SÍBS blaðið - feb. 2020, Blaðsíða 3
3
1. tbl. 2020
Loftmengun getur valdið skaða í öllum líffæra-
kerfum líkamans samkvæmt stórri rannsókn
sem kom út árið 2019 (1). Sýnt er fram á
heilsu farsskaða frá toppi til táar, allt frá heila-
bilun og hjarta- og lungnasjúkdómum yfir í
sumar tegundir krabbameina og áhrif á húð og
bein. Fóstur á meðgöngu eru ekki undanskilin.
Þessi áhrif verða ýmist beint fyrir tilverkan
örsmárra agna skaðlegra efna sem tekin eru
upp í lungunum og berast um líkamann með
blóðrásinni eða vegna bólgusvörunar líkamans
sjálfs við áreiti af loftmenguninni.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO)
hefur skilgreint loftmengun sem bráðan lýð-
heilsuvanda sem hefur áhrif á yfir 90% heimsbyggðarinnar og gæti verið
stærsta bráða heilsufarsógnin sem steðjar að mannkyninu gegnum umhverfið
(2). Örfínar agnir í útilofti (< 2.5 μm) er fimmti stærsti áhættuþáttur dauða
og veldur 4,2 milljónum dauðsfalla árlega og yfir 103 milljón glötuðum góðum
æviárum samkvæmt skýrslum Global Burden of Disease (3). Að auki veldur
mengað inniloft 3,8 milljón dauðsföllum árlega. Alls gerir þetta loftmengun að
afkastameiri drápara en tóbaks reykingar.
Sem betur fer er Ísland með minnst menguðu löndum Evrópu. Á vefsíð-
unni loftgæði.is má sjá rauntímaupplýsingar um loftmengun víða um land.
Þessar upplýsingar getur almenningur notað til að gera sér í hugarlund
hvernig ástandið er á hverjum tíma þótt aðeins fáar mælistöðvar hér á landi
geti reyndar mælt smæstu og hættulegustu agnirnar. Þar sem stærstan
hluta mengunarinnar má rekja til bílaumferðar ber að hafa mestan vara á sér
nálægt umferðargötum og einkum á þurrum dögum á veturna.
Við á Íslandi notumst tiltölulega lítið við opinn eld í heimahúsum en víða
í nágrannalöndum okkar er kynding með viði mikil uppspretta mengunar
innilofts og þar myndast mest af hættulegustu ögnunum. Hjá okkur eru
uppsprettur mengunar í innilofti meðal annars agnir sem koma úr bygging-
arefnum eða efnum sem notuð eru við heimilisrekstur. Ef rakaskemmdir eru
fyrir hendi geta bæst við efni sem stafa af vexti örvera. Því er mikilvægt að
lofta vel út enda getur inniloftið ekki orðið hreinna en útiloftið til lengdar.
Það er kominn tími á nýjar og ítarlegar rannsóknir á loftgæðum inni og úti
í umhverfi okkar hér á Íslandi. Ef alþjóðlegar rannsóknir sýna margfalt meiri
áhrif loftmengunar á heilsufar en áður hefur verið talið er líklegt að það eigi
líka við um okkur.
(1) Schraufnagel, Dean E. et al. Air Pollution and Noncommunicable Diseases. CHEST, Volume 155,
Issue 2, 409 - 416.
(2) World Health Organization. Ambient Air Pollution. Geneva, Switzerland: World Health Organization;
2016.
(3) Cohen AJ, Brauer M, Burnett R, et al. Estimates and 25-year trends of the global burden of disease
attributable to ambient air pollution: an analysis of data from the Global Burden of Diseases Study
2015. Lancet. 2017;389(10082):1907-1918.
Leiðari
Þögla hættan
SÍBS-blaðið
36. árgangur | 1. tölublað | okt 2020
ISSN 1670-0031 (prentuð útgáfa)
ISSN 2547-7188 (rafræn útgáfa)
Útgefandi: SÍBS
Síðumúla 6
108 Reykjavík
sibs@sibs.is, www.sibs.is
Ábyrgðarmaður: Guðmundur Löve
gudmundur@sibs.is
Ritstjóri: Páll Kristinn Pálsson
pallkristinnpalsson@gmail.com
Auglýsingar: Öflun ehf.
Umbrot og prentun: Prentmet Oddi ehf.
Upplag: 10.000 eintök
Hlutverk SÍBS er að stuðla að
heilbrigði þjóðarinnar.
SÍBS á og rekur endurhæfingar-
miðstöðina Reykjalund,
öryrkjavinnustaðinn Múlalund,
Heilsumiðstöð SÍBS og Verslun SÍBS,
auk Happdrættis SÍBS.
Efnisyfirlit
3
Þögla hættan
4
Loftgæði innandyra
10
Var Barbapapa forspár
um um hverfismál?
12
Uppsprettur loft mengunar
á Íslandi
18
Skaðleg áhrif
loftmengunar
22
Loftmengun
og heilsa
Guðmundur Löve
framkvæmdastjóri SÍBS