie Fisher. o 18.15 Handknattleikur. • 18.45 Litli folinn og félagar. Teiknimynd með íslensku tali. o 19.19 19.19. Fréttir og fréttaskýringar o 20.30 Ekkjumar. Lokaþáttur. • 21.30 Heilsubælið í gervahverfi. ís- lenskur skemmtiþáttur gerður af Gríniðjunni og Stöð 2. • 22.10 Hjákonan. Victorya Principal leikur konu sem eyðir bestu árum ævinnar með kvæntum manni. Pegar hann fellur frá stendur hjákonan uppi slypp og snauð. • 00.05 Stjömur í Hollywood. Viðtöl við framleiðendur og leikara nýjustu kvikmyndanna frá Hollywood. • 00.30 Álög grafhýsisins. Fornleifa- fræðingur og listmunasafnari keppa ákaft um að ná gulli úr egypskri gröf. Söguþráðurinn tekur óvænta stefnu þegar fal- leg blaðakona kemur á vettvang. 01.05 Dagskrárlok. Föstudagur 11. desember • 16.40 Shamus. Auðugur maður ræður til sín einkaspæjara. Verkefnið er að finna stolna gimsteina og hafa hendur í hári morðingja. Aðalhlutverk: Burt Reynolds og Dyan Cannon. • 18.15 Stálknapar. Nýsjálenskur fram- haldsmyndaflokkur fyrir börn og ungiinga. o 18.45 Valdastjórinn. Teiknimynd. o 19.19 19.19 Fréttir og fréttaskýringar o 20.30 Sagan af Harvey Moon. Leo sýnir á sér nýja hlið þegar hann lendir í slagsmálum á bjórkrá. • 21.25 Spilaborg. Léttur getraunaleikur. Umsjón: Sveinn Sæmundsson. • 21.55 Hasarleikur. Slúðurdálka- höfundur í Hollywood leiðir okkur í allan sannleikann um samband Maddie og Davids. • 22.45 Max Headroom. Sjónvarps- maðurinn vinsæli Max Head- room stjórnar rabbþætti og bregður völdum myndböndum á skjáinn. • 23.10 Litla systir. Marsha býr með ungum og myndarlegum lækni. Þegar sambýlismaðurinn og yngri systir hennar hittast, blossar upp gagnkvæm ást milli þeirra. • 00.40 I hefndarhug. Þrumugóður vestri með William Holden aðalhlutverki. 02.25 Dagskrárlok. Laugardagur 12. desember • 09.00 Með afa. Þáttur með blönduðu efni fyrir yngstu börnin. • 10.35 Smávinir fagrir. Áströlsk fræðslumynd um dýralíf í Eyja- álfu. íslenskt tal. • 10.40 Perla. Teiknimynd. • 11.05 Svarta stjarnan. Teiknimynd. • 11.30 Mánudaginn á miðnætti. Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 12.00 Hlé. •14.05 Fjalakötturinn. Þriðji maðurinn. Ensk mynd frá 1949. • 15.50 Nærmyndir. Guðbergur Bergs- son rithöfundur. • 16.30 Ættarveldið (Dynasty). • 17.15 NBA - Körfuknattleikur. o 18.45 Sældarlíf. Skemmtiþáttur um nokkra hressa unglinga og vandamál þeirra í sambandi við hitt kynið. o 19.19 19.19. Fréttir, veður, íþróttir. o 19.55 íslenski listinn. Bylgjan og Stöð 2 kynna 40 vinsælustu popplög- in í veitingahúsinu Evrópu. Vinsælir hljómlistarmenn koma fram í hverjum þætti. o 20.40 Tracey UUman. Skemmtiþáttur • 21.05 Spenser (framhald). • 21.55 Annað föðurland. Bresk njósnamynd frá 1984. • 23.25 Stúlka á hafsbotni. Leyni- lögreglumaður í Florida bjargar lífi stúlku einnar. Skömmu síð- ar er nún myrt og í ljós kemur i að hún er flækt í vafasöm mál. • 01.00 Capo Blanco. Cliff ákveður að snúa baki við skarkala heimsins og flytur til Capo Blanco, sem er lítið fiski- þorp í Perú. En við komu bresks rannsóknarskips er kyrrð þorpsins rofin. 02.35 Dagskrárlok. Sunnudagur 13. desember • 09.00 Momsurnar. Teiknimynd. • 09.20 Stubbarnir. Teiknimynd. • 09.45 Sagnabrunnur. Myndskreytt ævintýri fyrir börn. • 10.00 Klementína. Teiknimynd. • 10.25 Tóti töframaður. Teiknimynd. • 10.55 Þrumukettir. Teiknimynd. • 11.15 Albert feiti. Teiknimynd. • 11.40 Heimilið. Leikin barna og ung- lingamynd sem gerist á upp- tökuheimili fyrir börn sem eiga við örðugleika að etja heima fyrir. • 12.05 Sunnudagssteikin. Vinsælum tónlistarmyndböndum brugðið á skjáinn. • 13.00 Art of Noise. Dagskrá frá hljómleikum hljómsveitarinnar Art of Noise. • 14.00 1000 volt. Þungarokk. • 14.10 Tískuþáttur. Rætt við aðal- hönnuð Christian Dior fyrir- tækisins. • 14.35 Geimálfurinn. • 15.00 Undur alheimsins. í þættinum verður fjallað um hvirfilbylji sem eru meðal skelfilegustu náttúruhamfara jarðarinnar. • 16.00 Fædd falleg. Kvikmynd um nokkrar ungar stúlkur sem starfa sem ljósmyndafyrirsætur í New York. • 17.40 Heilsubælið. Sápuópera um heilsuþurfandi fólk sem leitar á náðir lækna og starfsfólks á Heilsubælinu í Gervahverfi. • 18.15 Ameríski fótboltinn - NBA. o 19.19 19.19. Fréttir, veður, íþróttir. o 19.55 Ævintýri Sherlock Holmes. • 20.50 Nærmyndir. Jón Gunnar Árna- son myndhöggvari. • 21.30 Benny HiU. • 21.55 Vísitölufjölskyldan. A1 og Peggy hittust fyrst á ham- borgarasjoppu sem nú stendur til að loka. Þau ákveða að fara þangað að borða, en börnin skilja ekki hvers vegna þau mega ekki koma með. • 22.20 Útlegð. Fyrri hluti ítalskrar stórmyndar. Myndin gerist á dögum Mussolinis og byggir á ævi eins helsta kommúnista- leiðtoga Ítalíu. • 23.20 Þeir vammlausu. Framhalds- myndaflokkur um lögreglu- manninn Elliot Ness. 00.10 Dagskrárlok. o = opin dagskrá. • = lokuð dagskrá. Gröfuþjónusta! Tek að mér hverskonar gröfu- vinnu, hvar og hvenær sem er. Hafið samband í síma 4086. AGNAR

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.